Greinar

Læknamiðill - Magnús Ólafsson skrifar

Öll þráum við að vera laus við að sjúkdómar herji á okkur, en stundum lendum við í slysum eða veikindum. Þá þarf að takast á við þá raun. Oftast getum við fengið góða hjálp frá okkar öfluga heilbrigðiskerfi, stundum næst ekki sá árangur, sem við vildum.
Meira

Kært til fortíðar, kulda og myrkurs

Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira

Valin í Pressuliðið og Landsliðið í Vestmannaeyjum :: Íþróttagarpurinn Vala Björk Jónsdóttir

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, valdi hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fór dagana 27. - 29. janúar nk. í Skessunni í Kaplakrika. Í þeim hópi var Vala Björk Jónsdóttir frá Hvammstanga sem nú býr í Hafnarfirði og æfir með Haukum. Vala Björk er dóttir Jóns Óskars Péturssonar og Ólafíu Ingólfsdóttur og er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.
Meira

Elsku Hvammstangi :: Áskorandapenni Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir

Pistill þessi sem ég skila alltof seint því frestunaráráttan náði tökum á mér eins og svo oft áður verður ekki um veðrið, pólitík eða eitthvað annað sem enginn nennir að tala um meira. Mig langar mikið frekar að skrifa um hversu dásamlegt það er að búa úti á landi.
Meira

Fyrir og eftir rafmagn :: Áskorandapenni Bragi Guðmundsson

Það var myrkur í Svínadal þegar ég var að alast upp á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Myrkur í þeim skilningi að veiturafmagn var ekki komið í dalinn og heimarafstöð aðeins á einum bæ, Grund. Þar lýsti ljós sem vakti aðdáun og barninu e.t.v. dálitla undrun.
Meira

Landsbyggðarleikarnir :: Áskorendapenni - Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði

Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – landsmótið 1950

Kæru lesendur, ég vil fyrst óska ykkur gleðilegs árs og þakka samfylgd á liðnum árum, tökum svo upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu grein (Íslenska gæðingakeppnin bls. 9 í 46. tbl. Feykis, 4. des. 2019). Þar fjallaði ég um tilurð íslensku gæðingakeppninnar en samkvæmt fyrirliggjandi heimildum var fyrsta gæðingakeppnin haldin árið 1944 við Sandlækjarós í Gnúpverjahreppi, endaði ég greinina á að drepa stuttlega á gæðingakeppni fyrsta landsmótsins sem haldið var á Þingvöllum árið 1950. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið í þeirri umfjöllun.
Meira

Fékk spjald fyrir að reyna að tefja :: Liðið mitt Jónas Aron Ólafsson Sauðárkróki

Jónas Aron Ólafsson er tvítugur knattspyrnumaður í Tindastól, lék alla leiki liðsins í sumar og er einn máttarstólpa liðsins. Í vetur dvelur hann á Akureyri og stundar nám í Háskólanum þar í bæ. Jónas er aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skipar sér þar með á bekk með afa sínum og nafna Jónasi Svavarssyni sem líklega hafði eitthvað með það að gera. Jónas Aron svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Leikskólar í Skagafirði og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Í Skagafirði höfum við þrjá frábæra leikskóla þar sem um 80 starfsmenn kenna 240 börnum. Í leikskólunum er unnið faglegt og metnaðarfullt starf sem undirbýr börnin okkar undir lífið og áframhaldandi nám. Þó að leikskólarnir okkar séu frábærar menntastofnanir þá felast áskoranir í því að að reka svo stórar einingar í kviku samfélagi. Leikskólarnir hafa undanfarið glímt við margskonar áskoranir, meðal annars manneklu og fækkun á menntuðu starfsfólki. Ljóst er að með nýju leyfisbréfi sem tók gildi nú um áramótin geti sú staða jafnvel versnað. Af þeim sökum óskaði fræðslunefnd eftir því síðastliðið haust að skipaður yrði starfshópur um starfsumhverfi leikskólanna. Var starfshópurinn skipaður stjórnendum, deildarstjórum og kennurum úr leikskólum Skagafjarðar auk starfsmönnum fræðsluþjónustu. Starfshópurinn vann hratt og vel og skilaði niðurstöðum til nefndarinnar í lok síðasta árs.
Meira

Lúkas og girðingar :: Áskorandinn Þorlákur Axel Jónsson, brottfluttur Húnvetningur

Það var fyrir um tvöþúsund árum á tímum Rómaveldis að grískur læknir að nafni Lúkas skrifaði um atburði á Betlehemsvöllum er voru upphaf mikillar sögu. Í sögu Lúkasar af barnsfæðingu í gripahúsi segir frá hirðum er gættu búsmala, líklega voru þetta fjárhirðar.
Meira