Aðsent efni

Hjördís Pálsdóttir býður sig fram í forvali VG

Ég undirrituð, Hjördís Pálsdóttir í Stykkishólmi, hef ákveðið að bjóða mig fram í 5. - 7. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Meira

Áhyggjulaust ævikvöld?

Þegar maður hefur ekki nóg að gera eru mestar líkur á að maður geri einhverja bölvaða vitleysu. Eins og ýmsir hafa sjálfsagt tekið eftir hef ég ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Nú er það ekki svo að von mín um að hljóta þingsæti ráði þar för. Enda svo sem ekkert líklegt að svo muni fara, hreppi ég þriðja sæti listans. Ásetningur minn snýst miklu heldur um tækifæri til að taka þátt í umræðunni og geta sett mark mitt á hana.
Meira

Landsbyggðin fyrir alla!

Þó að, með því að gefa kost á mér í eitt af efstu sætunum í komandi prófkjöri VG, sé ég í raun að sækja um innivinnu í miðbæ Reykjavíkur, þá eru það málefni landsbyggðarinnar sem mest brenna á mér. Betri samgöngur, betra heilbrigðiskerfi og ljósleiðari hringinn í kringum landið eru þau mál sem ég vil setja í algjöran forgang. Þetta eru málefni landsbyggðarinnar ekki síður en höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Fólkið fyrst!

Ég hef afráðið að gefa áfram kost á mér til þess að leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi í næstu kosningum. Sem alþingismaður hef ég þjónað Norðvesturkjördæmi í fimm ár. Ég var fyrst kjörin á þing 2009 – 2013 en tók aftur þingsæti síðastliðið haust við fráfall Guðbjartar Hannessonar fyrrverandi velferðarráðherra. Þau mál sem brenna á byggðum landsins þekki ég af eigin raun og vil því beita mér fyrir bættum lífskjörum og afkomu íbúa landsbyggðarinnar.
Meira

Bjarni Jónsson - Öflugur talsmaður landsbyggðarinnar

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni er einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra og þótt víðar væri leitað.
Meira

Inga Björk gefur kost á sér í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni

Inga Björk Bjarnadóttir gefur kost á sér í 1. –2. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Ingu í Fréttablaðinu í dag. Inga Björk er fædd árið 1993 og uppalin í Borgarnesi en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands.
Meira

Yfirlýsing um framboð frá Bjarna Jónssyni

Hér með tilkynnist að ég gef kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og býðst til þess að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Tilkynning um þátttöku í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég undirrituð, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi vegna komandi kosninga. Mér finnst mikilvægt að fyrir VG starfi fjölbreyttur hópur með mismunandi sjónarmið og reynslu og því tek ég þátt. Ég hef setið í sveitarstjórn Skagabyggðar í 6 ár og öðlast þar góða og mikla reynslu. Ég er búsett í Austur-Húnavatnssýslu og hef starfað sem grunnskólakennari á Skagaströnd síðan 1999.
Meira

Hvenær er maður nógu gamall?

Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni eins og litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.
Meira