Greinar

Ertu sjóðfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum?

Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Meira

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira

Einkavæðing Hrognkelsa/Grásleppu - Lilja Rafney skrifar

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal.
Meira

Seyðisfjörður – Hvað er til ráða? -14 km jarðgöng eða láglendisvegur

Hver er staða Seyðisfjarðar sem samfélags eftir mikil aurflóð úr Strandartindi og velþekkt snjóflóðasvæði úr Bjólfinum, allt frá því í janúar 1882 og snjóflóðið 1885 sem var eitt það mannskæðasta á Íslandi? Hversu mikið landrými er fyrir byggð einstaklinga og þá fyrirtækja aðallega í sjávarútvegi? Smyril-Line hefur boðað að farþegaflutningar i 3-4 mánuði að vetri verði lagðir af. Það er augljóslega ekki arðbært að flytja farþega sjóleiðina milli Evrópu og Íslands yfir háveturinn.
Meira

Til höfuðs íbúum í dreifbýli Skagafjarðar - Högni Elfar Gylfason skrifar

Fyrir skemmstu tók sveitarstjórn Skagafjarðar þá ákvörðun að fækka kjördeildum í Skagafirði úr átta í þrjár. Þannig munu hér eftir allir íbúar í firðinum sem kjósa til sveitarstjórnar, alþingis, í forsetakosningum eða öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum þurfa að skunda á þessa þrjá staði sem upp á verður boðið.
Meira

Af hverju er þrúgandi þögn? - Kári Gunnarsson skrifar

Í ágætri grein í Feyki setur Jón Eðvald Friðriksson fram þá kenningu að þögn ríki í Skagafriði um ástæður þess að þeim fari fækkandi sem vilja hér búa, það gengur ekki, og set ég hér fram nokkrar hugdettur varðandi landbúnaðarþáttinn. Má vera að ástæðan sé að einhverju leyti drottnandi staða KS í héraði, að viðbættri óskilvirkni pólitíkur síðustu áratuga?
Meira

Hvað er til ráða? - Jón Eðvald Friðriksson

Ef gluggað er í upplýsingar á mælaborði, sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar um breytingar á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2022, kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Á þessum 24 árum hefur íbúum í Skagafirði fækkað úr 4.536 í 4.294 eða um 242. Á sama tíma fjölgar íbúum á Akureyri úr15.428 í 19.642 eða um 4.219. Íbúum í sveitarfélögum næst Akureyri þ.e. Eyjafjarðarsveit, Hörársveit og Svalbarðsstrandarhreppi fjölgar einnig á þessum tíma eða úr 1.891 í 2.272 eða um 381.
Meira

Hafnir á Skaga – verbúðarminjar og landbrot af völdum sjávar

Sumarið 2008 skráðu starfsmenn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga minjar á Höfnum og Kaldrana á Skaga. Skráningin var hluti af heildarskráningu fornleifa í Skagabyggð, sem sveitarfélagið Skagabyggð stóð svo myndarlega að, á árunum 2008-2012. Fjölmargar minjar liggja meðfram strandlínu Hafna en þar var umfangsmikil útgerð um aldir og voru um 100 minjar skráðar meðfram strandlengjunni 2008. Við skráninguna var ljóst að þarna er víða mikið landbrot af völdum sjávar og það hafði bersýnilega sett mark sitt á minjar við sjávarbakkann og var því stór hluti minjanna metinn í hættu af þeim sökum.
Meira

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira