Aðsent efni

Kæru félagar

Nú stendur yfir kosning í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég býð mig fram til að leiða listann í 1. sæti. Skráðir félagar 21. ágúst sl. hafa rétt til þátttöku og hafa fengið kjörseðla með nöfnum frambjóðenda og raða í 6 efstu sætin. Kjörseðilinn þarf að setja í póst í umslögum sem fylgja. Umslagið þarf að stimplast í síðasta lagi mánudaginn 5. september. Mikilvægt er að svæðið, kjördæmið og landsbyggðin öll hafi öfluga talsmenn á Alþingi.
Meira

Tryggjum kjör Haraldar

Það er því miður ekki sjálfgefið að fólk gefi kost á sér til starfa í stjórnmálum. Þar ræður að sjálfsögðu nokkru það vantraust sem upp kom við fall bankakerfisins og afleiðingar þess. Mestu ræður þó sú orðræða sem þróast hefur með tilkomu netmiðla og vaxandi tillitsleysi fjölmiðla gagnvart stjórnmálamönnum.
Meira

Byggðaröskun er ekki náttúrulögmál

Mikið skortir á framtíðarsýn í byggðamálum hjá núverandi stjórnvöldum. Átakanlegustu dæmin um það er annars vegar niðurskurður til Sóknaráætlana, hins vegar sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar sem gerði ráð fyrir stórátaki í innviðauppbyggingu, meðal annars öflugu samgönguátaki, á grundvelli fjármögnunar sem lá fyrir þá þegar. Stefnuleysið birtist ekki síst í handahófskenndum aðgerðum og aðgerðaleysi. Engin samgönguáætlun er til dæmis í gildi og hefur ekki verið síðan 2014.
Meira

Gerum betur í heilbrigðismálum

Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra Íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.
Meira

Ja hérna hér!

Nú hellast yfir okkur fréttir um að stjórnmálamenn ætli að bæta kjör eldri borgara og öryrkja. Félagsmálaráðherra hyggst nú leggja fram frumvarp þegar aðeins nokkrar mínútur eru eftir af starfstíma hennar í embætti. Fjármálaráðherra fer mikinn þessa dagana. Hann ræðst á fjölmiðlamenn og pistlahöfunda og sakar þá um falsanir og að allt sem þeir birti sé þvættingur.
Meira

Velferð og verðmætasköpun

Í gegnum tíðina hafa verið settar á fót fjöldinn allur af opinberum nefndum og starfshópum sem skilað hafa af sér úttektum á byggðum landsins og skýrslum uppfullum af hugmyndum og hvað þurfi að gera til að styrkja stoðir þessara sömu byggða. Fjölmiðlar gera þessu skýr skil og stjórnmálamenn tjá sig um niðurstöðurnar. En svo gerist lítið enda oftast nær um að ræða tillögur til að bregðast við vanda en ekki hvernig leysa eigi hann. Byggðastefna sem virkar er sú sem raunverulega tryggir samhengi á milli velferðar og verðmætasköpunar fyrir alla landsmenn.
Meira

Aðför að jafnrétti til náms

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánafyrirkomulag hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er hættulegt þar sem það vegur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel mjög brýnt að fram fari ítarleg greining á því hvernig frumvarpið mætir þeim námsmönnum sem þar eiga í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni, búsetu og svo mætti áfram telja. Ég hef lengi haft áhyggjur af því að smátt og smátt sé verið að draga úr möguleikum fólks á landsbyggðinni til langskólanáms.
Meira

Framfarir

Byggðamálið stóra, úrbætur í fjarskiptum, er komið á gott skrið og engin ástæða til annars en fagna góðum áföngum sem nú vinnast á hverjum degi.
Meira

Skólarnir eru lífæð byggðanna

Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Þessa dagana er starfið að hefjast í öllum skólum landsins.
Meira

Tilkynning um þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Norðvestur kjördæmi sem fram fer 8. – 10. september næstkomandi og sækjast eftir 1. sæti á framboðslista flokksins.
Meira