Greinar

Borðspil - King of Tokyo

King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli. Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Marbæli á Langholti

Samnefni við þetta nafn munu aðeins vera tvö á landinu: Marbæli í Óslandshlíð og Marbæli í Eyjafjarðarsýslu. Þar hjet í öndverðu Hanatún, eftir Eyvindi túnhana, sem bygði þar fyrstur (Landnámabók, bls. 155). (Í nýju jarðabókinni 1861 finst þó hvorugt nafnið). Marbæli í Óslandshlíð er meðal annars nefnt í Kúgildaskrá Hólastaðar frá 1449, og í Sturlungu (I., bls. 193).
Meira

Vinsælir fuglar óska eftir kosningastjórum

Að afstöðnu forvali fyrir Fugla ársins 2022 komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni
Meira

Linnulausar árásir á strandveiðar

Strandveiðar voru stöðvaðar 21. júlí sl. þrátt fyrir ítrekuð tækifæri stjórnvalda til að tryggja 48 veiðidaga á ári og óskir um það þá hafa stjórnvöld ekki gert það. Stjórnvöld ákváðu að aflaverðmæti 35.089 tonna af loðnu færu til strandveiða til að reyna að tryggja 48 veiðidaga. Um 700 strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra höfðu því lögmætar væntingar um að staðið yrði við 48 veiðidaga. Miðað við þorskígildisstuðul loðnu 0,36 gefur það ígildi 12.632 tonna af þorski. Einokun og vilji kvótahafa kom skýrt fram á skiptimarkaði en þar fengust 1.079 þorsktonn, einn tólfti af þorskígildisstuðli. Fráleitt er að stjórnvöld beygi sig undir slíkan einokunarmarkað við ákvörðun á aflaheimildum til strandveiða. Það sýnir hve gallað fiskveiðistjórnunarkerfið er og augljóst hverjum er verið að þjóna.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - fjórði hluti :: Við ramman reip að draga

Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Þriðji hluti :: Móttökur líkt og þjóðhöfðingjar væru á ferð

Fimmtudaginn 19. maí voru Molduxarnir komnir á fætur kl. 7 eins og aðra morgna í ferðinni. Að loknum morgunverði ókum við af stað til Zagreb í níu manna bifreið er við höfðum tekið á leigu. Um morguninn hafði mágur Petars, Ivo bóndi, komið með bílinn frá Króatíu. Leiðin lá um fallegar sveitir Slóveníu að landamærum Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsáritun og gekk það nokkurn veginn þrautalaust fyrir sig. Ekki fór þó á milli mála við umsókn um dvalarleyfi að við vorum komnir að járntjaldinu sem var nýlega fallið.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Annar hluti :: The Icelandic Old Star National team

Íþróttafélagið Molduxar var stofnað í nóvember 1981 með það að markmiði að iðka körfuknattleik af meiri kappi en forsjá, en það var ekki síðri tilgangur félagsmanna að hafa gaman af lífinu í góðum félagsskap. Síðan þá eða í tæp 41 ár hafa félagsmenn æft körfuknattleik allan ársins hring og sótt mót bæði hérlendis og til útlanda og skemmt sér og öðrum með alls kyns uppákomum með anda ungmennafélaganna að leiðarljósi.
Meira

Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir Í Frímúrarasalnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu.
Meira

Við bjóðum þér til Sturluhátíðar 13. ágúst

„Hugmyndin er að þessi hátíð verði upphafið að þróunarverkefni sem beinist að því að sett verði upp Sturlusetur sem dragi að sér fólk í framtíðinni”. Þannig komst Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra að orði þegar hann lýsti hugmyndum um Sturluhátíð í Dalabyggð til að minnast þess að 800 ár voru þá liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar, skálds og sagnaritara á Staðarhóli í Dölum.
Meira