Greinar

Máttur þjóðsagna - Áskorandinn Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir Brandsstöðum

Hvað hugsar þú fyrst þegar þú heyrir orðið „þjóðsögur“? Álfar og huldufólk? Óvættir? Góður boðskapur? Það sem ég hugsa þegar ég heyri orðið er: „Þjóðarstolt“. Við Íslendingar erum snillingar í því að segja og semja þjóðsögur og við eigum risastórt safn af alls konar frásögnum og skáldskap, hvort sem það eru ljóðrænar frásagnir, draumkenndar eða göldrum glæddar - og svo lengi mætti telja.
Meira

Gott að búa í Húnaþingi vestra - Áskorandi Magnús Eðvaldsson Hvammstanga

Unnur fráfarandi oddviti Húnaþings skoraði á mig að skrifa eitthvað í Feyki og ég skorast ekki undan því frekar en öðru sem ég er beðinn um að gera. Ég er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og flutti aftur heim fyrir 14 árum eftir námsdvöl á Suðurlandinu.
Meira

Staldrað við í núinu – Áskorandinn Inga María Baldursdóttir

Eftir að hafa lesið pistil síðustu viku þar sem Eyrún Sævarsdóttir fjallar um listina að lifa fannst mér tilvalið að halda örlítið áfram á þeirri braut. Það er nefnilega þetta með að lifa og njóta, hægja ögn á sér og staldra við í núinu.
Meira

Magnificat í Miðgarði – Gunnar Rögnvaldsson skrifar

Það var sannarlega kraftur og metnaður í tónleikum Skagfirska Kammerkórsins á sunnudaginn var sem haldnir voru undir yfirskriftinni „Í takt við tímann“. Kórinn hafði fengið til liðs við sig Kammerkór Norðurlands og Sinfóníettu Vesturlands til flutnings á verkinu Magnificat eftir John Rutter.
Meira

Allir út – Áskorandinn Heiðrún Ósk Jakobínudóttir

Ég er mikið fyrir útiveru. Ég elska náttúruna. Sennilega er það eitthvað uppeldistengt þar sem ég var mikið úti og í kringum skepnur sem krakki. Ég er alin upp í sveit með hross og sauðfé. Einn köttur var á bænum til að halda músum í skefjum. Skuggi gamli labradorinn átti líka heima hjá okkur. Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar hann kom til okkar sem hvolpur. Ég var skíthrædd við lætin í honum en seinna urðum við góðir vinir. Hann lá alltaf undir barnavagninum þegar systkini mín sváfu í honum og passaði þau. Þá var hann alveg steinhættur að vera hvolpur eða með læti. Reyndar var hann þá frekar latur.
Meira

Nú er lag - Áskorendapenninn Elín Aradóttir, Hólabaki

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Norðurlandi vestra, líkt og í öðrum landshlutum. Mikilvægi uppbyggingar þessarar atvinnugreinar er óumdeilt, ekki síst í dreifbýlinu, en þar á atvinnulíf í dag undir högg að sækja vegna erfiðar stöðu í lykilatvinnugrein, þ.e. sauðfjárræktinni. Sveitir Norðurlands vestra hafa upp á ótal margt að bjóða. Ótal náttúruvætti er þar að finna og sögustaðir liggja við hvert fótmál. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir frekari uppbyggingu þjónustu. Eitt þessara tækifæra er undirritaðri sérstaklega hugleikið, en það er uppbygging þjónustu við áhugafólk um sögu Agnesar Magnúsdóttur.
Meira

Það sem JFK kenndi mér – Áskorendapenni Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Fræg eru orð Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta við embættistöku hans í janúar 1961: „Þess vegna, landar mínir, spyrjið ekki, hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landið ykkar." Þessi orð JFK koma oft upp í huga minn við hin ýmsu tækifæri. Þau má nefnilega heimfæra upp á svo margt. Hvað get ég gefið í samskiptum við fjölskyldu og vini, vinnufélaga, sveitunga? Hvað get ég gefið í félagsskap hverskonar? Hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt? Og áfram mætti halda. Það er jú sælla að gefa en þiggja segir einhversstaðar í frægri bók.
Meira

Stóðréttir - Kristinn Hugason skrifar

Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur.
Meira

Sjónarhorn - Áskorendapenninn Laufey Leifsdóttir, Stóru – Gröf syðri, Skagafirði

Hún kom mér svo á óvart öflug gleðitilfinningin sem hríslaðist um mig augnablikið þegar Skagafjörðurinn birtist mér er ég ók niður af Vatnsskarðinu. Það var daginn sem ég flutti aftur norður. Ég gat nánast ekki hreyft mig í bílnum því agnarsmá Nissan Micra-bifreiðin sem ég ók var úttroðin af hreytunum úr íbúðinni sem við bjuggum í fyrir sunnan, svo troðin að börnin fóru í hinum bílnum og ég fékk að keyra ein með Rás eitt á fullu gasi.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ábær í Austurdal

Ábær í Austurdal. Elzta heimild um þetta bæjarnafn er Landnáma. Hún segir þannig frá: „Önundr víss, hét maðr, er land nam frá Merkigili, enn eystra dal alt fyrir austan; enn þá er Eiríkur vildi til fara at nema dalinn allan alt fyrir vestan, þá feldi Önundr blótspán til, at hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til fara at nema dalinn, ok varð þá Önundr skjótari ok skaut yfir ána með tundröru ok helgaði sér svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á“. (Land- náma, bls. 142).
Meira