Greinar

Ég lofa :: Leiðari Feykis

Loforð er eitthvað sem við gefum þegar við viljum að eitthvað gangi eftir sem við getum haft áhrif á og fylgjum eftir. Loforð er skuldbinding sem hver og einn verður að standa við og efna. Annað eru svik. Öðru máli gegnir um vilja sem er eiginleikinn til að framkvæma, ef maður nennir því eða kemur því í verk þó einhver ljón séu í veginum. Ég hef t.d. margoft sýnt vilja minn til ýmissa verkefna en aldrei framkvæmt án þess að hafa lofað því sérstaklega.
Meira

Öll erum við menn

Þeir eru skrítnir tímarnir sem við lifum á núna og fjölbreytilegar baráttur háðar á samfélagsmiðlum sem ýmist miða að feðraveldi, kynþáttafordómum eða kvenfyrirlitningu. Á dögunum mátti fylgjast með umræðu um það hvort orðið fiskari gæti komið í stað sjómanns en því orði var skotið inn í greinargerð með lagafrumvarpi um sjávarútveg á Alþingi. Hefur fólk lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og einhver ratað í fréttatíma fjölmiðla.
Meira

Galopið bréf til yfirstjórnar Samkaupa

Kæru yfirmenn Samkaupa! Þannig er að þið rekið búð á Blönduósi en í Húnabyggð búa um 1200-1500 manns auk fjölda ferðafólks sem kemur hér við. Ástandið á búðinni sem þið rekið hér hefur verið til mikillar skammar fyrir ykkur. Við höfum lent í vandræðum við að fá nauðsynjavörur eins og t.d. mjólk, brauð, kartöflur, grænmeti, ávexti o.fl.
Meira

Eilífð í sjónmáli :: Ævintýraferð Sölva Sveins um Nepal

Nú fyrir jólin kom út smákver Sölva Sveinssonar þar sem hann segir frá ævintýraferð til Nepals fyrir tíu árum síðan. Bókin er 146 bls., glæsilega hönnuð og prýdd fjölda litmynda. Feykir fékk góðfúslegt leyfi til að birta einn kafla úr bókinni þar sem hægt er að finna alldjúpa tengingu við Skagafjörð því fararstjóri ferðafélaganna hélt búddíska minningarathöfn um Sigríði frá Djúpadal, mömmu Eiríks, Nönnu, Siggu og Guðrúnar Rögnvalds, en Guðrún var einmitt með í ferðinni.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira

Jólin geta verið allskonar :: Áskorandapenninn Ingimar Sigurðsson

Það eru margar hliðar á jólahátíðinni og snúa þær mismunandi að fólki eftir aðstæðum hvers og eins. Ég tel mig vera í þeim hópi sem er svo heppinn að hafa getað notið þeirra í faðmi fjölskyldu og vina. Ekki yfirdrifið jólastress en samt ákveðinn fiðringur sem fylgir undirbúningi þeirra. Hafandi tekið þátt í jólahátíðinni í rúmlega hálfa öld ætti ég að vera kominn með einhverja reynslu.
Meira

Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.
Meira

Heimþrá :: Áskorandapenni Aron Stefán Ólafsson frá Reykjum í Hrútafirði

Í Borgarnesi, á heimleið barst mér símskeyti frá Ingu á Kollsá. „Má ég senda á þig áskorendapennann í Feyki?“ Leyfðu mér að hugsa… maðurinn sem kann ekki að segja nei, segir að sjálfsögðu já. Hvað getur brottfluttur Húnvetningur, sem lifir í grámyglulegum hversdagsleika Reykjavíkur svo sem skrifað um, jú, auðvitað sveitina sína.
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira