Greinar

Veganesti - Áskorandapenni Sigríður B. Aadnegard, skólastjóri Húnavallaskóla

Frá því að ég lauk námi úr Fósturskóla Íslands hef ég hef ég starfað við kennslu og stjórnum í leik- og grunnskólum. Það munu vera um það bil 35 ár. Hef ég lært og þroskast í gegnum þetta starf. Sumt hefur verið virkilega erfitt en oftast er gaman og fáir dagar eru eins allt er þetta þó lærdómsríkt og kennir svo margt um lífið og manneskjuna ( einu sinni hélt lítill frændi minn að orðið manneskja væri hræðilegt orð).
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira

Blönduós heilsueflandi bær

Frá Heilsuhópnum á Blönduósi Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar ,,Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 23.-28. september. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst ágætlega og ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Meira

Meiri frásögur af keppni á hestum - Kristinn Hugason skrifar

Nú hverfum við aftur þar sem frá var horfið í þarsíðasta pistli og sagði frá kappreiðunum miklu á Kili þar sem leysinginn Þórir dúfunef á stokuhryssunni Flugu, sem hið forna höfuðból Flugumýri heitir eftir, sigraði mikinn og margefldan hestamann, Örn að nafni, kallaður landshornamaður, á hestinum Sini, það voru fyrstu kappreiðarnar á Íslandi sem enn lifa í sögnum.
Meira

Arfur Miklabæjar-Solveigar - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Á dögunum bárust Byggðasafni Skagfirðinga merkisgripir. Um er að ræða skartgripi, tvær litlar kúpur og pinna sem fylgir þeim. Skartgripir þessir eru í sjálfu sér tiltölulega einfaldir og látlausir, en það sem gerir þá sérstaka er saga þeirra, sem er samofin einni þekktustu þjóðsögu Skagfirðinga, nefnilega sögunni af Miklabæjar-Solveigu.[1]
Meira

Einar Eylert Gíslason - Minningarorð

Nú hefur riðið Gjallarbrú eftirminnilegur garpur sem er Einar Eylert Gíslason á Syðra-Skörðugili, fyrrum bóndi þar og ráðunautur. Einar fæddist á Akranesi 5. apríl 1933, hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1951 og stundaði verklegt búfræðinám og vinnu á búgörðum í Danmörku og Svíþjóð árin 1951 til ´53 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1955. Ekki verður ævi- né starfsferli Einars gerð tæmandi skil hér en á árunum 1960 til 1974 var Einar ráðsmaður á Hesti, í því fólst bústjórn og dagleg yfirstjórn þeirra viðamikilu tilrauna sem þar fóru fram í sauðfjárrækt.
Meira

Sumarið er tíminn – Áskorendapenninn, Sigrún Eva Helgadóttir Reynistað

Nú er farið að líða á sumarið og sumarfríin hægt og rólega að klárast hjá fólki. Lífið fer að komast í fastar skorður aftur eftir leikskólafrí og betri helmingurinn mættur til vinnu aftur. En það var nú nóg um að vera á meðan fríinu stóð. Það ber fyrst að nefna óteljandi sundferðir í Varmahlíð, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá börnunum. Útilegur og sumarbústaðaferðir komu þar á eftir, margir sunnudagsbíltúrar og svo bara endalaust brall heima við.
Meira

Dýrmæt viðskipti fyrir Skagafjörð

Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað.
Meira

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum

Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?
Meira