Greinar

Sannleikurinn er sagna bestur

Að gefnu tilefni ætla ég að fjalla lítillega um rekstur Iceproteins ehf. og Protis ehf. síðustu árin, þ.e. frá 2013 til 2017, en ég hef ekki niðurstöðu ársins 2018. Á árinu 2012 eignaðist FISK-Seafood ehf. allt hlutafé í rannsóknar og þróunarfyrirtækinu Iceprotein. Starfsemin það ár var mjög takmörkuð vegna sérstakra aðstæðna. Í mars 2013 er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tók að sér það verkefni að byggja upp fyrirtækið að nýju og veita því forstöðu og hefur gegnt því starfi af miklum myndarskap allt fram að síðustu helgi.
Meira

Að gefnu tilefni

Talsverð umræða hefur skapast um þá ákvörðun Fisk Seafood að leggja niður starf framkvæmdastjóra Iceprotein og Protis. Eðlilega er spurt um ástæður. Af því tilefni vil ég koma eftirgreindu á framfæri: Framkvæmdastjórinn, Hólmfríður Sveinsdóttir, hefur unnið afar gott vísinda- og þróunarstarf fyrir félögin á undanförnum árum. Afurðirnar eru rós í hnappagat Hólmfríðar og fyrir þetta starf eru henni færðar bestu þakkir. Vísindastarf af þessum toga tekur hins vegar til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.
Meira

Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði - Högni Elfar skrifar

Á heimasíðu sveitarfélagsins er frétt um að álagningu fasteignagjalda 2019 sé lokið og að einstaklingar og lögaðilar geti nú nálgast álagningaseðla í íbúagáttinni á heimasíðu sveitarfélagsins. Því má gera ráð fyrir að einhverjir séu búnir að nálgast álagningaseðlana til að gera samanburð á milli ára. Þetta árið er líklegt að íbúar í firðinum séu misglaðir við samanburðinn og líklegt að búseta viðkomandi ráði kætinni.
Meira

Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“? En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa á leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins.
Meira

Landpóstar - Kristinn Hugason skrifar

Hér í upphafi skal lesendum Feykis þökkuð samfylgdin á nýliðnu ári og óskað velfarnaðar á árinu 2019. Í skrifum mínum undanfarið hef ég látið hugann reika og tæpt á ýmsu er varðar samfylgd hests og þjóðar. Ég hef nú afráðið að í þessari grein og þeim næstu einskorði ég umfjöllunina við frásögur og fróðleik um hin fjölþættu hlutverk sem íslenski hesturinn hefur innt af hendi í gegnum aldirnar eða nú í dag. Kennir þar ýmissa grasa og æði margt er þar breytt.
Meira

Hugleiðingar í upphafi árs - Áskorandi Elísabet Kjartansdóttir, brottfluttur Króksari

Ég tek glöð við áskorendapennanum frá Bríet frænku og velti fyrir mér einu og öðru í upphafi árs eins og við gjarnan gerum á slíkum tímamótum. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka…“ segir í ljóðinu góða sem við flest öll þekkjum. Nú höfum við kvatt 2018 og bjóðum nýtt ár hjartanlega velkomið með allar þær vonir og væntingar sem áramótunum fylgja.
Meira

Um hækkun hvatapeninga í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nú á haustmánuðum samþykkti Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillögu meirihlutans um hækkun á hvatapeningum sem ætlaðir eru til að auðvelda börnum að stunda íþróttir og tómstundastarf. Nam hækkunin 17.000 kr. á hvert barn sem verður að teljast rausnarleg hækkun, en styrkurinn fór úr átta þúsund krónum í tuttugu og fimm. Hækkun hvatapeninga höfðu allir flokkar á sinni stefnuskrá í vor, enda löngu orðið tímabært, þó upphæðir og útfærslur væru mismunandi.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Lífið er list - Áskorandapistill Ingibjörg Jónsdóttir Syðsta-Ósi

Sem barn skoðaði ég oft myndaalbúm foreldra mína sem innihéldu m.a. myndir af föður mínum að taka þátt í leiklistarstarfsemi hjá ungmennafélaginu Gretti á Laugarbakka. Sú starfsemi var ekki í gangi á þeim tíma og það var ekki fyrr en áratug seinna sem að hún var endurvakin eftir 22 ára hlé.
Meira

Æfir mikið og keppir flestar helgar - Íþróttagarpurinn Eva Rún Dagsdóttir

Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira