A-Húnavatnssýsla

Ritföng og námsgögn án endurgjalds

Í síðustu viku samþykkti sveitarstjórn Húnavatnshrepps að Húnavallaskóli skuli útvega nemendum sínum án endurgjalds ritföng, námsgögn og annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu, samkvæmt 31. grein laga um grunnskóla.
Meira

Norðanátt og þoka sums staðar við ströndina síðdegis

Hæg breytileg átt og bjart með köflum er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en Veðurstofa Íslands spáir norðan 3-8 m/s síðdegis og sums staðar þoka við ströndina. Hiti 8 til 17 stig.
Meira

FNV settur næstkomandi mánudag - Innritun í fjarnám í fullum gangi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur á sal Bóknámshúss skólans mánudaginn 22. ágúst kl. 18:00. Á vef FNV kemur fram að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:00. Þá opnar heimavist skólans kl. 13:00 nk. mánudag. „Foreldrar nýnema eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn að lokinni skólasetningu,“ segir á vefnum.
Meira

Sprotafyrirtæki á Skagaströnd hannar og smíðar hátalara

Dimension of Sound er nafn sem, ef að líkum lætur, verður á allra vitorði í framtíðinni en um er að ræða íslenskt sprotafyrirtæki ungra manna sem hanna og framleiða hátalara. Fyrirtækið er staðsett á Skagaströnd en alls starfa þar átta manns. Blaðamaður Feykis heimsótti þá Ævar Baldvinsson og Kristján Rafn Rudolfsson, sem starfa hjá DOS.
Meira

Sundpokar geta verið varasamir

Í fréttatilkynningu frá Vís er vakin athygli á því að sundpokar svokallaðir geti verið varasamir en dæmi eru fyrir því að böndin á pokunum hafi farið utan um háls barna og þrengt að öndunarvegi.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir Sjálfstæðisflokksins

Sameiginlegir framboðsfundir með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verða á Norðvesturlandi, sem hér segir:
Meira

Byrjað á framkvæmdum við Blöndubrú

Framkvæmdir Vegagerðarinnar á Blöndubrú á Blönduósi eru hafnar. Á meðan á lagfæringu brúarinnar stendur verður önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum frá 16. ágúst til 1. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er athygli vakin á því að akbrautin er einungis 3,0 metrar að breidd og vegfarendur eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar.
Meira

Þórður Guðsteinn efstur í prófkjöri Pírata

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga lauk í gær. Kosningar voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á vef flokksins og eru þær eftirfarandi:
Meira

Karítas knapi mótsins

Sameiginlegt Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista var haldið á Blönduósi á laugardaginn sl. Karítas Aradóttir, keppandi í unglingaflokki, var valin knapi mótsins og Abel frá Sveinsstöðum hestur mótsins.
Meira

Stjórn SSNV vill halda ársþing og haustþing

Áttundi fundur stjórnar SSNV var haldinn á Blönduósi sl. þriðjudag. Þar var gerð tillaga vegna samþykktar 23. ársþings þar sem laganefnd gerði tillögu þess efnis að undirbúin yrði stofnun fulltrúaráðs sem skipað verði fulltrúum frá öllum sveitarfélögum sem aðild eiga að SSNV eða annarra sambærilegra lausna leitað til að opna betur fyrir aðkomu sveitarstjórna að SSNV.
Meira