Aðsent efni

Heilbrigðisþjónusta í Skagafirði kemur okkur öllum við

Góð og örugg heilbrigðisþjónusta skiptir Skagfirðinga sem og aðra landsmenn gríðarlega miklu máli. Í raun má segja að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ráði miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara okkar sem gjarna á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Við höfum átt því láni að fagna hér í Skagafirði að við Heilbrigðisstofnunina vinnur frábært starfsfólk. Hinsvegar höfum við því miður þurft að horfa á bak heilu þjónustusviðunum frá Heilbrigðisstofnunni vegna niðurskurðar og skipulagsbreytinga á landsvísu. Í þeim hremmingum höfum við einnig misst vel menntað og hæft starfsfólk.
Meira

Af gefnu tilefni

Þar sem Feykir er til umræðu á öðrum stað í blaðinu vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum og svara gagnrýni sem fram kemur í aðsendri grein Arnar Ragnarssonar framkvæmdastóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Meira

Um heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Í næstsíðasta tölublaði Feykis, 10. september sl. vöktu athygli frétt af bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og grein eftir Bjarna Jónsson sveitastjórnarfulltrúa VG og óháðra. Í báðum þessum skrifum er fullyrt að verið sé að skerða heilbrigðisþjónustu í Skagafirði.
Meira

Samþjöppun í mjólkurframleiðslu

Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár.
Meira

Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.
Meira

Erum við eftirá og með allt niðrum okkur?

Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv.
Meira

Kvennamótið Skyttan

Sumarið er búið að vera annasamt hjá keppnisfólki í skotfimi þetta árið en nú er komið að loka mótinu sem að haldið verður á Skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi núna á laugardaginn 12. september og hefst klukkan 12. Átta galvaskar konur eru skráðar til leiks og eru fimm af þeim í nýliðaflokknum. Mótið ber nafnið Skyttan en þetta er kvennamót sem að hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár hér á landi.
Meira

Áfram er grafið undan heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Sveitarstjórnum og öðrum íbúum Skagafjarðar var á dögunum kynnt með auglýsingu í héraðsmiðlum að Læknavaktin ehf í Reykjavík myndi frá 1. september taka við allri síma- og vaktþjónustu utan dagtíma vegna heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Á sama tíma mátti lesa viðtöl í fjölmiðlum við forsvarsmenn þessarar einkareknu heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greina mátti mikla ánægju með ný verkefni fyrirtækisins sem kölluðu á ráðningu fleiri hjúkrunarfræðinga til að sinna þeim.
Meira

Ræða flutt við messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 2015

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. "Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda.“ Þannig spyr sr. Matthías Jochumsson í fyrsta erindi sínu í ljóðinu Skagafj...
Meira

Landsbankinn allra landsmanna?

Forsvarsmenn Landsbankans hafa gefið það út að líklega verði fyrirhugaðri byggingu á höfuðstöðvum slegið á frest. Ástæðan er sú að margir hafa tjáð sig um málið og gagnrýnt fyrirhugaða byggingu. Það er vel að forsvarsm...
Meira