A-Húnavatnssýsla

Páll snýr aftur í ritstjórastólinn

Páll Friðriksson, sem lét af störfum sem ritstjóri Feykis í árbyrjun 2014, sest aftur í ritstjórastólinn frá og með deginum í dag. Berglind Þorsteinsdóttir, sem hefur ritstýrt Feyki síðan í janúar 2014 og var þar á undan blaðamaður frá því í júlí 2011, lætur nú af störfum og sest á skólabekk.
Meira

Þingsályktun um rammaáætlun lögð fyrir Alþingi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur að höfðu samráði við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ákveðið að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Tillagan er samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði ráðherra lokaskýrslu sinni síðastliðinn föstudag. Greint er frá þessu á vef Umhverfisráðuneytisins.
Meira

Hestar, handverk og hamingja

Það verður margt um að vera í kringum stóðsmölun í Laxárdal í Húnavatnshreppi helgina 16.-18. september. Dagskráin stendur alla helgina og teygir sig m.a. í Laxárdal, Skrapatungurétt og á Blönduós, og ber yfirskriftina Hestar, handverk og hamingja.
Meira

Feykir aðgengilegur á timarit.is

Feykir gerði samning við Landsbókasafn í vor um að mynda þær síður blaðsins sem ekki voru til í stafrænu formi. Nú hafa þær verið birtar á vefnum, alls um tíu þúsund síður. Feykir er því orðinn aðgengilegur á vefsíðunni timarit.is, frá fyrsta tölublaði sem kom út 10. apríl 1981 til ársins 2009. Það sem eftir stendur, til september 2015, mun verða birt á vefnum í september og svo uppfært árlega eftir það.
Meira

Endurtaka þarf forval VG í NV-kjördæmi

Forvali Vinstrihreyfingar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hefur verið frestað og verður það endurtekið. Forvalið átti að hefjast í dag og ljúka 5. september og var niðurstaða því ekki orðin ljós. Mistök urðu við útgáfu kjörgagna þar sem leiðbeiningar hafi ekki þótt nógu skýrar.
Meira

Rauði þráðurinn í gegnum lífið

Allt frá barnæsku hefur Steinar Gunnarsson haft þörf fyrir að hafa í nógu að snúast og mikið fyrir stafni, „var svolítið ofvirkur og uppátækjasamur“, eins og hann orðar það sjálfur. Það má segja að það sama sé uppi á teningnum hjá honum á fullorðinsárum. Hann starfar sem lögreglumaður og er einn fremsti hundaþjálfari landsins, auk þess sem hann er á fullu í tónlistinni og nú fyrir skemmstu gaf hann út geisladiskinn Vinir, ásamt æskuvini sínum Bjarna Tryggva.
Meira

Vil sjá meira af trausti og virðingu á Alþingi

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Bjarni hefur setið lengst allra núverandi í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, eða síðan árið 2002. Feykir hitti Bjarna að máli og spurði út í bakgrunn hans og helstu baráttumál og hvernig það kom til að hann gæfi kost á sér í landsmálin.
Meira

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 8.-10. september

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 8., 9., 10. september. Því lýkur kl. 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður kosið verður í rafrænni kosningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt.
Meira

Skatastaðavirkjanir C og D, Villinganesvirkjun og Blönduveita í verndunarflokk en Blöndulundur í orkunýtingarflokk

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta. Verkefnisstjórnin leggur til að Skatastaðavirkjun C og D, Villinganesvirkjun og Blöndu – veita úr Vestari Jökulsá verði í verndunarflokk. Þá leggur verkefnisstjórnin til að Blöndulundur bætist í orkunýtingarflokk áætlunarinnar.
Meira

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira