Aðsent efni

Gef kost á mér í 1. til 2. sæti í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi

Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi, býð mig fram í 1. – 2. Sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í tíu ár, verið forseti bæjarstjórnar í 4 ár, um tíma formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síðasta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt.
Meira

Yfirlýsing frá Ferðamálafélagi Vestur-Húnavatnssýslu

Stjórn Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu harmar viðvarandi og langvinnt sinnuleysi á viðhaldi og uppbyggingu Vatnsnessvegar (nr. 711).Þrátt fyrir ítekraðar ábendingar til þingmanna, ráðherra og Vegagerðarinnar, til margra ára, er ástand vegarins algerlega ólíðandi.
Meira

Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks.
Meira

Landið allt í byggð!

Einn af þeim málaflokkum sem ég er að takast á við þessa dagana eru byggðamál. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika að sumar byggðir í landinu þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og að fólki fækki.
Meira

Hótel hér, hótel þar, hótel allsstaðar

Hótel spretta upp eins og gorkúlur um þessar mundir, sérstaklega á suðvestur horni landsins. Sem betur fer rís eitt og eitt hótel á landsbyggðinni enda virðist þörfin vera mikil. Umræða um hótelbyggingu á Sauðárkróki hefur verið töluverð undanfarnar vikur og sitt sýnist hverjum.
Meira

Til hamingju með safnaverðlaunin

Starf­semi Byggðasafns Skag­f­irðinga er fjölþætt og metnaðarfull. Safnið er því sannarlega vel að Íslensku safnaverðlaunum ársins 2016 komið, sem forseti Íslands veitti safninu nýlega.
Meira

Vinnubrögð sem nýja Ísland vill ekki

Fimmtudaginn 14 júlí s.l. undirritaði ég blað sem eigandi jarðarinnar Bakkakot í Blönduósbæ. Ég er ekki stoltur af þessari undirskrift, en með henni samþykkti ég að lagður yrði nýr strengur fyrir ljósleiðara gegnum land Bakkakots,ekki vegna þess að ég sjái eftir landinu fyrir strenginn, heldur sem skattgreiðandi til ríkisins og Blönduósbæjar.
Meira

Ungt fólk til áhrifa eða skrauts?

Ég heiti Rúnar Gíslason og ég er með ólæknandi áhuga á samfélagsmálum. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þeir sem vita að ég er bara tvítugur drengtittur úr Borgarfirði finnst það kannski svolítið djarft, verulega bratt, örlítið klikkað eða hugsanlega jafnvel verulega frekt að sækjast eftir mögulegu þingsæti, þegar væntanlega er völ á eldra og reyndara fólki í þessi hlutverk. Og kannski er þetta meira segja allt í senn, djarft, bratt, klikkað og frekt. Það er samt alls ekki meiningin og það skal ítrekað að þessi ákvörðun er tekin af góðum hug og fyrst og fremst vegna áhuga á velferð samfélagsins.
Meira

Sólon myndlistarfélag

Sólon myndlistarfélag var formlega stofnað af áhugalistamönnum frá Skagafirði og nágrenni í byrjun ársins 2011. Þá höfðu stofnfélagar þegar haldið saman tvær samsýningar í Sæluviku á Sauðárkróki, árin 2009 og 2010. Fyrsta sýningin, “Litbrigði Samfélags”, var verkefni Pálínu Óskar Hraundal, útskriftarnema í ferðamálafræði frá Hólaskóla, og fékk hún til hennar styrk frá Menningarráði Norðurlands Vestra en sú sýning markaði í raun upphaf samstarfs listamannanna í Sólon.
Meira

Velkomin heim að Hólum

Með stolti og gleði bjóða Skagfirðingar Landsmót hestamanna 2016 velkomið heim að Hólum. Skagafjarðarsýsla keypti Hóla 1881 og stofnaði þar bændaskóla á hinu forna biskups- og menntasetri Norðlendinga um aldir. Fyrir mig sjálfan er þessi stóratburður, Landsmót hestamanna heima á Hólum einkar ánægjulegur.
Meira