Þessu þarf að breyta „Íslensk póstþjónusta sú lakasta innan EES að mati neytenda“
feykir.is
Aðsendar greinar
07.09.2016
kl. 13.05
Á ferðum mínum undanfarna daga hefur fólk hvarvetna kvartað yfir lélegri póstþjónustu. Bréf, blöð og bögglar koma seint á leiðarenda og fólk í fjarlægari byggðum á í miklum erfiðleikum að koma póst sendingum frá sér með eðlilegum hætti. Ítrekað hefur verið ályktað um þessi mál og ég tekið þau upp á sveitarstjórnar - og á landshlutavettvangi. Við þekkjum vel baráttu íbúa hér í Skagafirði og í öðrum landshlutum fyrir pósthúsinu sínu. Stefna stjórnvalda í póstmálum hefur hinsvegar verið sú að skera þjónustuna niður, fækka pósthúsum og dreifidögum. Þá hefur verið verulega vegið að héraðsfréttablöðum sem þjónusta landsbyggðina. Fyrir dreifingu á blöðum eins og Feyki og Skessuhorninu þarf að borga með öllum afsláttum um 117 kr. á hvert blað á meðan aðeins þarf að greiða um 12 kr. fyrir fríblöð sem send eru á hvert heimili.
Meira
