Greinar

Fleiri gæðastundir – Áskorendapenninn Halldór Ólafsson, Skagaströnd

Árin færast yfir. Komin 46 ár í safnið en samt er bara einn afmælisdagur á ári. Það er bara eins og það sé alltaf að styttast á milli þessara daga. Margt gefur til kynna að ég verði að sætta mig við að vera orðinn miðaldra karlmaður. Aukinn hárvöxtur á hinum ýmsu líkamshlutum. Börnin allt í einu öll farin að stunda skólagöngu fjarri heimahögum. Tuttugu ár frá útskrift í Háskólanum á Akureyri aðra helgina í júní og beint í kjölfarið mjög svo ánægjulegir dagar á Akureyri þar sem að fagnað er tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli frá M.A. Merkilegt hvernig tíminn getur læðst svona aftan að manni án þess að maður veiti því athygli. Ég er að sjálfsögðu bara tuttugu og fimm ára í huganum og ætla að vera það áfram þrátt fyrir öll áþreifanleg merki um annað.
Meira

STÍFLUEYÐIR - Veistu hvað innihaldið er eitrað?

Með þessum skrifum langar mig að minna fólk á þá slysahættu sem fylgir oft notkun hreinsiefna. Við notum þau oft daglega án þess að spá mikið í hvernig réttast sé að meðhöndla efnin. Ég vona að með þessum pistli geti ég komið í veg fyrir slys, því það var einmitt það sem henti mig þegar ég var að nota One Shot stíflueyðir, tegundin skiptir svo sem ekki miklu máli, þar sem stíflueyðir inniheldur alltaf hættuleg efni.
Meira

Tóm stund? - Áskorandapenninn, Hrefna Jóhannesdóttir Silfrastöððum

Ég er fædd og uppalin á Silfrastöðum til fimm ára aldurs en hafði svo ekki fasta búsetu aftur þar fyrr en haustið 2015. Í millitíðinni hef ég búið víða og kynnst mörgum. Þá hefur oft komið til tals hvað maður sé nú óskaplega upptekinn. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að það væri óviðeigandi að kvarta yfir því við sveitunga mína. Þeir eru nefnilega upp til hópa afskaplega duglegir og bóngóðir og langt frá því að vera kvartsárir. Og það sem betra er, þeir eru alltaf til í að lyfta sér aðeins upp í góðra vina hópi.
Meira

Þarf heilt þorp til að ala upp barn

Kæru foreldrar barna í yngri flokkum Tindastóls. Að eiga barn í yngri flokkum er ábyrgðarhlutverk. Með því að skrá barn í yngri flokka skuldbindur maður sig til þess að taka þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Flestir líta á þá skuldbindingu sem gleðiefni enda fátt meira gefandi en að eyða tíma í börnin sín. Um leið vil ég auðvitað taka fram að ég geri mér grein fyrir að við höfum misjafnlega mikinn tíma og tækifæri til þess að eyða með börnum okkar.
Meira

Það sem ömmur gera…… - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir Syðri – Löngumýri

Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni.
Meira

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

Pælingin - Áskorendapenninn Magnús Magnússon Húnaþingi vestra

Birta: Afi! Ég var pæla – er í lagi að pæla? Afi: Pæling er aldrei einskisnýt! Pæling heldur heilanum virkilega í gangi. Það hollt og gott að pæla um hið jarðbundna og vanafasta. En það er líka gott hugsa út fyrir það. Hugsa um endanleikann og óendanleikann. Ekki hugsa aðeins um vanaganginn. Hugsun og heili í vanagangi gengur aðeins í hægagangi.
Meira

Að meta árangur - Áskorandinn Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki

Einu sinni fyrir nokkuð löngu hitti ég Jón Hjörleifsson, vin minn út í búð. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Hann spurði mig alvarlegur í bragði: „Hefur þér tekist að kristna einhverja í dag?“ Eftir stutta umhugsun varð ég að viðurkenna að líklega hefði ég engan kristnað þann daginn. Þetta fannst okkur báðum fyndið, hlógum að slælegri frammistöðu og kvöddumst svo.
Meira

Tíminn breytir draumum og ævintýrum í veruleika - Áskorandapenni Jón Gíslason Stóra-Búrfelli

Ásmundur frændi minn í Grænuhlíð henti á mig áskorandapennanum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sumt sé ákveðið fyrir fram í lífi manns. Mig langar til að segja frá tveimur atriðum sem tengjast mínu lifi sem benda í þá átt.
Meira

Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar

Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur. Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir. Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst. Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði.
Meira