Greinar

Með landið að láni - Áskorandi Ingvar Björnsson á Hólabaki

Sem bóndi á ég allt mitt undir sól og regni og þeim gæðum sem náttúran færir mér. Bændur framtíðarinnar verða í sömu stöðu og ég en þeir munu einnig eiga sitt undir því hvernig ég og mín kynslóð mun skila landinu áfram til þeirra.
Meira

Tilslakanir vegna Covid19

Covid19 veirusýkingin sem geisað hefur hér á landi síðastliðna mánuði er nú á hraðri niðurleið. Enn höfum við þó ekki náð fullum sigri á faraldrinum, þar sem enn greinast ný smit og töluverður fjöldi fólks er enn í einangrun. Hér á Norðurlandi vestra urðum við vel vör við sjúkdóminn þar sem að 35 einstaklingar veiktust, sem allir hafa náð bata. Það má þakka skjótum viðbrögðum og mikilli samstöðu íbúa að ekki kom til aukinnar útbreiðslu sjúkdómsins.
Meira

Grafalvarleg staða grásleppuveiða

Þegar þetta er skrifað að kveldi annars maí eru margir grásleppubátar að sigla í land með net sín vegna reglugerðar sem sjávarútvegsráðherra undirritaði um stöðvun grásleppuveiða. Gríðarlega góð veiði hefur verið hjá bátunum, svo mikil að elstu menn muna vart annað eins. Hins vegar er kvótinn búinn, hin heilaga tala Hafró. Sá dagafjöldi sem ráðherra gaf út, 44 dagar á hvern bát eru fullnýttir hjá nokkrum (innan við 10%), aðrir áttu einhverja daga eftir, margir voru nýbyrjaðir og enn aðrir ekki komnir til veiða.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin eftir landsmótið 1950 :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, eftir smásveig sem tekin var og fjallað um reiðbúnað, s.s um reiðskó og stígvél, gæruúlpur, svipur og píska, skal haldið áfram þar sem frá var horfið í 1. tbl. Feykis nú í ár, Íslenska gæðingakeppnin – Landsmótið 1950, og fjallað áfram um sögu íslensku gæðingakeppninnar en sú samantekt hófst með greininni Íslenska gæðingakeppnin í 46. tbl. Feykis 2019.
Meira

Geldur og engar rjúpur :: Áskorandapenninn Auður Þórhallsdóttir Hvammstanga

Fyrir nokkrum árum síðan fór maðurinn minn með hundinn okkar í geldingu. Ekki af því að hann væri svo hrifinn af þeirri hugmynd en sú ákvörðun hafði verið tekin vegna þess að seppi gat ekki hætt að gelta. Reynslumikill hundaeigandi hafði ráðlagt okkur að láta vana dýrið, klippa kúlurnar eins og hnípinn heimilisfaðirinn orðaði það þegar hann var sendur af stað með hundinn til dýralæknis.
Meira

Baráttukveðjur 1. maí!

Í ár höldum við hátíðlegan 1. maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn.
Meira

Íþróttatengd ferðaþjónusta í Skagafirði :: Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Ferðamennska hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin ár en nú hefur veira sett strik í reikninginn. Líklegt má telja að erlendir ferðamenn verði fátíðir gestir í sumar. Aftur á móti binda aðilar í ferðaþjónustu vonir við að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands. Fegurð Skagafjarðar heillar hvern þann sem sækir fjörðinn heim.
Meira

Um nýtni og viðgerðir – Byggðasafnspistill :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar

Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum.
Meira

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið.
Meira

Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu Blöndulínu 3 - Elín Sigríður Óladóttir skrifar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar.
Meira