Samfélagslegt tap af afnámi tolla | Margrét Gísladóttir skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
11.08.2024
kl. 09.19
Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær [8. ágúst]. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar.
Meira