Greinar

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Jarðgöng á Tröllaskaga

Það var ánægjulegt að heyra af sameiginlegri ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum þar sem stjórnvöld eru hvött til að tryggja fjármagn svo hefja megi vinnu við að skoða möguleg veggöng milli byggðarlaganna. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa hugmyndir um þessi jarðgöng verið uppi á borðum í skipulagsvinnu í Skagafirði gegnum tíðina og eins hafa Skagfirðingar áður hvatt stjórnvöld til að skoða þessa vegabót.
Meira

Hvað veldur? Hver heldur?

Ég var eins og flestir orðlaus þegar fregnir bárust af uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur hjá Iceprotein og Protis. Ekki varð ég minna undrandi þegar ég las í Feyki skýringar hins nýráðna framkvæmdastjóra Fisk Seafood á brottrekstrinum. Þegar fráfarandi framkvæmdastjóri, skrifaði svargrein við þeirri fyrri, vöknuðu enn fleiri spurningar.
Meira

Hugleiðingar um venjur fólks - Áskorendapenninn Þórey Edda Elísdóttir Hvammstanga

Við fjölskyldan fluttumst á Hvammstanga haustið 2014 og hafði ég þá aldrei búið úti á landi áður. Sambýlismaður minn er frá Húnaþingi vestra en sjálf er ég uppalin í Hafnarfirði. Þegar ég var 21 árs gömul flutti ég til Malmö í Svíþjóð, bjó svo um stuttan tíma í Athens í Bandaríkjunum og síðan í Leverkusen í Þýskalandi í 4 ár. Hver staður hefur sín sérkenni og þykir mér vænt um þá alla. Á öllum stöðum hef ég lært marga nýja hluti og hafa þeir allir haft áhrif á það hver ég er í dag.
Meira

Lét eitt gott spark vaða í óæðri enda mótherja síns - Liðið mitt Sunna Ingimundardóttir

Sunna Ingimundardóttir, tannlæknir og brottfluttur Króksari, er Púllari af lífi og sál. Nú býr hún í útjaðri Kópavogs, eins nálægt náttúrunni og hægt er að vera í borg óttans, eins og hún segir sjálf. Hún er bjartsýn á gengi Liverpool þetta tímabil, eins og margir aðrir Púllarar, og teluur að liðið fari alla leið. Sunna svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Sannleikurinn er sagna bestur

Að gefnu tilefni ætla ég að fjalla lítillega um rekstur Iceproteins ehf. og Protis ehf. síðustu árin, þ.e. frá 2013 til 2017, en ég hef ekki niðurstöðu ársins 2018. Á árinu 2012 eignaðist FISK-Seafood ehf. allt hlutafé í rannsóknar og þróunarfyrirtækinu Iceprotein. Starfsemin það ár var mjög takmörkuð vegna sérstakra aðstæðna. Í mars 2013 er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tók að sér það verkefni að byggja upp fyrirtækið að nýju og veita því forstöðu og hefur gegnt því starfi af miklum myndarskap allt fram að síðustu helgi.
Meira

Að gefnu tilefni

Talsverð umræða hefur skapast um þá ákvörðun Fisk Seafood að leggja niður starf framkvæmdastjóra Iceprotein og Protis. Eðlilega er spurt um ástæður. Af því tilefni vil ég koma eftirgreindu á framfæri: Framkvæmdastjórinn, Hólmfríður Sveinsdóttir, hefur unnið afar gott vísinda- og þróunarstarf fyrir félögin á undanförnum árum. Afurðirnar eru rós í hnappagat Hólmfríðar og fyrir þetta starf eru henni færðar bestu þakkir. Vísindastarf af þessum toga tekur hins vegar til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.
Meira

Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði - Högni Elfar skrifar

Á heimasíðu sveitarfélagsins er frétt um að álagningu fasteignagjalda 2019 sé lokið og að einstaklingar og lögaðilar geti nú nálgast álagningaseðla í íbúagáttinni á heimasíðu sveitarfélagsins. Því má gera ráð fyrir að einhverjir séu búnir að nálgast álagningaseðlana til að gera samanburð á milli ára. Þetta árið er líklegt að íbúar í firðinum séu misglaðir við samanburðinn og líklegt að búseta viðkomandi ráði kætinni.
Meira

Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“? En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa á leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins.
Meira

Landpóstar - Kristinn Hugason skrifar

Hér í upphafi skal lesendum Feykis þökkuð samfylgdin á nýliðnu ári og óskað velfarnaðar á árinu 2019. Í skrifum mínum undanfarið hef ég látið hugann reika og tæpt á ýmsu er varðar samfylgd hests og þjóðar. Ég hef nú afráðið að í þessari grein og þeim næstu einskorði ég umfjöllunina við frásögur og fróðleik um hin fjölþættu hlutverk sem íslenski hesturinn hefur innt af hendi í gegnum aldirnar eða nú í dag. Kennir þar ýmissa grasa og æði margt er þar breytt.
Meira