Greinar

Áhrifavaldur eða örlagavaldur? - Áskorandi Jónína Hrönn Símonardóttir Brottfluttur Skagfirðingur

Ég tók þeirri áskorun frá henni Heiðu systur að munda pennann, eða í þessu tilfelli, pikka á lyklaborðið. Að vera brottfluttur Skagfirðingur er ákveðinn „status“. Ég bjó í Skagafirðinum í 21 ár; lengst af í Ketu í Hegranesi, þar sem foreldrar mínir búa enn. Ég er elst fjögurra systkina og hjálpaði til við öll helstu sveitastörfin frá því ég fór að geta gert gagn.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Flaga í Vatnsdal

Engin tvímæli hafa leikið á því, að nafnið sje upprunalegt og óbrjálað. Þó finst ritað „Ftaugu“ í Auðunarmáldögum 1318 (DI, ll, 476. Þar eru Hvammskirkju „áskilin ítök í Flaugu í Vatnsdal“) og „Flagha“ í óvandaðri afskrift frá 1500. (DI. II. 330). Allstaðar annarsstaðar í fornbrjefum er ritað Flaga. (DI. IV. 7ll o. m. v. Sömuleiðis jarðabækurnar). Flögubæir eru 8 á landinu og hvergi hefir nafnið breyzt frá, uppruna. Flaga stendur að vestanverðu í Vatnsdal eins og menn vita. Landi þar er svo háttað, að fyrir utan og sunnan bæinn eru valllendisleiti með dældum á milli. Það eru auðsjáanlega uppgrónar skriður. Þessar öldumynduðu skriður eru hvað mestar yzt og syðst í túninu og liggja framundan allstórum giljum í hálsinum eða fellinu ofan við bæinn. Nokkuð sama má segja um Flögu í Hörgárdal.
Meira

Unga fólkið til varnar jörðinni - Áskorendapenninn Marín Guðrún Hrafnsdóttir frá Skeggsstöðum í Svartárdal

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort unga fólkið sem nær sér ekki í upplýsingar með sama hætti og við, og skilur ekki þessa þörf að hlusta á fréttir á tilteknum tíma dags, sé samt sem áður ekki mun upplýstara og meðvitaðra en við hin sem eldri erum. Ungt fólk mótmælir nú aðgerðarleysi í umhverfismálum og einungis tímaspursmál hvenær slíkt gerist á Íslandi.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 10. mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin nk. sunnudag, 10. mars í Varmahlíðarskóla kl. 15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda s.k. Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira

Raforkuöryggi, samtal og samráð - Blöndulína 3, tenging á milli Blöndu og Akureyrar

Undanfarið hafa birst greinar um tengingu sem fyrirhuguð er milli Blöndu og Akureyrar, Blöndulínu 3, línu sem ætlað er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í framtíðarflutningskerfinu. Fram hefur komið að Blöndulína 3 sé ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og er það rétt en mikilvægt er að átta sig á að Kerfisáætlun Landsnets skiptist í tvennt, þ.e. þriggja ára framkvæmdaáætlun og tíu ára áætlun. Blöndulína 3 er því í Kerfisáætluninni þó hún sé ekki áætluð til framkvæmda innan þriggja ára. Gert er ráð fyrir að línan komi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Hólasandslínu 3 sem farið verður í eftir að Kröflulína 3 verður að veruleika á næstu misserum. Kerfisáætlun er endurskoðuð árlega.
Meira

Vinnuhestar - Kristinn Hugason skrifar

Í fyrstu grein minni hér í Feyki þetta árið skrifaði ég um landpósta og pósthesta. Segja má að rökrétt framhald þess sé að fjalla um vinnuhesta en í sjálfu sér voru pósthestarnir vinnuhestar; þeir voru flestir notaðir sem áburðarhestar undir póstkoffortunum en póstarnir voru ríðandi. Nema þá í þeim tilfellum sem þeir fóru ókleif fjöll hestum eða aðrar slíkar vegleysur að þeir yrðu að fara fótgangandi eða þá að þeir færu sjóveg.
Meira

Tækifærin á landsbyggðinni - Áskorendapistill Sveinbjörg Pétursdóttir Hvammstanga

Fólksflótti af landsbyggðinni er eitthvað sem við heyrum reglulega í umræðunni. Þá virðist þetta einnig vera skilgreint sem vandamálið að halda unga fólkinu í heimabyggð. Umræðan er gjarnan á þá leið að við þurfum að halda unga fólkinu á svæðinu, halda því hérna í framhaldsskóla, háskóla og þar fram eftir götunum til að auka líkur á því að þau vilji búa á svæðinu þegar fullorðinslífið er tekið við.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira