Greinar

Þessa dagana hugsa ég bara um tvennt. Körfubolta og riðu :: Áskorandinn Þórður Pálsson frá Sauðanesi

Hugur minn er hjá bændum í Miðfirði sem hafa fengið hinn skelfilega sjúkdóm riðu í sínar fjárhjarðir. Starfs míns vegna kem ég að þessum málum með beinum hætti og síðan ég byrjaði sem búfjáreftirlitsmaður hjá Matvælastofnun árið 2016 hef ég komið að 13 niðurskurðum.
Meira

Dýrið og Blíða :: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir skrifar

„Eftir níu ára hlé setti Leikfélag Blönduóss upp leikritið Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Sigurður Líndal leikstýrði verkinu. Að þessu sinni var leikhópurinn bæði ungur og óreyndur. En það var hvorki að sjá né heyra. En byrjum á byrjuninni. – Skrifar Þorgerður Þóra Hlynsdóttir.
Meira

Kaflaskil hjá Helgu Bjarnadóttur

Það voru sannarlega kaflaskil á dögunum þegar Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð kvaddi sér hljóðs á síðustu samkomu félagsstarfs aldraðra á Löngumýri í vetur og tilkynnti þátttakendum að nú léti hún staðar numið eftir 25 ár sem forstöðukona þessa fjölbreytta og vinsæla félagsstarfs.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Hvet alla til að gera sér glaðan dag og eiga stund í Bifröst :: Jóhanna S. Ingólfsdóttir skrifar

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi verkið Á svið eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur þann 30. apríl og fékk ég þann heiður að sitja frumsýningu.
Meira

Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð :: Einar E. Einarsson skrifar

Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli.
Meira

Allt upp á tíu og rúmlega það :: Upplifun í leikhúsi – Á svið

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum í gær, renndu í næstu sýslu á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks Á svið og urðu ekki fyrir vonbrigðum, allt upp á tíu og rúmlega það.
Meira

Úrslit Vísnasamkeppni Safnahússins á Sæluviku 2023

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 30. apríl voru úrslit í vísnasamkeppni Sæluvikunnar gerð heyrinkunnug en höfundar glímdu við að botna nokkra fyrriparta og einnig yrkja um tíðar sólalandaferðir íslendinga, skoðun Seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati. Þátttaka var mikil og góð en alls sendu 16 höfundar inn vísur, sumir botnuðu allt, aðrir sumt, og einhverjir sendu inn marga botna við sama fyrripartinn.
Meira

Kápa Íslands :: Áskorandapenninn Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir Hvammstanga

Það er fallegt að horfa út á Miðfjörðinn á svona degi, sólin að kíkja fyrir hornið og loforð um fallegt gluggaveður í dag. Maður drekkur í sig orkuna, sest svo niður til að rita smá pistil í Feyki.
Meira