Greinar

Æfingaferðirnar með Keflavík standa upp úr ;; Liðið mitt Halldóra Andrésdóttir Cuyler

„Best að byrja á því að þakka Baldri vini mínum kærlega fyrir þetta!“ segir Halldóra Andrésdóttir Cuyler en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, skoraði á hana að svara í Liðinu mínu áður en þátturinn og enska úrvalsdeildin fór í frí seinasta vor. Halldóru er auðvelt að staðsetja á Bergstöðum í Borgarsveit í Skagafirði en sjálf segist hún vera ótrúlega heppin að eiga marga staði sem hún geti kallað heimili sitt. „Nánast alveg sama hvert ég er að ferðast þá er ég ansi oft á leiðinni heim. En ég er skráð til heimilis í Virginia Beach, USA, en alltaf á ferðalagi í Skagafirðinum og með hugann í Keflavík,“ segir Halldóra en glæstan feril á hún með liði Keflavíkur í körfuboltanum hér áður fyrr. Starfstitill Halldóru er Business Development Consultant eða fyrirtækja þróunar ráðgjafi ef hann er færður upp á bjagaða íslensku! „Já, og svo auðvitað hobby sauðfjárbóndi í íhlaupum,“ áréttar hún.
Meira

Við eigum nýja stjórnarskrá

Eitt ár er í dag síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók við yfir 43 þúsund staðfestum undirskriftum kjósenda þar sem hins sjálfsagða var krafist, að úrslit kosninga yrðu virt og nýja stjórnarskráin lögfest. Við vitum að í lýðræðisríki eru úrslit löglegra kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Að brjóta þá grundvallarreglu getur ekki gengið til lengdar. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Alþingi lögfestir nýju stjórnarskrána. Meðan það er ógert hangir skömm yfir stjórnmálum landsins.
Meira

James Bond er dauður - Leiðari Feykis

James Bond hefur hætt virkri þjónustu, segir í kynningu nýjustu myndar um hinn eitursvala njósnara hennar konunglegu hátignar í Bretlandi, 007. Í myndinni, sem nú spannar ellefu korter, er þó friðurinn skammvinnur þegar Felix Leiter, gamall vinur frá CIA, mætir á svæðið og biður um hjálp. Að sjálfsögðu bregst Bond ekki vini sínum og lendir á slóð dularfulls illmennis, vopnuðum hættulegri nýrri tækni, meira að segja líftækni sem ég efast um að verði nokkurn tímann verði að veruleika.
Meira

Að vera sjálfum sér trúr :: Áskorandapenninn Jóhannes Torfason Torfalæk A-Hún.

Það er auðvelt að lifa hátíðardaginn en tekur á að lifa hvernsdaginn, þó er hann mjög mikilvægur, á honum gerast hlutirnir. Nú lifum við vikur þar sem gylliboðin fylla flesta miðla sem ná til okkar, boð sem flestir sem þau senda vita að eru tál. Blessunarlega er hægt að slökkva á flestum miðlum og ég segi oft að þögnin sé besta útvarpsefnið.
Meira

Sá dásamlegi tími, haustið :: Áskorandinn Emma Sif Björnsdóttir Hofsósi

Haustið er minn tími. Ekki það að ég sé ekki eins og hver annar sólardýrkandi Íslendingur sem rýkur út um leið og sólin fer að skína að sumri til, þá er bara eitthvað annað við haustið.
Meira

Talibanar Íslandssögunnar – Leiðari Feykis

Eins og lesendur geta séð í aðalefnis Feykis þessa vikuna er endalaust hægt að gera sér mat úr mesta ófriðartíma Íslandssögunnar, Sturlungaöldinni. Hún er yfirfull af valdabaráttu, svikum, auðsöfnun, misskiptingu og gríðarlegu ofbeldi. Menn eru drepnir hægri vinstri, ýmist felldir í bardögum, brenndir inni eða hálshöggnir, aflimaðir, blindaðir og geltir svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vík í Sæmundarhlíð

Þetta bæjarnafn þekkist fyrst úr Sturlungu. Meðal þeirra manna, sem Brandur Kolbeinsson hafði í vígförinni að Þórólfi Bjarnasyni, er nefndur ,,Einarr auðmaðr í Vík“ (Sturl. II. bls. 333).
Meira

Hvert liggur þín leið? :: Áskorendapenni Atli Einarsson, Blönduósi

„Hvaðan kom hann?, hvert er hann að fara?, hvað er hann?!“ Með þessum orðum lýsti Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, varnarleik íslensks handboltamanns á Evrópumóti í handbolta fyrir rúmum áratug síðan. Þessar þrjár spurningar má með mjög einföldum hætti heimfæra upp á hvaða einstakling sem er. Öll eigum við okkur einhverja fortíð sem mótar okkur með einum eða öðrum hætti. Við höfum einhverjar áætlanir um það hvert við stefnum og loks höfum við ákveðnar hugmyndir og væntingar um það hvað og hvernig við viljum vera.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar 2021

Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitarfélögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipulagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september.
Meira