Greinar

Vinna og vökustundir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Nú er rispa í kjarasamningsgerð ný yfirstaðin og ýmsar nýjar áherslur bornar á borð s.s. stytting vinnuvikunnar. Út frá umfjöllun um kjaramál vöknuðu hugleiðingar um vinnutíma og vinnuaðstæður fólks á liðnum öldum. Aðskilnaður heimilis og atvinnu hafði ekki enn átt sér stað á seinni hluta 19. aldar og frumvinnsla matvæla og klæða hélt fólki við verkin frá sólarupprás til sólarlags og rúmlega það, ef marka má frásagnir Hrafnagils-Jónasar í bókinni Íslenskir þjóhættir.
Meira

Úr sveitinni á Skaga til miðbæjar Reykjavíkur :: Áskorandapenninn – Kristmundur Elías Baldvinsson, Tjörn á Skaga

Ég tók undir mig nokkuð stórt stökk þann 16. ágúst síðast liðinn þegar ég fluttist frá Tjörn á Skaga, þar sem ég hafði alist upp og búið allt mitt líf, og flutti suður í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég átti eftir hefja mína framhaldsskólagöngu í Borgarholtsskóla. Það var gríðar mikið menningarsjokk að fara á milli þessa ólíku heima.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Elvogar í Sæmundarhlíð

Nú er ávalt nefnt og ritað Elvogar, en vafalaust hefir bærinn heitið að fornu Élivogar. Í landamerkjaskrá fyrir Sólheima frá 1378 er nafnið ritað Elevágar (Dipl. fsl. VIII. b., bls. 15), og í Jarðaskrá Teits lögmanns Þorleifssonar 1522 er Jelivogar Dipl. lX. b., bls. 93). Samkvæmt þessu má því fullyrða, að Élivága nafnið sje upprunalegt, og jafnframt bendir nafnið á það, að goðfræðilega sögnin um Élivága hefir vakað fyrir þeim, er nafnfesti bæinn (Snorra-Edda, bls. 10 og víðar).
Meira

1238 – baráttan um Ísland - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Opnun sýningarinnar 1238 – baráttan um Ísland heppnaðist vel sl. föstudag. Ástandið á þinginu kom í veg fyrir að ég gæti mætt eins og ég hafði ætlað mér að gera. Ég óska aðstandendum sýningarinnar og okkur öllum innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót í flóru menningartengdrar afþreyingar á Norðvesturlandi.
Meira

Lífið er golf - Áskorandinn Sigurður Jóhann Hallbjörnsson (Siggi Jói), brottfluttur Króksari

Þar sem ég er fæddur á því herrans ári 1969 mun ég fagna 50 ára afmæli seinna á árinu. Á þessum tímamótum telst ég víst vera miðaldra af jafnöldrum, gamalmenni í augum barnanna og fjörgamall í augum barnabarns.
Meira

Minningarmót um Friðrik lækni

Árlegt minningarmót til heiðurs Friðriki J. Friðrikssyni lækni fer fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn 16. júní. Friðrik læknir var fyrsti heiðurfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks, GSS. Hann var formaður klúbbsins árin 1977-83 en á þeim árum var völlurinn fluttur að Hlíðarenda að tilstuðlan nokkurra eldhuga úr Rótarý og golfklúbbnum. Friðriki hafði brennandi áhuga á golfi og byrjaði að spila snemma á vorin niður á Borgarsandi þegar ekki var fært uppi á velli. Hann æfði sig óspart heima, svo mikið að stofuloftið varð fyrir barðinu á golfkylfunum svo gera þurfti við það. Þeir sem spiluðu golf með Friðriki lýsa honum sem liprum félaga sem gott var að spila með.
Meira

Læknisaðgerð í Stapa 1891 - Byggðasögumoli

Jón Þorvaldsson var bóndasonur frá Stapa, fæddur 1857, tók þar við búi 1883 eftir Kristján bróður sinn látinn og bjó þar með hléum til ársins 1900. Hann giftist í annað sinn 1890 og var þá þegar farinn að kenna meinsemda í fæti sem snemmsumars 1891 hafði grafið svo um sig að honum var vart hugað líf, vinstri fóturinn allur orðinn holgrafinn upp á mitt læri, taldir vera berklar sem herjað höfðu miskunnarlaust í Héraðsdal og e.t.v. einnig lagt fyrri konu Jóns í gröfina.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Gottorp í Vesturhópi

Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: „Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.)
Meira

Átak til eflingar lýðheilsu

Atvinnuveganefnd afgreiddi á þriðjudag í síðustu viku aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast.
Meira

Fersk og örugg matvæli

Við erum það sem við borðum. Fyrir tíu árum gerðumst við aðilar að matvælalöggjöf EES. Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.
Meira