Greinar

Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara

Á næsta kjörtímabili viljum við í Framsókn ráðast í samstarf við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunar- og dvalarrýma á Sauðárkróki og skoða möguleika á þjónustuíbúðum og stækkun dagdvalar.
Meira

Keðjan jafn sterk og veikustu hlekkirnir

Grunnur er hluti byggingar sem við í mannvirkjagerðinni þekkjum vel. Við lærum strax mikilvægi þess að hann standi réttur og sterkur til að framhaldið verði vandað og endingargott. Með því að tileinka sér þessa hugsjón í öllu sem við gerum búum við til vegferð sem skilar sér margfalt til baka.
Meira

Mikilvægi íþrótta og hreyfingar

Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt.
Meira

Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra? – Leiðari Feykis

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og framboðin öll loksins komin undan feldi til að kynna sín stefnumál. Allir eru með bestu stefnumálin og mörg þeirra sem hníga í sömu átt enda vilja allir sínu samfélagi það besta en íbúar klóra sér í höfðinu og íhuga hverja eigi að velja til forystu.
Meira

Hvað viljum við ? - Ekki gera ekki neitt

Staða raforkumála á Íslandi er í miklu lamasessi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu strax! Miðað við nýútkomna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum þá er fyrirsjáanlegur skortur á raforku á Íslandi. Í Skagafirði er staðan ekki góð hvorki í sambandi við afhendingaröryggi eða varðandi aðgang að orku til atvinnuuppbyggingar og þeirra orkuskipta sem eru fram undan í íslensku samfélagi. Þó hefur náðst að bæta afhendingaröryggi á Sauðárkróki með jarðstreng milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, en það er fjarri því að vera nóg því allur fjörðurinn er undir þegar kemur að raforkuöryggi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu án tafar, við munum öll veturinn 2019-2020.
Meira

Jæja ...

Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega komin um langan veg yfir hafið frá vetrarstöðvunum til að auka kyn sitt.
Meira

Ferðaþjónusta í Skagafirði

Hvað veldur því að við fáum ekki enn fleiri ferðamenn í Skagafjörð þrátt fyrir allar náttúruperlurnar sem við höfum, fjölbreytta útivistarmöguleika og marga áhugaverða staði sem hægt er að heimsækja og skoða?
Meira

Viljinn getur framkvæmt hið ómögulega

Halló, ég heiti Najib, frá borginni Rastan í Homs héraði í Sýrlandi. Ég fæddist inn í fábrotna fjölskyldu sem hafði það í meðallagi gott. Ég stundaði nám á rafmagnsbraut og lauk stúdentsprófi.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Svör til íbúa

VG og óháðum bárust þessar spurningar frá íbúa sveitarfélagsins og erum sannarlega glöð að svara fyrirspurnum frá áhugasömum!
Meira