Aðsent efni

Tölum ekki um „jaðarinn“ tölum um viðhorf

Ég las viðtal við fyrrverandi Alþingismann þann 4. apríl sl. og það setti að mér óhugnað. Þar talar þessi fyrrverandi ráðamaður okkar Íslendinga um að venjulega, vinnandi fjölskyldufólkið sé ánægt með þann stöðugleika sem er í samfélaginu í dag. Þegar hann var spurður út í mótmæli um 20.000 Íslendinga, gerði hann lítið úr þeim, kenndi góðu veðri um að fólk hefði verið að flækjast á Austurvelli. Hann átti þá sennilega við að þetta venjulega, vinnustritandi fjölskyldufólk sem óvart hefði villst inn í mótmæli „jaðarins“, því svo sagði hann „Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem alltaf er að verða minna af, en þarf samt að laga“. Þá taldi hann sig hafa sagt nóg um þann þjóðfélagshóp og sagði: „Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann“.
Meira

Nokkur orð til umhugsunar

Uppi eru hugmyndir um byggingu 120 þúsund tonna álvers við Hafurstaði í Skagabyggð í samvinnu við kínverska aðila. Hafa sex sveitarfélög á Norðurlandi vestra undirritað viljayfirlýsingu um byggingu álversins í samvinnu við kínverskt fyrirtæki, NFC, sem hyggst fjármagna álverið að stórum hluta. Hefur ríkisstjórnin veitt 30 milljónum af fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu.
Meira

Spilavíti eru „Víti til varnaðar“

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir, sem er fínna orð yfir sama hlut. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði leggjumst alfarið gegn lögleiðingu spilavíta og teljum það auka þann gífurlega vanda sem spilafíkn er og vinna gegn lýðheilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og úr Bjartri framtíð.
Meira

Hagnaðinn til neytenda

Þessa dagana heyrum við fréttir af gríðarlegum hagnaði viðskiptabankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt tóku þeir inn 80 milljarða króna hagnað á síðasta ári og er hagnaður þeirra þriggja frá hruni 370 milljarðar. Þessi hagnaður kemur á sama tíma og þessir sömu viðskiptabankar hafa verið að bæta við þjónustugjöldum og í mörgum tilfellum að hækka þau þjónustugjöld sem fyrir voru. Má þar meðal annars nefna úttektargjald, hraðbankagjald, svargjald bankaþjónustu, greiðslugjald, kortagjald og svona er hægt að telja áfram. Þessir gjaldaliðir eru um 30 talsins.
Meira

Lækkum leiguverð

Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8% heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008. Auk þessa hafa kannanir, m.a. frá ASÍ sýnt fram á að margir þeirra sem búa á leigumarkaði, búa við verulega þungan húsnæðiskostnað. Algengt er að sá húsnæðiskostnaður nemi á bilinu 40 – 70 % af ráðstöfunartekjum.
Meira

Samfélagsleg áhrif

Í Sjónhorninu þann 28. janúar sl. var auglýstur fundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skagafirði. Ég hafði ekki tök á að sækja þann fund, en auglýsingin vakti hjá mér sterkar og áleitnar hugsanir um framtíðarsýn þessa dýrmæta og tækifæraþrungna héraðs okkar, sem býður opinn faðminn til margskonar samvinnu lands og lýðs.
Meira

Heildarstefna í húsnæðismálum

Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu í 10 liðum. Um var að ræða aðgerðaáætlun sem fól það m.a. í sér að taka á skuldavanda heimila, auka stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði og vinna að framtíðarskipan húsnæðismála, þar á meðal úrbótum á leigumarkaði.
Meira

Áskorun til ferðaþjóna á Norðurlandi

Ég hef aldrei nokkurn tímann stílað inn á það að fara í búð þegar hún er lokuð. Mér hreinlega dettur það ekki í hug. En auðvitað eins og karlmanni sæmir hef ég misskilið opnunartíma af og til, en það er óvart. Ég hef heldur aldrei búist við að einhver komi til mín þegar það er lokað og læst.
Meira

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.
Meira

Langþráð baráttumál komið í höfn

Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis, eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð.
Meira