Aðsent efni

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira

Digur- og látúnsbarkar | Leiðari 8. tbl. Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Donald John Trump hefur að nýju tekið við völdum í Bandaríkjunum enda virðist það vera eitt helsta markmið hans að allir, hvort sem það eru nú andstæðingar hans í Demókrataflokknum, stríðshrjáðir Úkraínumenn, allir þeir sem ekki telja sig karl eða konu að ógleymd-um Grænlendingum, viti að það er kominn nýr sópur í Hvíta húsið og hann gerir það sem honum dettur í hug – sama hversu fjarstæðukennt, ólýðræðislegt og grunnhyggið það er.
Meira

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni | Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar

Dagur einstakra barna minnir okkur á mikilvægi þess að skapa jöfn tækifæri fyrir öll börn, óháð búsetu. Málefnið er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á sjálf einstaka stelpu sem hefur kennt mér ómetanlega mikið og gefið mér tækifæri til að sjá lífið frá nýju sjónarhorni.
Meira

Blómlegt samfélag eða krónur í kassann? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Ákvörðun meirihluta byggðarráðs um sölu flestra félagsheimila í dreifðum byggðum Skagafjarðar hefur nú verið tekin með stuðningi Byggðalista eins og sjá má í fundargerð Byggðarráðs hér. Á sama tíma og stefnt er að byggingu menningarhúss á Sauðárkróki vakna margar spurningar um bæði forgangsröðun og skilning þeirra á menningu.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu | Hjörtur J. Guðmundsson

Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% sem nær þannig ekki tvöföldun.
Meira

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum.
Meira

Alþjóðlegi Rótarýdagurinn | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Meira

Verði stórveldi með eigin her | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Meira

Tollflokkun pizzaosts staðfest enn á ný | Atli Már Traustason skrifar

Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu. Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Meira