Greinar

Landpóstar - Kristinn Hugason skrifar

Hér í upphafi skal lesendum Feykis þökkuð samfylgdin á nýliðnu ári og óskað velfarnaðar á árinu 2019. Í skrifum mínum undanfarið hef ég látið hugann reika og tæpt á ýmsu er varðar samfylgd hests og þjóðar. Ég hef nú afráðið að í þessari grein og þeim næstu einskorði ég umfjöllunina við frásögur og fróðleik um hin fjölþættu hlutverk sem íslenski hesturinn hefur innt af hendi í gegnum aldirnar eða nú í dag. Kennir þar ýmissa grasa og æði margt er þar breytt.
Meira

Hugleiðingar í upphafi árs - Áskorandi Elísabet Kjartansdóttir, brottfluttur Króksari

Ég tek glöð við áskorendapennanum frá Bríet frænku og velti fyrir mér einu og öðru í upphafi árs eins og við gjarnan gerum á slíkum tímamótum. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka…“ segir í ljóðinu góða sem við flest öll þekkjum. Nú höfum við kvatt 2018 og bjóðum nýtt ár hjartanlega velkomið með allar þær vonir og væntingar sem áramótunum fylgja.
Meira

Um hækkun hvatapeninga í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nú á haustmánuðum samþykkti Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillögu meirihlutans um hækkun á hvatapeningum sem ætlaðir eru til að auðvelda börnum að stunda íþróttir og tómstundastarf. Nam hækkunin 17.000 kr. á hvert barn sem verður að teljast rausnarleg hækkun, en styrkurinn fór úr átta þúsund krónum í tuttugu og fimm. Hækkun hvatapeninga höfðu allir flokkar á sinni stefnuskrá í vor, enda löngu orðið tímabært, þó upphæðir og útfærslur væru mismunandi.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Lífið er list - Áskorandapistill Ingibjörg Jónsdóttir Syðsta-Ósi

Sem barn skoðaði ég oft myndaalbúm foreldra mína sem innihéldu m.a. myndir af föður mínum að taka þátt í leiklistarstarfsemi hjá ungmennafélaginu Gretti á Laugarbakka. Sú starfsemi var ekki í gangi á þeim tíma og það var ekki fyrr en áratug seinna sem að hún var endurvakin eftir 22 ára hlé.
Meira

Æfir mikið og keppir flestar helgar - Íþróttagarpurinn Eva Rún Dagsdóttir

Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Góð ákvörðun að fara í Hússtjórnarskólann - Áskorandinn Bríet Guðmundsdóttir Sauðárkróki

Þyrey frænka mín skoraði á mig að taka við pennanum og ákvað ég að skorast ekki undan því. Ákvörðunin um hvað eigi að gera eftir mennta- eða framhaldsskóla getur verið erfið. Mér fannst það allavega. Að vera ekki ákveðin um hvað maður ætlar að verða „þegar maður verður stór“.
Meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Víðidal (Avaldsdæl)

Í Víðidalstungumáldaga 1394 stendur þessi klausa: …. Kirkjubóndi á að taka lýsistolla og heytolla af þessum bæjum ef bygðir eru … hrijsum, neðrum fytium, hvoli, og er hann í audn. Valldarasi. Svolustodum. Bacahlid. Auxnatungum, gaffli. Raffnstodum. avalldsdæli, og er hun í auðn, og hlid. avalldzstodum. Kolugili. huarfuigja (DL III. 539). Máldaginn hefir svo verið endurritaður árið 146l og eru sömu bæir taldir þar upp (DI. V. 3a8). Það er tæplega vafamál að Ávaldsdæli, sem bæði brjefin telja, er Dæli í Víðidal. Í síðara brjefinu er því slept að sú jörð sje í eyði, og hefir hún þó verið bygð.
Meira

Stefnir á að komast í landsliðið - Íþróttagarpurinn Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand

Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira