Greinar

Er ég miðaldra? Áskorandinn Kristín Jóna Sigurðardóttir Blönduósi

Að mínu mati er ég lífsglöð, kát, ung manneskja. En á vafri mínu um netið nýlega rakst ég á grein í glamúrriti sem bar yfirskriftina „Tuttugu atriði sem benda til að þú ert orðin miðaldra“.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - Ylfa Leifsdóttir skrifar

Af tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar á safnsvæðinu í Glaumbæ þann 29. maí síðastliðinn. Þrjár nýjar sýningar opnuðu á safnsvæðinu: á Áshúslofti opnaði sýningin „Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár“ sem mun standa út þetta ár, í Gilsstofu opnaði varanleg sýning á neðri hæðinni sem fjallar um sögu Gilsstofunnar og Briem fjölskylduna, en á efri hæðinni opnaði sýningin „Hér stóð bær“ sem mun standa næstu árin og fjallar um skráningu Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum.
Meira

Körfuboltasamfélagið á Króknum :: Áskorandapenninn Jón Brynjar Sigmundsson brottfluttur Króksari

Ég ætla að byrja á því að þakka Kalla, móðurbróður mínum, fyrir að skora á mig að skrifa þennan pistil. Þegar þetta er ritað er fyrsti leikur í einvíginu á milli Stóla og Vals búinn og unnu Stólar, eins og allir vita, fyrsta leikinn og tóku heimavallarréttinn af Valsmönnum.
Meira

Á Þverárfjallsleið um Biskupskeldu :: Hörður Ingimarsson skrifar

Horft í austur frá bænum Þverá í Norðurárdal. Hvammshlíðarfjall rís hæst með bogadreginni fönn þar sem heitir Fosshlíð. Þar sem fönnin endar ofar miðri mynd tekur við ávöl dyngja í framhaldi Hvammshlíðarfjalls sem heitir Þverárfjall. Í forgrunni myndar er afleggjarinn frá norðri til suðurs heim að Þverá. Litlu ofar er Þverárgilið en samnefnd á rennur til suðurs í Norðurána. Ofan gilbarmsins má sjá gamla Þverárfjallsveginn sem kominn var um 1928.
Meira

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi.
Meira

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Meira

Ríkidæmi þjóðar :: Áskorandapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Meira

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Meira

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Meira

Meðganga brúar á Laxá í Refasveit - Myndasyrpa

20. apríl 2022 til 20. apríl 2023 Brúin varð 106 metra löng, 14 metra há frá yfirborði árinnar, um átta mannhæðir og u.þ.b. tíu metra breið.
Meira