Aðsent efni

Blússandi ójöfnuður eða blússandi góðæri?

Í upphafi árs lítum við yfir farinn veg og stígum á stokk og heitum á okkur sjálf að ná árangri í þeim verkefnum sem við erum að kljást við hverju sinni. Á Alþingi eru það fjárlögin sem endurspegla stefnu hverrar ríkisstjórnar og stjórnarandstaðan glímir við að ná fram breytingum á í takt við stefnu sinna flokka.
Meira

Niðurgreiða skagfirsk heimili orku til fyrirtækja?

Síðast liðið vor samþykkti stjórn Skagafjarðaveitna gjaldskrá fyrir heitt vatn. Þar var nýtt ákvæði um að stórnotendur, sem nota meira en 100 þús. tonn af heitu vatni á ári, megi sækja um 70% afslátt. Jafnframt var sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum, sem vildu nýta heitt vatn sem beinan framleiðsluþátt, gefin kostur á að sækja um afsláttinn.
Meira

Skagfirðingar syngja

Ég eignaðist disk um daginn. Það er svo sem ekkert nýtt en þegar ég var búinn að hlusta á hann og einnig upplifa útgáfutónleika í Miðgarði datt mér í hug að skrifa nokkur orð um þetta verk, einhverskonar gagnrýni með áherslu á það jákvæða.
Meira

Munaðarlausar tillögur

Margir íbúar Skagafjarðar bundu vonir við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yrði hagfelldari en ríkisstjórnin sem sat áður og skar rækilega niður á Norðurlandi vestra. Vonir vöknuðu m.a um að hægt yrði að leggja endanlega til hliðar ýmsar vanhugsaðar áætlanir um sameiningu stofnana á Norðurlandi vestra sem miðuðu fyrst og fremst að því að fækka störfum á svæðinu.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.
Meira

Að leita langt yfir skammt

Á Norðurlandi vestra hafa þó nokkrir forystumenn í sveitarstjórnum lagt í miklar langferðir, þeir hafa farið alla leið til Kína, til þess að biðla til þarlendra um að koma upp iðjuveri við Skagaströnd. Auðvitað er rétt að skoða alla möguleika til atvinnusköpunar, en þá er nánast kjánalegt að rýna ekki í nærtækasta kostinn áður en heimdraganum er hleypt svo langar leiðir.
Meira

Ferð að Öskugosinu í október 1961

Það var 12. október á því herrans ári 1961 sem jarðskjálftamælar hér á landi fóru að sýna jarðskorpuhreyfingar, sem vísindamenn töldu benda til að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í Dyngjufjöllum. Nokkrum dögum síðar, eða 19. október urðu vísindamenn, sem staddir voru á svæðinu, áhorfendur að því að stórkostlegur hver myndaðist nærri Öskjuopi og spjó leir og grjóti yfir næsta umhverfi sitt. Nokkru síðar hætti að mestu vatnsrennsli frá hvernum og töldu vísindamenn það benda til þess að kvika hefði soðið allt vatn úr berggrunninum og hún nálgaðist yfirborðið.
Meira

Öryggismál sjómanna í forgang

Öryggismál sjómanna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið í ljósi hörmulegs sjóslyss sem varð í sumar þegar Jón Hákon BA–60 sökk út af Aðalvík og einn maður fórst en þrír komust lífs af þegar nálægur bátur kom þeim til bjargar á ögurstundu.
Meira

Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins

Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sérstaka ástæðu til að staldra við vetrarþjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars staðar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjónustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“
Meira

Um bókina Kveikjur

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur við Landsspítalann skrifar:
Meira