Aðsent efni

Heilbrigðisþjónusta utan lögheimilis – Mismunun og kostnaður foreldra

Nú er verið að ganga til kosninga og því vill ég nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðisþjónustu utan lögheimilis, sérstaklega þegar kemur að þjónustu fyrir börn, kostnaður og álag á fjölskyldur sem þurfa að ferðast langar leiðir til að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Kerfið þarf að bæta og tryggja að allar fjölskyldur, óháð búsetu, fái sanngjarna meðferð þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Meira

Vertu sól | Leiðari 44. tbl. Feykis

Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Meira

Eflum ferðaþjónustu í Norðvesturkjördæmi | Heiða Rós Eyjólfsdóttir skrifar

Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Meira

Þeir sem að minna mega sín | Jónína Björg Magnúsdóttir skrifar

Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Meira

Samfylkingin og ég ... | Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir skrifar

Ég trúi því að Samfylkingin sé með gott plan og ætli að fylgja því eftir komist hún í ríkisstjórn. Samfylkingin sem slík gerir þó ekki marga hluti, heldur fólkið sem hefur ákveðið að starfa undir hennar hatti. Þessi hópur, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hefur sett sér markmið um ýmsa málaflokka sem sjá má á heimasíðu flokksins. Skoðum örfá alvöru dæmi.
Meira

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar | Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar, ásamt sjávarútvegi. Landbúnaður er í senn undirstaða byggðar í landinu, gríðarlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar og lífstíll þeirra sem hann stunda. Þess vegna er mikilvægt að um landbúnað og matvælaframleiðslu ríki þjóðarsátt.
Meira

Engin eftirspurn eftir vindorkuverum | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.
Meira

Kosningar til Alþingis | Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Meira

Börn á Íslandi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Meira

Heilbrigðisþjónusta – þéttum raðirnar og þjónustuna | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins

Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Meira