Greinar

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Ánægjulegt að sá EFTA ríkin funda í Skagafirði

Þegar ég tók við sem utanríkisráðherra árið 2013 lá fyrir að fundur EFTA ríkjanna það ár yrði haldinn í Vestmannaeyjum. Ég tók þá strax ákvörðun um að næsti fundur á Íslandi, árið 2018, yrði haldinn í Skagafirði og fer hann nú fram.
Meira

Hafið eða fjöllin - Áskorandi Sigurjón Guðbjartsson Skagaströnd

Ég er aðfluttur Skagstrendingur, fæddur og uppalinn vestur í Arnarfirði. Átti þó mikla tengingu við Skagaströnd, þar sem móðir mín var þaðan. Fyrir nokkrum dögum söng kirkjukór Hólaneskirkju við útför mikils heiðursmanns, sem fæddist hér, starfaði og lifði í 98 ár. Eitt af lögunum sem kórinn flutti var lagið, „Hafið eða fjöllin“.
Meira

Af Sigurði frá Brún og Hesta-Bjarna - Kristinn Huga skrifar um hesta og menn

Þegar ég vaknaði í morgun mundi ég eftir að ég hefði lofað ritstjóra Feykis að senda honum greinarkorn og fór að velta fyrir mér um hvað það ætti að vera? Mér datt svo sem eitt og annað í hug en ekkert eitt varð ofan á. Fór ég síðan fljótlega upp í hesthús og eftir venjuleg morgunverk tóku útreiðar við. Í einum túrnum mætti ég stórkostlegum reiðmanni. Ég ætla ekkert að verða nákvæmari í frásögninni né persónulegri, hvoru tveggja væri auðvelt en óþarft að sinni. Því þegar ég virti fyrir mér taumtökin svip mannsins og viðbrögð hestsins kom eftirfarandi ljóðahending upp í hugann:
Meira

Ekki reyndist það aprílgabb hjá Hinna - Áskorandinn Árni Gunnarsson Sauðárkróki

Vinur minn Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur, skoraði á mig að taka við áskorandapennanum. Austurdalur í Skagafirði er okkur báðum kær. Dalurinn er fallegur og ósnortinn og á sér langa og merkilega sögu. Frægasti draugur dalsins er Skotta kennd við Ábæ en fjölskyldufyrirtækið okkar Elenóru, Skotta Film heitir einmitt eftir Ábæjar Skottu.
Meira

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“
Meira

Grálúða og baunasúpa

Þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er Feykir tileinkaður sjómönnum að þessu sinni enda sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land um næstu helgi. Undirritaður hefur minna en ekkert að segja af sinni sjómennsku enda landkrabbi langt aftur í ættir. Þó er hann eigandi að smájullu nú og hefur fært fisk að landi í litlu magni þó.
Meira

Er gott að búa á Íslandi? Áskorandi Gunnar Pálmason

Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið.
Meira

Fyrstu göngurnar - Áskorendapenninn Ásmundur Óskar Einarsson Grænuhlíð

Ég fór í mínar fyrstu göngur á Auðkúluheiði árið 1998, seinni göngur, sem farnar eru eftir réttir til að smala því fé sem eftir hefur orðið eftir fyrri göngur. Við fórum saman við pabbi heitinn en hann hafði ekki farið í mörg ár og langaði til að líta á heiðina aftur.
Meira