Greinar

Prýðileg reiðtygi frá liðnum öldum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli verður tekið hlé frá umfjölluninni um hin margbreytilegu hlutverk íslenska hestsins á vegferð hans með þjóðinni frá landnámi til nútíma en að afloknu sumarhléi, nú í september, verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið hér á síðum blaðsins og fjallað áfram um sögu keppna á hestum hér á landi.
Meira

Bakkabræður - Byggðasögumoli

Bakkabræður eru þjóðsagnapersónur, frægar fyrir atferli sitt og frábæra heimsku. Sveitfesti þeirra hefur verið nokkurt deilumál því ýmsir hafa viljað eigna sér Bakkabræður, Fljótamenn, Svarfdælingar og jafnvel Öxndælir. Elsta prentaða gerð sagnanna um Bakkabræður er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem prentaðar voru árin 1862 og 1864. Handrit þeirra sagna var skrifað af utansveitarmanni, Jóni Borgfirðingi, og lætur hann þá vera frá Bakka í Svarfaðardal. Guðbrandur Vigfússon las hinsvegar prófarkir af sögunum, sem voru prentaðar suður í Leipzig, og hann hefur bætt við neðanmáls: „Mun eiga að vera Bakki í Fljótum“ og vitnar í fyrsta árgang tímaritsins Ármann á Alþingi, prentaðan 1829, sem skrifaður var af Baldvin Einarssyni frá Hraunum í Fljótum. Baldvin segir þar um Sighvat sem er einn sögumanna ritsins: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat að hann sé heimskingi og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót/sem flestir saman jafna.“ 1)
Meira

Hellusöðlar: Þarfaþing og listagripir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Ýmsar tískubylgjur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar, í fatnaði, húsbyggingum og ekki síst útbúnaði til reiðmennsku. Í pistlinum að þessu sinni verður fjallað stuttlega um söðla, sér í lagi svokallaða hellusöðla.
Meira

Áskorendapenninn/Þórdís Ágústsdóttir/Sumar í kassalandi

Áskorendapenninn úr síðasta tölublaði Feykis.
Meira

Fjárgötur myndanna – Hörður Ingimarsson skrifar

Eitt leiðir af öðru. Á liðinni öld eru víða fjölmargar myndir sem varða leiðina og auðvelda okkur að lesa í sögu liðins tíma. Eftir miðja 20. öldina tók almenningur að taka myndir að marki á gömlu filmuvélarnar í svarthvítu. Flestir viðburðir urðu að myndefni. „Bílaútgerð Sleitustaðamanna“, snilldarþáttur Sigtryggs Björnssonar frá Framnesi í Skagfirðingabók sem út kom snemma í vor leiddi okkur Þorvald G. Óskarsson í myndaleit að „fornum“ knattspyrnuhetjum upp úr miðri síðustu öld.
Meira

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson nk. fimmtudag stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd

Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auðbrekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni.
Meira

Lífið sjálft - Áskorandinn Brynjar Rafn Birgisson (Binni) - Brottfluttur Króksari

Ég er fæddur á því frábæra ári 1986, þegar Gleðibankinn gerði allt vitlaust og við vorum búin að vinna Eurovision keppnina áður en hún byrjaði, einnig var Stöð 2 og Bylgjan sett á laggirnar. Ég verð 33 næstkomandi 29. október. Þið sem kannist ekki við mig þá er alltaf gott að rýna í ættartöluna en ég er sonur Bigga Rafns, sem er útibústjóri Landsbankans á Sauðárkróki og fyrrverandi kennari við FNV með miklum sóma, móðir mín Hrafnhildur Sæunn Pétursdóttir sjúkraliði. Bróðir minn Pétur Rúnar Birgisson, körfuboltamaður með Tindastól og systir mín Hera Birgisdóttir, læknir.
Meira

Takk fyrir mig Skagafjörður- Áskorendapenninn Árni Gísli Brynleifsson brottfluttur Skagfirðingur

Hér kemur nafnið á áskorendapennanum og pistillinn sjálfur, vegna mistaka þá kom nafnið ekki í blaðið. Feykir vill biðjast afsökunnar á þessum mistökum.
Meira

Fólkið á Norðurlandi vestra

Eitt af hlutverkum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er að stuðla að samvinnu og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á starfssvæðinu. Það var þess vegna sem samtökin skipulögðu kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til Bornholm, danskrar eyju í Eystrasalti, síðla síðasta vetrar. Í ferðina fóru hátt í 40 sveitarstjórnarmenn og komu vonandi heim margs vísari. Sú er þetta ritar gerði það svo sannarlega.
Meira