Greinar

Merkjum X við aukinn slagkraft

Nú þegar styttist í kosningar þann 5. júní, eru nokkur atriði sem koma upp í hugann, þá sérstaklega eftir að hafa setið sem fulltrúi í samstarfsnefndinni og fylgst með íbúafundum sem fram hafa farið í sveitarfélögunum fjórum. Í þessari umræðu kom það sjónarmið fram að sveitarfélögin væru hvert og eitt vel í stakkbúin til þess að takast á við þær áskoranir sem að okkur sækja, þá langar mig að velta því hér upp. Af hverju hefur okkur þá ekki tekist betur upp með að snúa við neikvæðri íbúaþróun? fjölga atvinnutækifærum og bæta hér vegi? (ef vegi mætti sum staðar kalla).
Meira

Húnvetningar. Framtíðin er okkar -Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu-

Á laugardag verður gengið til kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda og byggja á farsælli samvinnu sveitarfélaganna í félagsþjónustu og fræðslumálum, tónlistarskóla, atvinnu- og menningarmálum, skipulagsmálum og brunavörnum. Hagsmunir svæðisins eru að miklu leyti sameiginlegir, menningin svipuð og atvinnulíf byggir á sömu grunnstoðum, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

„Það verður alltaf þörf fyrir prentun,“ segir Guðni prentari sem rifjar upp aðkomu sína sem prentari Feykis í tilefni 40 ára afmæli blaðsins

Guðni Friðriksson hefur séð um að prenta Feyki í 34 ár og stendur enn við prentvélina. Hann segir mestu breytinguna í gegnum tíðina hafa verið í sambandi við uppsetningu, sem nú fer fram í tölvu, og svo þegar fjórlitaprentvélin kom í hús og allt blaðið litprentað. „Það er tvímælalaust mesta breytingin,“ segir hann en Feyki langaði að rifja upp með Guðna þátt prentsins í útgáfusögu blaðsins.
Meira

Það var allt til á háaloftinu hjá mömmu - Áskorendapenni Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi

Foreldrar mínir fluttu á Blönduós, nánar tiltekið á Húnabraut 34, sumarið 1965. Þá var ég níu mánaða gömul. Við áttum engar ættir að rekja til Húnavatnssýslna og enga nákomna ættingja þar en okkur var vel tekið og eignuðumst við fljótt stóra „fjölskyldu“ sem voru nágrannar okkar við Húnabrautina.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira

Sameining styrkir samfélagið

Sameining sveitarfélaga í A Hún er mjög mikilvæg. Fjölmörg sóknarfæri eru fyrir svæðið í heild ef íbúar allra sveitarfélaga samþykkja sameiningu. Þá verðum við í einu sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Tíminn þangað til yrði notaður til að undirbúa þennan merka áfanga mjög vel.
Meira

Sameiningarhugleiðing á sauðburðarvaktinni

Hér sem ég sit með fartölvuna í fjárhúsunum og fylgist með 17-771 bera seinna lambinu langar mig að segja frá því þegar ég fluttist í Húnavatnssýslu. Ég og sambýlismaður minn keyptum jörðina Víkur á Skaga haustið 2016 og tókum við sauðfjárbúskapnum þar. Skömmu áður en ég var kosin í sveitarstjórn vorið 2018 komst ég að því að við byggjum í sveitarfélaginu Skagabyggð.
Meira

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira