Aðsent efni

Við viljum sanngirni og efla sjávarútveginn

Á aðalfundi Landssamband smábátaeigenda, sem fram fór í Reykjavík þann 13. október sl. voru lagðar 3 spurningar fyrir framboðin til Alþingis. Þær snérust um að fjölga leyfilegum veiðidögum smábáta, koma á sanngjarnari gjöldum í greininni og opna fyrir að trillur geti veitt makrílinn, sem afhentur var nánast í heilu lagi til örfárra stórútgerða af síðustu „vinstristjórn“.
Meira

Ríkisstjórn ríka fólksins kveður

Það verður ekki á þessa ríkisstjórn logið að undir hennar stjórn heldur misskipting í þjóðfélaginu áfram að aukast. Það eru 20% íslendinga sem eiga 87% af öllu eigin fé landsmanna. Allt eru þetta staðreyndir sem sýna að efnahagsbati samfélagsins er ekki að skila sér með sanngjörnum hætti til landsmanna og ójöfnuðurinn er æpandi og ekkert getur réttlætt þessa þróun.
Meira

Sjávarútvegur

Ég fór um norðanvert kjördæmið á dögunum og ræddi við fólk í sjávarútvegi, bæði stjórnendur stærri fyrirtækja og smábátasjómenn og kom við í beitningaskúrum þar sem hitnaði gjarnan í kolunum.
Meira

Plástur á svöðusár?

Hugmyndir Samfylkingarinnar um þriggja milljóna forskot á fasteignamarkaði hafa vakið mikla athygli. Hugmyndin snýst í stuttu máli um að fyrirframgreiða vaxtabætur til 5 ára, allt að 3 milljónir kr., til að nýta í útborgun.
Meira

Húrra fyrir starfsfólki HSN á Blönduósi!

Húrra fyrir starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, fyrir frábært framtak í tilefni 60 ára afmælis sjúkrahússins. Fjölmennt var á fjáröflunarbingói sunnudaginn 2. október. Glæsilegir vinningar og ljúffengt vöfflukaffi á eftir. Markmiðið var að safna fyrir nýju sjúkrarúmi og það tókst. Gömlu rúmin eru varla boðleg lengur enda var eitt þeirra boðið upp á staðnum.
Meira

Stór flokkur eða góður flokkur

Einn félagi minn tók brosandi á móti mér í vinnunni um daginn og sagði að nú sæist það að Sjálfstæðisflokkurinn væri besti flokkurinn. Það væru 34% sem ætluðu að kjósa hann. Þetta var reyndar byggt á hæpinni könnun Fréttablaðsins um daginn. Þessi skoðun, að flokkur hljóti að vera bestur ef það eru margir sem kjósa hann, er merkileg. Þessi félagi minn er ekki einn um þá skoðun. Gæði stjórnmálaflokka fara hinsvegar miklu heldur eftir því hvort þeir koma einhverju góðu til leiðar.
Meira

Athugið ég er í framboði

Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016, í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld - Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum.
Meira

Eldvarnir í brennidepli hjá Húnaþingi vestra

Eldvarnir eru í brennidepli hjá Húnaþingi vestra og starfsfólki þess um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Húnaþings vestra og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk sveitarfélagsins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og hafa Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Húnaþings vestra veitt þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun.
Meira

Jákvæðni til sátta - neikvæðni til ósátta

Núverandi fiskveiðistjórnunar kerfi var komið á 1983 og tók gildi 1984 eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Um tíu árum síðar var þorskur kvótasettur á smábáta og seinna ýsa, steinbítur og fleiri tegundir. Neikvæð umræða í þjóðfélaginu um kvótakerfið og það að kvótinn sé að færast á fáar hendur kemur illa við litlar, meðalstórar og oftast skuldsettar útgerðir í landinu.
Meira

Ert þú foreldri eða forráðamaður framhaldsskólanema?

Í störfum þingsins þann 7. október ræddi ég ný lög um húsnæðisbætur sem taka gildi þann 1. janúar 2017. Ég vakti athygli á mikilvægum þætti þeirra laga. Hann er sá að við gildistöku laganna, þá verður sveitarfélögum skylt að greiða húsnæðisbætur til þeirra foreldra og forráðamanna sem eiga börn á aldrinum 15 – 17 ára. Börn sem þurfa að sækja framhaldsnám út fyrir sína heimabyggð og búa á námsgörðum og heimavist. Þessi stuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forráðarmanna. Stuðningurinn getur numið allt að 75 % af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
Meira