Aðsendar geinar

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Meira

Meðganga brúar á Laxá í Refasveit - Myndasyrpa

20. apríl 2022 til 20. apríl 2023 Brúin varð 106 metra löng, 14 metra há frá yfirborði árinnar, um átta mannhæðir og u.þ.b. tíu metra breið.
Meira

Það er aðeins innanbúðar titringur hjá einu merkasta stórveldi knattspyrnunnar, en ekkert til að hafa áhyggjur af :: Liðið mitt – Jón Örn Stefánsson

Hilmar Þór Ívarsson, framleiðslustjóri Dögunar rækjuvinnslu skoraði á samstarfsfélaga sinn, gæða og öryggisstjórann Jón Örn Stefánsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki. Jón Örn býr á Blönduósi ásamt eiginkonu sinni Þórdísi Erlu Björnsdóttir, hársnyrtimeistara og þremur drengjum, þeim Birni Ívari, Stefáni Frey og Guðjóni Óla.
Meira

Fegurðin í körfuboltanum :: Leiðari Feykis

Það hafa verið sannkallaðir sæludagar í Skagafirði undanfarið eins og glöggt má sjá í Feyki vikunnar. Eftir langan og erfiðan vetur voraði vel hjá körfuboltaunnendum og uppskeran, eftirsóttasti bikar Körfuknattleikssambands Íslands, komin í hús.
Meira

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel.
Meira

Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum

Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira

Við upphaf skal endinn skoða

Á 46. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar var lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Samkomulag þetta byggði á viljayfirlýsingu sem var undirrituð 5. maí 2018. Samkomulagið felur í sér að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Þá sjaldan maður bregður sér í leikhús á Blönduósi :: Björk Bjarnadóttir skrifar

Við mæðginin, Björk og Egill Mikael, næstum fjögurra ára, kíkjum oft norður á Blönduós til að heimsækja ömmu og afa. Alltaf er kátt í koti en nú var einstaklega mikil spenna fyrir því að fara norður því við vorum einnig að fara að sjá leikritið Blíðu og dýrið, eftir Nicholas Stuart Gray, hjá Leikfélagi Blönduóss. Lítil frænka kom líka með okkur til ömmu og afa, hún Indiana Hulda, sem er fimm ára. Hún var svo spennt að fara á leikritið að spurt var hvern dag, hvort leikritið yrði í dag, en við mættum á Blönduós þrem dögum fyrir sýninguna sem var sýnd þann 30. apríl.
Meira