Greinar

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Lífið er list - Áskorandapistill Ingibjörg Jónsdóttir Syðsta-Ósi

Sem barn skoðaði ég oft myndaalbúm foreldra mína sem innihéldu m.a. myndir af föður mínum að taka þátt í leiklistarstarfsemi hjá ungmennafélaginu Gretti á Laugarbakka. Sú starfsemi var ekki í gangi á þeim tíma og það var ekki fyrr en áratug seinna sem að hún var endurvakin eftir 22 ára hlé.
Meira

Æfir mikið og keppir flestar helgar - Íþróttagarpurinn Eva Rún Dagsdóttir

Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Góð ákvörðun að fara í Hússtjórnarskólann - Áskorandinn Bríet Guðmundsdóttir Sauðárkróki

Þyrey frænka mín skoraði á mig að taka við pennanum og ákvað ég að skorast ekki undan því. Ákvörðunin um hvað eigi að gera eftir mennta- eða framhaldsskóla getur verið erfið. Mér fannst það allavega. Að vera ekki ákveðin um hvað maður ætlar að verða „þegar maður verður stór“.
Meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Víðidal (Avaldsdæl)

Í Víðidalstungumáldaga 1394 stendur þessi klausa: …. Kirkjubóndi á að taka lýsistolla og heytolla af þessum bæjum ef bygðir eru … hrijsum, neðrum fytium, hvoli, og er hann í audn. Valldarasi. Svolustodum. Bacahlid. Auxnatungum, gaffli. Raffnstodum. avalldsdæli, og er hun í auðn, og hlid. avalldzstodum. Kolugili. huarfuigja (DL III. 539). Máldaginn hefir svo verið endurritaður árið 146l og eru sömu bæir taldir þar upp (DI. V. 3a8). Það er tæplega vafamál að Ávaldsdæli, sem bæði brjefin telja, er Dæli í Víðidal. Í síðara brjefinu er því slept að sú jörð sje í eyði, og hefir hún þó verið bygð.
Meira

Stefnir á að komast í landsliðið - Íþróttagarpurinn Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand

Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Kærar kveðjur ,,heim“ - Áskorandinn Guðmundur St. Ragnarsson- Brottfluttur Norðvestlendingur

Ég hef ákveðið að troða mér inn í áskorendapennann sem brottfluttur Blönduósingur og Húnvetningur sem á einnig rætur til Hofsós. Með þessu bréfakorni langar mig að senda nokkurs konar sendibréf til heimahaga minna á Norðvesturhorni landsins. Það eru vissulega áskoranir sem mæta minni gömlu heimabyggð á Blönduósi og einnig byggðinni þar sem ég dvaldi oft sumarlangt sem barn, Hófsósi.
Meira

Valin í lið ársins í 2. deild - Íþróttagarpurinn : Vigdís Edda Friðriksdóttir

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls voru í miklum ham í 2.deildinni í fótbolta sumar, unnu ellefu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Endaði liðið með 34 stig, jafnmörg og Augnablik sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar með betra markahlutfall. Vigdís Edda Friðriksdóttir stimplaði sig rækilega inn í liðið með góðum leik og mikilli hörku, skoraði tíu mörk í 14 leikjum og krækti í fjögur gul spjöld. Árangur hennar vakti athygli víðar en á Króknum því hún var valin í lið ársins hjá Fótbolta.net þar sem þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni völdu á listann. Vigdís Edda býr á Sauðárkróki er af árgangi 1999 og er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Geta viðhorf haft áhrif á upplifanir okkar - Áskorandi Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Hvammstanga

Guðný Hrund karlsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra skoraði á mig og auðvitað hlýði ég því kalli. Ég hóf nám við Endurmenntun Háskóla íslands núna í haust og er að taka þar fjölskyldumeðferð. Í því námi erum við að skoða okkur svolítið sjálf og og eru nemendur að læra hvert af öðru með því að deila sögum og reynslu.
Meira