Aðsent efni

Þessu þarf að breyta „Íslensk póstþjónusta sú lakasta innan EES að mati neytenda“

Á ferðum mínum undanfarna daga hefur fólk hvarvetna kvartað yfir lélegri póstþjónustu. Bréf, blöð og bögglar koma seint á leiðarenda og fólk í fjarlægari byggðum á í miklum erfiðleikum að koma póst sendingum frá sér með eðlilegum hætti. Ítrekað hefur verið ályktað um þessi mál og ég tekið þau upp á sveitarstjórnar - og á landshlutavettvangi. Við þekkjum vel baráttu íbúa hér í Skagafirði og í öðrum landshlutum fyrir pósthúsinu sínu. Stefna stjórnvalda í póstmálum hefur hinsvegar verið sú að skera þjónustuna niður, fækka pósthúsum og dreifidögum. Þá hefur verið verulega vegið að héraðsfréttablöðum sem þjónusta landsbyggðina. Fyrir dreifingu á blöðum eins og Feyki og Skessuhorninu þarf að borga með öllum afsláttum um 117 kr. á hvert blað á meðan aðeins þarf að greiða um 12 kr. fyrir fríblöð sem send eru á hvert heimili.
Meira

Já ég þori get og vil!

Það er ánægjulegt að sjá hve margir vilja leggja málstað Vinstri grænna lið í komandi kosningum. Mest um vert er að okkur takist að koma frá þeim stjórnmálaöflum sem hafa haft sérhagsmunagæslu og dekur við auðvaldið að leiðarljósi frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks komst til valda. Verkefnin framundan eru fjölmörg og við verðum að snúa við þeirri óheillaþróun sem blasir við í neikvæðri byggðaþróun og stórauknum ójöfnuði í landinu.
Meira

82% þjóðarinnar vilja Reykjavíkurflugvöll áfram

Í könnun sem Gallup gerði fyrir ríkisútvarpið í sept. 2013 kom í ljós að 73 prósent Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri. Heildarstuðningur þjóðarinnar við flugvöllinn í Reykjavík var 82 prósent.
Meira

Aldrei fór ég norður

Hugtakið út á landi gætur bæði verið ógurlega krúttlegt í huga fólks en jafnframt eins og versta klúryrði. Þegar fólk talar um að fara í sæta sumarhúsið sitt út á landi, fallega einbýlishúsið sem staðsett er á besta stað í miðbæ Patreksfjarðar þá er hugtakið ógurlega krúttlegt. En þegar umræðuefni snýst um að hafa stofnun eða þjónustu á vegum ríkisins staðsetta út á landi verða margir eins og andsetnir og hreinlega tjúllast.
Meira

Nýjar áskoranir á nýju kjörtímabili

Næsta laugardag, þann 3. september, verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið en það er liður í undirbúningi flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust. Alls gefa 10 frambjóðendur kost á sér til að taka sæti á lista og er þarna er á ferðinni öflugur hópur einstaklinga sem munu leggja sig alla fram við það að stuðla að bættum lífskjörum fólks og treysta frekar skilyrði til atvinnuuppbyggingar í kjördæminu á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar.
Meira

Kæru félagar

Nú stendur yfir kosning í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég býð mig fram til að leiða listann í 1. sæti. Skráðir félagar 21. ágúst sl. hafa rétt til þátttöku og hafa fengið kjörseðla með nöfnum frambjóðenda og raða í 6 efstu sætin. Kjörseðilinn þarf að setja í póst í umslögum sem fylgja. Umslagið þarf að stimplast í síðasta lagi mánudaginn 5. september. Mikilvægt er að svæðið, kjördæmið og landsbyggðin öll hafi öfluga talsmenn á Alþingi.
Meira

Tryggjum kjör Haraldar

Það er því miður ekki sjálfgefið að fólk gefi kost á sér til starfa í stjórnmálum. Þar ræður að sjálfsögðu nokkru það vantraust sem upp kom við fall bankakerfisins og afleiðingar þess. Mestu ræður þó sú orðræða sem þróast hefur með tilkomu netmiðla og vaxandi tillitsleysi fjölmiðla gagnvart stjórnmálamönnum.
Meira

Byggðaröskun er ekki náttúrulögmál

Mikið skortir á framtíðarsýn í byggðamálum hjá núverandi stjórnvöldum. Átakanlegustu dæmin um það er annars vegar niðurskurður til Sóknaráætlana, hins vegar sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar sem gerði ráð fyrir stórátaki í innviðauppbyggingu, meðal annars öflugu samgönguátaki, á grundvelli fjármögnunar sem lá fyrir þá þegar. Stefnuleysið birtist ekki síst í handahófskenndum aðgerðum og aðgerðaleysi. Engin samgönguáætlun er til dæmis í gildi og hefur ekki verið síðan 2014.
Meira

Gerum betur í heilbrigðismálum

Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra Íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.
Meira

Ja hérna hér!

Nú hellast yfir okkur fréttir um að stjórnmálamenn ætli að bæta kjör eldri borgara og öryrkja. Félagsmálaráðherra hyggst nú leggja fram frumvarp þegar aðeins nokkrar mínútur eru eftir af starfstíma hennar í embætti. Fjármálaráðherra fer mikinn þessa dagana. Hann ræðst á fjölmiðlamenn og pistlahöfunda og sakar þá um falsanir og að allt sem þeir birti sé þvættingur.
Meira