Greinar

Aðgerðaráætlun heilbrigðisstefnu

Á vordögum var samþykkt heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir lagði fram út frá samþykktri þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins frá 2017 um nauðsyn þess að leggja fram slíka stefnu. Hafði ég framsögu með málinu í velferðarnefnd þingsins.
Meira

Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði

Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í tilefni opnunar sýningarinnar Á söguslóð Þórðar kakala

Forseti Íslands, sæmdarhjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir, og aðrir góðir gestir jafnt úr goðorðum Ásbirninga, Sturlunga, Haukdælinga og annars staðar frá af landinu. Það var fyrir 120 dögum – og 773 árum betur – að hér við Haugsnes var háð mesta orusta Íslandssögunnar, þar sem að Ásbirningar undir forystu Brands Kolbeinssonar lutu í lægra haldi fyrir liði Þórðar Kakala af ætt Sturlunga, sem fyrir vikið náði yfirráðum yfir Norðurlandi öllu. Þetta var hörð orusta og óvægin þar sem um eitt þúsund og þrjú hundruð menn börðust svo hatramlega að vel rúmlega eitt hundrað þeirra féllu í valinn.
Meira

Áskorendapenninn/Benedikt Blöndal Lárusson/Af margs konar menningu

Svo er kominn allt í einu 17. júní og það rignir ekki, að vísu var þoka í gærkvöldi og úði, fyrir gróðurinn og þá sem eru með astma eins og ég. Hátíðarhöldin voru hér á Blönduósi með sama sniði og í fyrra, hitteðfyrra og jafnvel lengra aftur, stutt og hefðbundin. Nú var 75 ára afmæli lýðveldisins og það hefði verið vel við hæfi að gefa svolítið í, en sami háttur var hafður á og 1. desember í fyrra á afmæli fullveldisins, sem sagt ekkert á héraðsvísu.
Meira

Þorgeirsboli - Byggðasögumoli

Þorgeirsboli kemur fyrir í textum nokkurra jarða í Fellshreppi. Trú á tilvist Bola var almenn á 19. öld og langt fram á þá 20. Má heita einstakt hve margir gátu borið vitni um hann, enda Þorgeirsboli vafalítið frægasti draugur á Íslandi og sagnir af honum skipta tugum ef ekki hundruðum. Því er rétt er að gera nokkra grein fyrir Bola.
Meira

Grillir í Fljótum - Torskilin bæjarnöfn

Þannig er bærinn alment kallaður nú. Rjetta nafnið er Grindill, því „á Grindli“ stendur í Landnámu (Landnáma, bls. 148), er sýnir, að nefnifall er Grindill. Og þannig á að rita það. Breytingin hefir að líkindum orðið á tímabilinu frá 1350 til 1450.
Meira

Prýðileg reiðtygi frá liðnum öldum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli verður tekið hlé frá umfjölluninni um hin margbreytilegu hlutverk íslenska hestsins á vegferð hans með þjóðinni frá landnámi til nútíma en að afloknu sumarhléi, nú í september, verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið hér á síðum blaðsins og fjallað áfram um sögu keppna á hestum hér á landi.
Meira

Bakkabræður - Byggðasögumoli

Bakkabræður eru þjóðsagnapersónur, frægar fyrir atferli sitt og frábæra heimsku. Sveitfesti þeirra hefur verið nokkurt deilumál því ýmsir hafa viljað eigna sér Bakkabræður, Fljótamenn, Svarfdælingar og jafnvel Öxndælir. Elsta prentaða gerð sagnanna um Bakkabræður er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem prentaðar voru árin 1862 og 1864. Handrit þeirra sagna var skrifað af utansveitarmanni, Jóni Borgfirðingi, og lætur hann þá vera frá Bakka í Svarfaðardal. Guðbrandur Vigfússon las hinsvegar prófarkir af sögunum, sem voru prentaðar suður í Leipzig, og hann hefur bætt við neðanmáls: „Mun eiga að vera Bakki í Fljótum“ og vitnar í fyrsta árgang tímaritsins Ármann á Alþingi, prentaðan 1829, sem skrifaður var af Baldvin Einarssyni frá Hraunum í Fljótum. Baldvin segir þar um Sighvat sem er einn sögumanna ritsins: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat að hann sé heimskingi og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót/sem flestir saman jafna.“ 1)
Meira

Hellusöðlar: Þarfaþing og listagripir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Ýmsar tískubylgjur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar, í fatnaði, húsbyggingum og ekki síst útbúnaði til reiðmennsku. Í pistlinum að þessu sinni verður fjallað stuttlega um söðla, sér í lagi svokallaða hellusöðla.
Meira

Áskorendapenninn/Þórdís Ágústsdóttir/Sumar í kassalandi

Áskorendapenninn úr síðasta tölublaði Feykis.
Meira