Greinar

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Sæmundarhlíð

Bærinn stendur lágt og hefir sjálfsagt heitið í fyrstu Dæl, sem haft er í eldra máli um lægð eða lág, samstofna við orðið dal, en nú er ávalt haft dæld, nema í bæjanöfnum. Eignarfallið dælar, t.d. í samsetningunni Dælar-land (orðið „dæl“ er mikið notað fyr á öldum, sbr. líka markdæl, Dipl. V. b., bls. 298) sýnir, að orðið hefir upphaflega verið dæl í nefnifalli og beygst eins og geil (dæl er auðsjáanlega kvk., en „dæli“ notað sem hvorugkyns, eins og bæli, hæli, sbr. eignarfall dælis). Nú er alment haft eignarfallið Dælis, og fleirt. nefnifalls Dælir (ekki Dælar). (Efamál getur það verið, að viðskeytið i hafi myndað nefnifall af áhrifum þágufalls, því að þágufallið af dæl [nf.] hlaut að vera dæl). -
Meira

Að vera örvhent/ur - Áskorandi Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Ég tók áskorun skólasystur minnar úr Gaggó og samstúdents, Ninnu í Ketu, um að hamra lyklaborðið með hugleiðingum brottflutts Skagfirðings. Ég fæddist á Króknum og ólst þar upp, er dóttir Óla rafvirkja og Haddýjar í Rafsjá. Þegar ég hugsa um æskuárin á Króknum þá er eins og öll sumur hafi verið alveg einstaklega sólrík en þó aldrei logn.
Meira

Lífskjarasamningar!

Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af.
Meira

Ferðahestar – Kristinn Hugason skrifar

Hvergi reis hlutverk íslenska hestsins sem þarfasta þjónsins öllu hærra en í hlutverki ferðahestsins. Í Dýravininum árið 1895 birtist mergjuð frásögn sem er á þessa leið: „Sveinn læknir Pálsson sagði svo sjálfur frá, að hann hefði eitt sinn farið úr Reykjavík svo drukkinn af spönsku brennivíni, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það var um vetur, og frost mikið; en hann ætlaði austur yfir fjall og var einn síns liðs. Þá er hann var kominn eitthvað nálægt Lyklafelli, datt hann af baki og vissi ekki af sér um hríð. Hann raknaði við við það, að hestur hans stóð yfir honum og var að nugga sér við hann til að vekja hann. Ætlaði Sveinn þá upp að standa, en gat ekki, því hann var....
Meira

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra í kynnisferð á Borgundarhólmi

Dagana 25.-27. mars fór 42 manna hópur sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra á Norðurlandi vestra í kynnisferð til Borgundarhólms í Danmörku. Einnig fóru starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í ferðina en ferðin var skipulögð af samtökunum.
Meira

Pistill um ekki neitt - Áskorendapenninn Dagný Marín Sigmarsdóttir, Skagaströnd

Þegar Marín frænka hringir og virðist hafa þá ofurtrú að það sé upplagt að þú setjist við skriftir og taki áskorun hennar um að skrifa pistil í Feyki, hvað getur maður sagt. Allavega tók ég þeirri áskorun og hélt að þetta yrði nú ekkert vandamál. En fljótlega varð ég alveg mát, um hvað átti ég eiginlega að skrifa. Eitthvað jákvætt og skemmtilegt og alls ekki pólitík, lagði dóttir mín til.
Meira

Að setjast í sekk og ösku - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Senn líður að þremur dögum sem jafnan vekja spennu og tilhlökkun margra, nefnilega bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Í ár lenda þessir hátíðisdagar áts, gleði og gríns á 4-6. mars. Öskudagurinn, sá dagur sem við þekkjum nú fyrir búninga, glens og söng, á sér langa sögu. Öskudagsheitið á rætur að rekja til katólsks siðar en þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í upphafi lönguföstu (orðasambandið að sitja á eða í sekk og ösku vísar til iðrunar eða sorgar). Askan táknaði þá hið óverðuga og forgengilega en einnig þótti hún búa yfir hreinsandi krafti eldsins. Dagaheitið þekkist hérlendis frá miðri 14. öld, en sennilega er það nokkru eldra (siðurinn að dreifa ösku á söfnuðinn nær aftur til 11. aldar). Eftir siðaskipti lauk iðrunarhlutskiptum öskudagsins hérlendis og úr urðu hátíðarhöld eins og víða þekkjast, þar sem ærslagangur og gleði taka öll völd.[1]
Meira

Nokkur orð um menninguna… - Áskorendapistill Greta Clough Hvammstanga

Kannski skipta listir og menning hvergi meira máli en í dreifðari byggðarlögum, þar sem tækifæri til ástundunar atvinnulista takmarkast að nokkru sökum fámennis. Rannsóknir hafa sýnt að getan til að skilja og ræða menningu hefur bein áhrif á lífsgæði, samfélagslega samheldni, heilsu og lífsgæði, svo fátt eitt sé tínt til.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira