Heilbrigðisþjónusta í Skagafirði kemur okkur öllum við
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
02.10.2015
kl. 17.39
Góð og örugg heilbrigðisþjónusta skiptir Skagfirðinga sem og aðra landsmenn gríðarlega miklu máli. Í raun má segja að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ráði miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara okkar sem gjarna á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Við höfum átt því láni að fagna hér í Skagafirði að við Heilbrigðisstofnunina vinnur frábært starfsfólk. Hinsvegar höfum við því miður þurft að horfa á bak heilu þjónustusviðunum frá Heilbrigðisstofnunni vegna niðurskurðar og skipulagsbreytinga á landsvísu. Í þeim hremmingum höfum við einnig misst vel menntað og hæft starfsfólk.
Meira