Aðsent efni

Ást, afbrýði, ágirnd

Ástin leiðir fólk oft til ótrúlegra afreka en svo getur hún leitt fólk í ógöngur. Þegar svo afbrýði og ágirnd spilar inn í sömu sögu getur það leitt fólk til að fremja óhæfuverk. Þegar þetta kemur allt saman og kristallast í einni sögu geta afleiðingarnar orðið svo magnaðar að sagan lifir með þjóðinni og hægt er að segja söguna út frá mörgum sjónarhornum. Í mínum huga er ekki vafi að samspil þessara þátta var orsök ágæfuverkanna á Illugastöðum, þá Natan Ketilsson var myrtur, sem síðan leiddi til aftökunnar á Þrístöpum 1830.
Meira

Sól rís á ný

Í sannleika sagt, þá er það tæplega svo að jafnaðarmenn séu búnir að ná áttum eftir nýliðnar kosningar. Enn velta karlar og konur vöngum yfir niðurstöðum og því afdráttarlausa hruni sem er veruleikinn í okkar röðum. Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi eru auðnin ein, rjúkandi rústir. Takmark okkar um að verja þingsæti jafnaðarmanna í Norðvesturkjördæmi náðist reyndar og það eitt er gleðiefni.
Meira

Hugleiðingar um riðu

Það skeður á þessu hausti að riða kemur upp á tveimur bæjum hér í sveit og það þarf að skera allt féð niður. Menn hafa glímt við það að komast að einhverri niðurstöðu sem er sú að skera bara allt niður á þeim bæjum sem hún kemur upp á. Hver er árangurinn eftir öll þessi ár sem liðin eru frá því að riðan fór að koma upp eftir fjárskipti. Mér er sagt að það sé allt á fullu í þeim efnum, ég sé hann ekki, það virðist allt vera eins og það var fyrir 50-60 árum. Það er slæmt í allri þeirri tækni og vísindum sem til eru í dag. Bændum er bara sagt að slátra, það á að vera lausnin. Þetta er ekki sársaukalaust. Það er mikil vinna að sótthreinsa og hreinsa öll hús og umhverfi og er ekki bjóðandi bændum. Og sjá engan árangur í þessum málum. Það er útlit fyrir að þetta geti gengið frá sauðfjárbúskap dauðum, haldi þetta svona áfram.
Meira

Hvað var ég aftur að kvarta um daginn?

Ríííínnnnng! „Já, halló!“ „Góðan daginn, þetta er hjá kjararáði. Ég þarf því miður að tilkynna yður að við hækkuðum laun yðar upp í rúma milljón.“
Meira

Kæru íbúar Norðvestur kjördæmis

Nú þegar kosningar eru liðnar viljum við Píratar þakka ykkur kærlega fyrir veittan stuðning. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri, 10,9% fylgi og flokkurinn fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þingmann.
Meira

Blaut tuska í andlit lýðsins

Ég er frekar nýtin manneskja, enda alin upp af bænda-og verkafólki og opinberum starfsmönnum sem vita að peningar vaxa ekki á trjám og sumir fæðast ekki með silfurskeið í munni. Í daglegu lífi nær þessi nýtni til dæmis yfir matarinnkaup og fatainnkaup og þá staðreynd að ég ek um á bíl sem að var framleiddur fyrir hrun. Engu síður nægja launin mín ekki alltaf fyrir mánaðarlegum útgjöldum.
Meira

Vinstri græn á réttri leið

Vinstri græn náðu frábærum árangri í nýliðnum kosningum og sýnir það okkur ótvírætt hve sterkur málstaður og samstaða skilar góðum árangri. Hinu höfum við líka kynnst að sundrung og klofningur meðal vinstri manna er alltaf vatn á myllu hægri aflanna í landinu.
Meira

Ágæta stuðningsfólk!

Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi getum verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveimur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur bestu útkoma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna.
Meira

Örbirgð, einsemd, einelti

Áhrifamikil sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöld, einleikurinn Gísli á Uppsölum. Frábær og hnitmiðaður flutningur, góðar umræður eftir sýninguna um örlög þessa einstaklings Gísla á Uppsölum, sem lenti í einelti strax í barnaskóla, missti af ástinni, fannst hann ekki geta brugðist móður sinni, lifði í vernduðu umhverfi allt sitt líf, lét hverjum degi nægja sína þjáningu, og lifði alla ævi í einsemd án nokkurra lífsgæða.
Meira

Ágæti kjósandi!

Á morgun, laugardaginn 29. október, verður kosið til Alþingis Íslendinga. Stuttri en snarpri kosningabaráttu lýkur og þjóðin ákveður hverjir fara með stjórnartaumana í landinu næstu fjögur árin. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði finnum fyrir byr í seglin og höfum á ferðum okkar síðustu vikurnar fundið að margir hyggjast binda traust sitt við okkur. Við státum af formanni sem nýtur virðingar og trausts í þjóðfélaginu – langt út fyrir raðir flokksfélaga. Á framboðslista okkar eru öflugir einstaklingar sem bæði í krafti hugsjóna, reynslu og metnaðar vilja gera vel fyrir íslenskt samfélag.
Meira