Aðsent efni

Nauðsynlegar leiðréttingar | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

Síst af öllu vill FISK Seafood troða illsakir við eigendur smábáta í Skagafirði enda er fjölbreytileikinn í sjósókn okkar, eins og raunar allra landsmanna, afar mikilvægur. Þess vegna olli grein Magnúsar Jónssonar, formanns Drangeyjar, í Feyki í gær vonbrigðum. Bæði hallaði hann þar réttu máli og skautaði framhjá augljósum aðalatriðum. Til viðbótar hengir hann bakara fyrir smið þegar hann gerir FISK Seafood ábyrgt fyrir því að tillögur sveitarfélagsins um dreifingu byggðakvótans fáist ekki samþykktar af stjórnvöldum.
Meira

Aðför að smábátaútgerð á Sauðárkróki | Magnús Jónsson skrifar

„Það veldur undrun félagsmanna Drangeyjar að eitt stærsta útgerðarfélag landsins með um 21.000 þorskígildistonna aflaheimildir skuli ásælast 140 tonna byggðakvóta sem á liðnum árum hefur að mestu leyti farið til útgerða smábáta á Sauðárkróki,” segir m.a. í pistli sem Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar skrifar.
Meira

Nýtt og betra fyrirkomulag grásleppuveiða | Teitur Björn Einarsson skrifar

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um breytt fyrirkomulag veiðistjórnunar á grásleppu. Það er fagnaðarefni að þingheimur skuli loksins hafa afgreitt og leitt í lög þetta framfaraskref við veiðar á grásleppu en frumvörp sama efnis höfðu áður verið lögð fram á síðustu þingum en ekki náðst samstaða um að klára málið fyrr en nú.
Meira

Nýir tímar, ferskir vindar og nóg af sól að sjálfsögðu! | Pétur Arason skrifar

Þá er sveitarfélagið Húnabyggð orðið stærra og öflugara eftir að íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu þann 22. júní í íbúakosningu að sameina sveitarfélögin. Eins og nefnt hefur verið þá býr þetta til ýmiss konar samlegðaráhrif sem koma öllum á svæðinu til góða. Það mun að sjálfsögðu taka tíma að keyra þetta saman og eins og allir vita stendur Húnabyggð út í miðri á með þá sameiningu sem tók gildi við stofnun Húnabyggðar. Það verður því í aðeins fleiri horn að líta á meðan þessi formlega sameining gengur yfir og ekki ólíklegt að það taki allt kjörtímabilið að slípa hlutina saman í stjórnsýslunni og rekstrinum hvað þessar tvær sameiningar varðar.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira

Sumarvæll í g-moll | Leiðari 23. tölublaðs Feykis

Í tvígang hefur Feykir birt sama textann ofan á forsíðumynd blaðsins síðustu vikurnar. Fyrst Sumarið er tíminn og stuttu síðar, örlítið kaldhæðnislegra, Sumarið er tíminn... yfir mynd af sumarhretinu mikla í byrjun júní.
Meira

Réttindabarátta strandveiðimanna og sjávarbyggða – rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.
Meira

Sameinuð erum við sterkari heild.

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa ákveðið að boða til íbúakosninga núna í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að baki þeirri ákvörðun liggur niðurstaða samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Sú niðurstaða er að það sé framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag og með því verði það öflugt, með sterkari rekstrargrundvöll til að bæta þjónustu við íbúa og hafi aukinn slagkraft. Ég get tekið heilshugar undir þá niðurstöðu. En hvers vegna?
Meira

Umhverfisdagar í Skagafirði | Sigurjón Þórðarson skrifar

Heilbrigðiseftirlitið fagnar komandi umhverfisdögum Skagafjarðar 7. – 14. júní nk. og vill um leið þakka vel fyrir umhverfisdag FISK sem haldinn var í maí. Hvatt er til þátttöku í dögunum með því að fara nú um umhverfi og hreinsa það sem ekki verður nýtt og verður aldrei til gagns. Það sem á að geyma er rétt að koma í hvarf og raða upp með skipulegum hætti, til þess að koma í veg fyrir sjónmengun.
Meira

Að lokinni leikskólagöngu: Takk! | Lára Halla Sigurðardóttir skrifar

Í mínum huga er það afrek að ljúka leikskóla. Það er meira en að segja það að mæta á hverjum degi og dvelja í rými með hópi annarra barna á þínum aldri og sýna þeim vinsemd og virðingu þó að sumir séu alltaf með leiðindi og hávaða.
Meira