Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
13.03.2025
kl. 10.48
Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira
