A-Húnavatnssýsla

Inga Björk gefur kost á sér í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni

Inga Björk Bjarnadóttir gefur kost á sér í 1. –2. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Ingu í Fréttablaðinu í dag. Inga Björk er fædd árið 1993 og uppalin í Borgarnesi en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands.
Meira

Ellefu í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ellefu gefa kost á sér í forvali um sex efstu sætin á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, fimm konur og sex karlar. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og kjörskrá verður lokað 21. ágúst. Forvalið fer fram í póstkosningu frá 31 ágúst – 5. september, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði.
Meira

Gamli bærinn á Blönduósi verði verndarsvæði í byggð

Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill gera gamla bæinn á Blönduósi að verndarsvæði í byggð. Skipulagfulltrúi kynnti drög að nýrri umsókn Blönduósbæjar til Minjastofnunar þess efnis, sem hann hefur unnið að í samstarfi við ráðgjafa á fundi skipulags,-umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar í gær.
Meira

Yfir 2000 laxar veiddir í Blöndu

Nýjustu tölur frá heimasíðu Landssambands veiðifélaga, sýna að Blanda er komin yfir 2000 laxa en í heild hafa veiðst 2028 laxar. Í fyrra veiddust alls 4829 laxar í blöndu og því talsvert í þá tölu.
Meira

Clapton krækti í þann stóra

Breski tónlistarmaðurinn Eric Clapton krækti á föstudaginn fyrir viku síðan í stærsta lax sem veiðst hefur í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu í sumar. Reyndist það vera 108 sm langur hængur sem að öllum líkindum er jafnframt sá stærsti sem veiðst hefur á landinu það sem af er sumri.
Meira

Arnar Freyr til Kristianstads

Samkvæmt íþróttadeild 365 hefur Arnar Freyr Arnasson, samið við sænska liðið Kristianstads. Kemur þetta fram í frétt Vísis um málið.
Meira

Yfirlýsing um framboð frá Bjarna Jónssyni

Hér með tilkynnist að ég gef kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og býðst til þess að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Gæðingamót og opið hús í Húnaveri

Þann 20. ágúst næstkomandi verður haldið gæðingamót með frjálslegum hætti á félagssvæði Óðins í Húnaveri.
Meira

Grunnmenntaskóli í vetur

Farskólinn-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra ætlar í vetur að bjóða upp á Grunnmenntaskólann sem er 300 kennslustunda nám, ætlað þeim sem eru orðnir 20 ára. Þeir sem ljúka náminu geta haldið áfram námi við framhaldsskóla og hentar því þeim sem eru með stutta skólagöngu að baki en vilja byrja aftur í skóla.
Meira

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á NLV

Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt lista yfir frambjóðendur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. Eftirfarandi gefa kost á sér:
Meira