Aðsent efni

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Vindur í eigu þjóðar | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu.
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla | Margrét Gísladóttir skrifar

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær [8. ágúst]. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar.
Meira

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er.
Meira

Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga

Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Meira

Flemming-púttmót á Hvammstanga

Föstudaginn 26. júlí á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi - fór fram í fjórtánda sinn púttmót Flemming Jessen sem hefur staðið að þessu móti með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur alls 36.
Meira

Gefum pólitíkinni frí | Leiðari 29. tölublaðs Feykis

Þá eru Olympíuleikarnir í París komnir í gang og á meðan fellur hanaslagurinn um bandaríska forsetaeimbættið örlítið í skuggann. Sem er alveg ágætt því það getur vart talist mannbætandi að fylgjast með töktum Trumps sem seint getur talist okkur Íslendingum að skapi.
Meira