Greinar

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira

Bjúgu og fiskibollur :: Leiðari Feykis

Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma.
Meira

Spyrnum við og breytum þessu

TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004.
Meira

Rugluð ráðgjöf

Allan hringinn í kringum landið erum við sjómenn að upplifa mokfiskerí bæði grunnt og djúpt og nánast á hvaða veiðarfæri sem er. Sjórinn er sem sagt kjaftfullur af fiski. Á sama tíma ákveður Hafrannsóknastofnun að skera veiðiheimildir í þorski niður um 6% til viðbótar við 13,5% niðurskurð í fyrra. Í karfa er niðurskurðurinn á milli ára hvorki meira né minna en 20% enda þótt hann mokveiðist hvar sem menn bleyta í veiðarfærum.
Meira

Vígslubiskup á Hólum

Hólar í Hjaltadal er okkur Norðlendingum helgur staður að fornu og nýju. Kirkju og skólasagan, náttúran og veðursældin hafa markað umgjörð sem lætur þá ekki ósnortna sem annaðhvort hafa búið þar eða kynnt sér til hlítar hve djúpt rætur menningar og þekkingar liggja á Hólum. Og enn er sáð til þeirrar uppskeru.
Meira

Að flytja í fámennið :: Áskorandapenni Ólína Sófusdóttir Laugarbakka

Það er sérstök tilfinning fyrir fólk að taka ákvörðun um að flytja frá öllu sem því er kært og það þekkir vel og vita ekki hvað bíður þess á áfangastað. Fyrir okkur var stórt skref tekið þegar við hjónin fluttum fyrir margt löngu frá Egilsstöðum til Noregs. Okkur leið mjög vel í Noregi, en vorum án fjölskyldunnar, sem öll var búsett áfram á Íslandi.
Meira

Heyr himna smiður – 50 ár frá lagasmíði

Víða leynast handskrifuð bréf hugsaði ég þegar ég horfið á fréttirnar um daginn, en þar var sagt frá óþekktu bréfi Davíðs Stefánssonar sem nú var að koma fram fyrir augu almennings. Þá mundi ég eftir að ég átti bréf frá Þorkeli Sigurbjörnssyni, er hann svarað erindi mínu um hvernig lag hans, Heyr himna smiður varð til.
Meira

Viðreisn auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað

Mörg mál voru samþykkt á lokametrum þingvetrarins. Eitt þeirra var sérstaklega miðað að því að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Þingmenn Viðreisnar fengu samþykkt frumvarp sitt, sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi.
Meira

Vistmorði vísað til ríkisstjórnarinnar – þingflokkur Pírata fagnar

Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Pírata um vistmorð til ríkisstjórnarinnar í dag. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og flutningsmaður tillögunnar, fagnar niðurstöðunni.
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira