Aðsent efni

Alvarleg staða í íslenskum sauðfjárbúskap

Ég var á fundi í gærkvöld í Ljósheimum [mánudagskvöld: innsk. Feykir]. Þar fór Ágúst Andrésson sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga yfir helstu ástæður verðfellingar fyrirtækisins á kindakjöti til bænda, það er að segja útgáfu Kaupfélagsins á því. Hann hélt því fram að ástæðan væri eingöngu vegna útflutnings en innanlandsneyslan kæmi þessu máli á engan hátt við. Þarna er ég í grundvallaratriðum ÓSAMMÁLA sláturhússtjóranum.
Meira

Svar við pistli „Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú“

Kæru Húnventningar nær og fjær, Ég, sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heibrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, vil hér með svara fyrirspurn sem kom á Húnahornið í síðustu viku. Fyrirspurnin var um það hvernig því væri háttað ef sjúkraflutningsmaður á vakt færi í forgangsútkall og væri staddur heima hjá sér austan Blöndu? Hvernig hann ætti að komast í forgangsútkall ef hann lendir á rauðu ljós við brúnna?
Meira

Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það verður leyst að koma sjúkraflutningsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum yfir Blöndubrú hratt og örugglega, en eins og háttar til núna þá standa framkvæmdir yfir þar. Ef slys eða veikindi verða austan megin brúar og sjúkraflutningsmaðurinn sem er á vakt í það skiptið býr austan megin við brúna, þá er viðbúið að miklar tafir geti orðið.
Meira

Vegina í forgang

Það fróðlega við að taka þátt í forvali VG nú á síðustu vikum sumars er að fara um hið víðfeðma Norðvesturkjördæmi og hitta fólk. Allt frá Hvalfjarðarbotni um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali , um sunnan verða Vestfirði, frá Patreksfirði til Ísafjarðar, um Strandir, Hólmavík í Árneshrepp, um Húnavatns- og Skagafjarðasýslur, norður í Fljót að austan og víðar.
Meira

Vegna stuðningsyfirlýsingar ritstjóra Feykis við frambjóðanda VG

Héraðsfréttablöð eru hverju samfélagi mikilvæg og við í Norðvesturkjördæmi gætum ekki hugsað okkur að vera án blaða eins og Feykis, Skessuhorns og Bæjarins besta, svo dæmi séu tekin. Það er líka gaman að lesa alvöru fréttir um alvöru fólk en ekki einungis þá sem prýða forsíðu glanstímarita. Duglegt og skapandi fólk í héraði fær gjarnan mikið pláss í héraðsfréttablöðum og héraðsfréttablöðin eru öflugur auglýsingamiðill. Ég les öll þessi blöð og hef gaman af.
Meira

Forvali jafnaðarmanna lokið

Nú hafa jafnaðarmenn í Norðvesturkjördæmi valið sér forystu fyrir Alþingiskosningar 29. október n.k. og við erum afar þakklát fyrir traustið sem okkur hefur verið sýnt.
Meira

Góðir félagar í VG

Nú berast kjörseðlar í hús í forvali VG sem stendur yfir dagana 12 til 20 september. Mikilvægt er að við tökum öll þátt og og mótum sigurstranglegan lista í komandi Alþingiskosningum.
Meira

Metum verk undirmanna okkar, þingmannanna

„Sterkur listi sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni“ segir Brynjar Níelsson. Hér er listinn: Ég skrifaði við nokkrar staðreyndir um frambjóðendurna.
Meira

Forval VG

Kæru félagar nú er hafin kosning í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingingiskosningar. Ég býð mig fram til að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Yfirlýsing oddvita Pírata í NV kjördæmi

Ég vil byrja á að þakka öllum, sem hafa tekið sér tíma til að senda mér skilaboð og góðar hugsanir, kærlega fyrir stuðninginn. Ég er upp með mér yfir því trausti sem Píratar á landsvísu hafa sýnt mér með því að velja mig sem oddvita í NV kjördæmi og mun ég gera mitt allra besta til þess að standa undir væntingum.
Meira