Aðsent efni

Forvali jafnaðarmanna lokið

Nú hafa jafnaðarmenn í Norðvesturkjördæmi valið sér forystu fyrir Alþingiskosningar 29. október n.k. og við erum afar þakklát fyrir traustið sem okkur hefur verið sýnt.
Meira

Góðir félagar í VG

Nú berast kjörseðlar í hús í forvali VG sem stendur yfir dagana 12 til 20 september. Mikilvægt er að við tökum öll þátt og og mótum sigurstranglegan lista í komandi Alþingiskosningum.
Meira

Metum verk undirmanna okkar, þingmannanna

„Sterkur listi sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni“ segir Brynjar Níelsson. Hér er listinn: Ég skrifaði við nokkrar staðreyndir um frambjóðendurna.
Meira

Forval VG

Kæru félagar nú er hafin kosning í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingingiskosningar. Ég býð mig fram til að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Yfirlýsing oddvita Pírata í NV kjördæmi

Ég vil byrja á að þakka öllum, sem hafa tekið sér tíma til að senda mér skilaboð og góðar hugsanir, kærlega fyrir stuðninginn. Ég er upp með mér yfir því trausti sem Píratar á landsvísu hafa sýnt mér með því að velja mig sem oddvita í NV kjördæmi og mun ég gera mitt allra besta til þess að standa undir væntingum.
Meira

Þessu þarf að breyta „Íslensk póstþjónusta sú lakasta innan EES að mati neytenda“

Á ferðum mínum undanfarna daga hefur fólk hvarvetna kvartað yfir lélegri póstþjónustu. Bréf, blöð og bögglar koma seint á leiðarenda og fólk í fjarlægari byggðum á í miklum erfiðleikum að koma póst sendingum frá sér með eðlilegum hætti. Ítrekað hefur verið ályktað um þessi mál og ég tekið þau upp á sveitarstjórnar - og á landshlutavettvangi. Við þekkjum vel baráttu íbúa hér í Skagafirði og í öðrum landshlutum fyrir pósthúsinu sínu. Stefna stjórnvalda í póstmálum hefur hinsvegar verið sú að skera þjónustuna niður, fækka pósthúsum og dreifidögum. Þá hefur verið verulega vegið að héraðsfréttablöðum sem þjónusta landsbyggðina. Fyrir dreifingu á blöðum eins og Feyki og Skessuhorninu þarf að borga með öllum afsláttum um 117 kr. á hvert blað á meðan aðeins þarf að greiða um 12 kr. fyrir fríblöð sem send eru á hvert heimili.
Meira

Já ég þori get og vil!

Það er ánægjulegt að sjá hve margir vilja leggja málstað Vinstri grænna lið í komandi kosningum. Mest um vert er að okkur takist að koma frá þeim stjórnmálaöflum sem hafa haft sérhagsmunagæslu og dekur við auðvaldið að leiðarljósi frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks komst til valda. Verkefnin framundan eru fjölmörg og við verðum að snúa við þeirri óheillaþróun sem blasir við í neikvæðri byggðaþróun og stórauknum ójöfnuði í landinu.
Meira

82% þjóðarinnar vilja Reykjavíkurflugvöll áfram

Í könnun sem Gallup gerði fyrir ríkisútvarpið í sept. 2013 kom í ljós að 73 prósent Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri. Heildarstuðningur þjóðarinnar við flugvöllinn í Reykjavík var 82 prósent.
Meira

Aldrei fór ég norður

Hugtakið út á landi gætur bæði verið ógurlega krúttlegt í huga fólks en jafnframt eins og versta klúryrði. Þegar fólk talar um að fara í sæta sumarhúsið sitt út á landi, fallega einbýlishúsið sem staðsett er á besta stað í miðbæ Patreksfjarðar þá er hugtakið ógurlega krúttlegt. En þegar umræðuefni snýst um að hafa stofnun eða þjónustu á vegum ríkisins staðsetta út á landi verða margir eins og andsetnir og hreinlega tjúllast.
Meira

Nýjar áskoranir á nýju kjörtímabili

Næsta laugardag, þann 3. september, verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið en það er liður í undirbúningi flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust. Alls gefa 10 frambjóðendur kost á sér til að taka sæti á lista og er þarna er á ferðinni öflugur hópur einstaklinga sem munu leggja sig alla fram við það að stuðla að bættum lífskjörum fólks og treysta frekar skilyrði til atvinnuuppbyggingar í kjördæminu á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar.
Meira