A-Húnavatnssýsla

Björt framtíð kynnir framboðslista sína

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur.
Meira

Hatursorðræða, falskir prófílar og auðkennastuldur

Christine Grahn, framkvæmdastjóri opinberrar stefnu Facebook á Norðurlöndunum, fundaði í gær með fulltrúum SAFT verkefnisins í höfuðstöðvum Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Flest lönd glíma við áskoranir á borð við einelti á netinu, hatursorðræðu, falska prófíla og auðkennastuld.
Meira

Skagginn haldinn í annað sinn

Bæjarbúar Skagastrandar og nágrennis munu gera sér glaðan dag um helgina en þá verður bæjarhátíðin Skagginn haldin í annað sinn. Að sögn Sigurlaugar Láru Ingimundardóttur, formanni Tómstunda- og menningarmálanefndar, fundu skipuleggjendur hátíðarinnar fyrir mikilli ánægju með hátíðina í fyrra og því var ákveðið að hafa hátíðina í ár með svipuðu sniði.
Meira

Eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti Alþingismaður Íslandssögunnar, en hún komst nokkuð óvænt inn á þing sem fjórði þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar 2013.
Meira

Réttir í Húnavatnssýslum

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Þessir spennandi og þjóðlegu viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um land allt.
Meira

Hjalti og Lára með útgáfutónleika á Blönduósi

Húnvetningurinn Hjalti og eiginkona hans, Lára, gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Árbraut og fagna með tónleikum víða um landið. Miðvikudaginn 31 ágúst munu þau halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni í bland við annað efni.
Meira

Búast má við lofti í lögnum

Hitaveita RARIK vekur athygli á því, við viðskiptavini sína á Blönduósi, Skagaströnd, Húnavatnshreppi og í Skagabyggð, að búast megi við lofti í lögnum hitaveitunnar í dag, 24. ágúst.
Meira

120 nýnemar hefja nám við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í 37. sinn í gær í hátíðarsal skólans. Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara er aðsókn í skólann mjög góð og kennt í öllum deildum iðngreina í vetur. Alls hefja 120 nýnemar nám við skólann í haust.
Meira

Sauðfé flest í Húnaþingi vestra

Byggðastofnun tók nýlega saman upplýsingar um dreifingu sauðfjárbúa og frístundabúskapar á Íslandi. Var þetta gert vegna sauðfjárhluta búvörusamnings ríkisins og Bændasamtakanna. Flest bú með yfir 600 fjár eru á Norðurlandi vestra og fé er flest í Húnaþingi vestra en næst flest í Skagafirði.
Meira

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi stilla upp á lista

Síðastliðinn laugardag hélt Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi aukakjördæmisþing í Tjarnarlundi í Saurbæ. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi. Húni.is greinir frá.
Meira