Tölum ekki um „jaðarinn“ tölum um viðhorf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2016
kl. 14.14
Ég las viðtal við fyrrverandi Alþingismann þann 4. apríl sl. og það setti að mér óhugnað. Þar talar þessi fyrrverandi ráðamaður okkar Íslendinga um að venjulega, vinnandi fjölskyldufólkið sé ánægt með þann stöðugleika sem er í samfélaginu í dag. Þegar hann var spurður út í mótmæli um 20.000 Íslendinga, gerði hann lítið úr þeim, kenndi góðu veðri um að fólk hefði verið að flækjast á Austurvelli. Hann átti þá sennilega við að þetta venjulega, vinnustritandi fjölskyldufólk sem óvart hefði villst inn í mótmæli „jaðarins“, því svo sagði hann „Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem alltaf er að verða minna af, en þarf samt að laga“. Þá taldi hann sig hafa sagt nóg um þann þjóðfélagshóp og sagði: „Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann“.
Meira