Greinar

Það er allt svo gott fyrir norðan:: Áskorandapenninn Guðrún Hulda Pálmadóttir, brottfluttur Hofsósingur

„Það er allt svo gott fyrir norðan,“ þetta er það sem ég hef sagt börnunum mínum á hverjum degi, oft á dag alveg frá því þau fæddust. Þessu hef ég líka tönglast á við vini mína og vinnufélaga í hvert sinn sem eitthvað norðlenskt ber á góma, miklu oftar en þeir kæra sig um. Auðvitað á ekki að þurfa að taka það fram að allt sé gott fyrir norðan, en því miður þá eru ekki allir búnir að átta sig á því enn.
Meira

Rugludalur í Blöndudal - Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er víst afargamalt. Finst fyrst í jarðaskiftabrjefi frá 1390 (DI. III. 452-3) ritað Rýglu- tvívegis, en í athugagr. neðanmáls er þess getið að lesa megi ruglu- í brjefinu, og auk þess er brjefið afrit „með norsku handarlagi“. Í reikningi Reynistaðarklausturs 1446 stendur: Rögla- og það á bersýnilega að vera Ruglu- því skráin er víða norsku-skotin (DL IV. 701).
Meira

Er ég leiðindaskjóða að vilja viðhalda 2ja metra reglunni ?

Ekki ætla ég að leggja mat á hvort ég sé almennt leiðinleg manneskja, en að undanförnu hef ég upplifað mig sem ferlega leiðindaskjóðu.
Meira

Afurðaverð 2020 - Sauðfjárbændur krefjast leiðréttinga á afurðaverði

Árin 2016 og 2017 varð algjört hrun á afurðaverði sauðfjárbænda. Ástæðurnar voru af ýmsum toga. Einkum verðfall á erlendum mörkuðum og óhagstæð gengisþróun. Afleiðingin kom m.a. fram í óhóflegri birgðasöfnun hjá sláturleyfishöfum og hruni í afurðaverði til bænda.
Meira

Boðflennur

Athugasemd mín er ekki við einstakar greinar sem Alþingi er að föndra með, ekki bætur sem ríkisstjórnin, í samráði við formenn flokka eða fulltrúa þeirra, ætlar að sauma á gatslitna flík, ekki á neitt efnislegt frá ykkar hendi, því það sem þið ætlist fyrir, er vart sæmandi þjóðþingi í lýðræðislegu réttarríki. Athugasemd mín er í formi hugvekju, metafóru, líkingamáls, hvatningar, ögrunar, brýningar.
Meira

Alþingi er ekki leikfang stjórnmálaflokkanna - Umsögn stjórnarskárfélagsins

Stjórnarskrárfélagið hefur í fyrri umsögnum um tillögur að stjórnarskrárbreytingum, sem komið hafa frá formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi undanfarið, hvatt til þess að lýðræðisleg vinnubrögð yrðu tekin upp og unnið að lögfestingu nýrrar og endurskoðaðrar stjórnarskrár í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 20. október 2012. Þau frumvarpsdrög sem hér eru til umsagnar eru enn einn vitnisburðurinn um að formenn flokkanna hafa ekki látið sér segjast og ætla ekki að virða vilja kjósenda og úrslit kosninganna. Þvert á móti er áfram unnið eins vilji stjórnmálaflokkanna eigi að ráða en ekki lýðræðislegur vilji fólksins. Félagið sér því ekki ástæðu til að fjalla efnislega um þessi drög heldur ítrekar að fullveldið er hjá þjóðinni og það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn.
Meira

Olíuverð á landsbyggðinni

Á vorþingi sem frestað var í lok júní voru samþykkt ríflega 130 lagafrumvörp. Meðal þeirra voru lög um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Þessar breytingar eru raunar umtalsverðar, skipta ekki sköpum fyrir þjóðarhag en hafa þýðingu fyrir íbúa í dreifðum byggðum á Íslandi. Annars vegar voru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara frá 1994 felld úr gildi. Þar með er ekki lengur lagt á sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur til nota innanlands.
Meira

Ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt:: Áskorandapenninn Júlíus Róbertsson, Hrútafirði

Rassmass, minn uppáhalds frændi, skoraði á mig að skrifa pistil og ber ég honum litlar þakkir fyrir. Þó yljaði það mér um minn beina haus að heyra hversu beinn honum þykir hann vera. Tel ég að hann hafi beinkast mikið eftir því sem höfuðhárunum fækkaði, aldurinn hækkaði og bumban stækkaði. Ég er ekki sammála því að hans perulaga haus sé ekki beinn. Þetta er allt spurning um hvernig maður lítur á hausana.
Meira

Kúskerpi í Blönduhlíð - Torskilin bæjarnöfn

Sú elzta heimild, sem jeg hef fundið um þetta bæjarnafn, er vitnisburðarbrjef um hundraðatal á jörðinni Kúskerpi, dagsett 24. Maí 1442 (Dipl. Ísl. IV. b., 625). Bæjarnafnið er í frumriti brjefsins, sem er til í Handritasafni Árna Magnússonar, nákvæmlega stafsett, eins þá, sem nú: Kúskerpi.
Meira

Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði

Í endaðan maí síðastliðnum skrifuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Í frétt um málið sagði að viljayfirlýsingin samræmist stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira