Greinar

Gleðigosinn Teitur - Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson

Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt.
Meira

Gott golfsumar - Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Góð aðsókn hefur verið að Hlíðarendavelli í sumar. Stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) lagði áherslu á að laða ferðakylfinga til Skagafjarðar. Það var gert með ýmsu móti, m.a. með fjölgun vinaklúbba og auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í byrjun sumars var gefið út 50 ára afmælisrit GSS sem dreift var á heimili og fyrirtæki í Skagafirði. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrktu útgáfu ritsins, sem og UMFÍ og SSNV. Félagsmenn eru nú um 200 og bjart framundan.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Miðsitja í Blönduhlíð

Rjetta nafnið er Miðskytja. Elzta heimild fyrir því er Sturlunga (Sturl. II. b., bls. 306), og svo lítur út fyrir, að bærinn hafi á 13. öld verið nefndur Skytja, því að þannig ritar Sturla lögmaður á öðrum stað í Sturlungu (Sturl. II. b., bls. 313).
Meira

Stefnir að miðju Íslands – Hestamaðurinn Sigfús Ingi Sigfússon

Líklegt má telja að hestafólk hafi fagnað kærkomnum tilslökunum frá Covit takmörkunum í sumar, lagt á sína traustu gæðinga og lagt landið undir hóf. Það gerði a.m.k. sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, í júlí síðastliðnum og ferðaðist, ekki bara innan lands heldur innan héraðs, á fjórfættum hófaljónum. Feykir hafði samband við Sigfús sem sagði varla hægt að kalla sig hestamann en hann hefur þó gaman af að leggja á bak góðum hestum og svarar hér spurningum í Hestamanninum á Feyki.
Meira

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair.
Meira

Hvað er málið með stjórnarskrána ?

,,Á Íslandi er lýðræði” og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann.
Meira

Gleðigosinn Teitur:: Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson, frá Hvalshöfða Hrútafirði

Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt. Teitur var einstakur karakter sem var óhugnanlegur í útliti en með rosalega lítið hjarta. Þessi stóri hundur var hræddur við fáránlegustu hluti sem maður botnar eiginlega ekki í, en kannski vissi hann eitthvað meira en við. Sem dæmi má nefna þurfti pabbi að útbúa sérstakar stál umgjörð yfir hurðarhúna á öllum útidyrahurðunum heima. Ástæðan fyrir því var að Teitur átti það til að hoppa á hurðarhúna og hleypa sér inn þegar það var fullt tungl eða norðurljós úti, því hann var af einhverjum ástæðum mjög hræddur við þau.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Tungumálatöfrar

Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið.
Meira

Afstæðar sóttvarnarreglur

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í fyrirsvari fyrir aðgerðum gegn illvígri og bráðsmitandi drepsótt. Það þarf að takmarka verulega samskipti fólks og jafnvel banna samneyti ættingja, vina, vinnufélaga og vandalausra til þess að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að fólk smitist, sjálfu sér og öðrum til tjóns.
Meira