Aðsent efni

Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista

Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Heilasprotar og Hugaldin | Rúnar Kristjánsson skrifar

Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd er flestum duglegri við að setja saman vísur og ljóð og sendir Feyki til birtingar. Reglulega smalar hann nokkrum vísum saman í skjal, kannski á mánaðarfresti eða svo, og nú hefur Feykir fengið leyfi frá honum til að birta þá þætti hér á Feykir.is eftir að þeir hafa birst í pappírsútgáfu Feykis.
Meira

Ályktun Kvenfélags Rípurhrepps til Sveitastjórnar Skagafjarðar

Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, vill með þessari ályktun lýsa yfir þungum áhyggjum sínum og eindreginni andstöðu við áform meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar ásamt Byggðalista, um að setja félagsheimili Rípuhrepps í opið söluferli og selja það til einkaaðila.
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira

Grásleppan úr kvóta! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni.
Meira

Stöndum með Blönduósi | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Það voru alvarleg tíðindi sem bárust út atvinnulífi Blönduós og nærsveita fyrir helgi þar sem Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti að ekki yrði slátrað á Blönduósi næsta haust og að 23 af 28 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp.
Meira

Englar Skagafjarðar – vertu engill! | Árni Björn Björnsson skrifar

Ég hef búið í Skagafirði í að verða 18 ár. Við fluttum frá Grindavík, ég og Skagfirðingurinn minn með gríslingana okkar fimm, á Hofsós árið 2007. Fyrsta árið áttum við rúmlega 10% af börnunum í grunnskólanum. Okkur þótti dásæmlegt að búa á Hofsósi, samfélagið þar tók vægast sagt vel á móti okkur. Ári eftir að við komum í Skagafjörðinn blessaði Haarde Ísland og róður fjölskyldunar þyngdist verulega. Það var þá sem ég varð fyrst var við skagfirsku englana sem mig langar aðeins að tala um.
Meira

Takk fyrir okkur Norðurland vestra | María Rut Kristinsdóttir skrifar

Vetur konungur fer brátt að kveðja þó að snjó kyngi enn niður og hylur holur í vegum víða um land. Við urðum þess vör í liðinni viku þegar nýr og stærri þingflokkur Viðreisnar lagði land undir fót í rútu um Norðvesturkjördæmi. Við höfðum það að leiðarljósi að hlusta á landsmenn, eiga samtal í augnhæð og kynnast því sem liggur fólki á hjarta.
Meira