Aðsent efni

Opnir lófar og fallegir draumar | Króksblótspistill 70 árgangsins

Er það staðreynd að sofni maður með opna lófa þá dreymi mann frekar blíðuhót og fjöruga bólfélaga? Sofni maður með kreppta hnefa dreymi mann hins vegar tómt basl og erfiða baráttu?
Meira

Orkutæmandi áhorf | Leiðari 7. tbl. Feykis

Margir eru þeirrar gerðar að líf þeirra utan vinnutíma snýst talsvert um íþróttakappleiki helgarinnar. Það er að segja að hverja helgi þarf að skipuleggja í takt við leiki í enska boltanum eða körfuboltaleiki Tindastóls – svona svo dæmi sé tekið. Að fylgja íþróttaliðum, hvort sem farið er á völlinn eða heima setið fyrir framan imbann, þá getur þetta áhorf, sem jaðrar við að vera lífsnauðsynlegt, tekið talsvert á taugarnar.
Meira

Forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.
Meira

Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Meira

Dagur leikskólans! | Ásbjörg Valgarðsdóttir skrifar

Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Meira

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Meira

Setið eftir með sárt ennið | Leiðari 4. tbl. Feykis 2025

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Meira

Áfram Tinder ... stóll! | Leiðari 2. tbl. Feykis

Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman | Aðalheiður Jóhannsdóttir skrifar

Meira

Hugleiðing um áramót | Valgerður Erlingsdóttir skrifar

Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
Meira