Aðsent efni

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.
Meira

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram.
Meira

Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.
Meira

Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram. Það að vera í þjónustu við þjóðina þýðir að hlusta og rækta samband við fólkið í landinu. Það höfum við gert og ætlum að gera áfram. Þetta samtal er grunnurinn að stefnu Samfylkingarinnar fyrir þessar kosningar sem birtist í Planinu, þremur útfærðum tillögum í efnahagsmálum, velferðarmálum og atvinnu- og innviðamálum.
Meira

Vilt þú breytingu á stjórn landsins? | Hannes S. Jónsson skrifar

Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand.
Meira

Heilbrigðisþjónusta utan lögheimilis – Mismunun og kostnaður foreldra

Nú er verið að ganga til kosninga og því vill ég nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðisþjónustu utan lögheimilis, sérstaklega þegar kemur að þjónustu fyrir börn, kostnaður og álag á fjölskyldur sem þurfa að ferðast langar leiðir til að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Kerfið þarf að bæta og tryggja að allar fjölskyldur, óháð búsetu, fái sanngjarna meðferð þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Meira

Vertu sól | Leiðari 44. tbl. Feykis

Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Meira

Eflum ferðaþjónustu í Norðvesturkjördæmi | Heiða Rós Eyjólfsdóttir skrifar

Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Meira

Þeir sem að minna mega sín | Jónína Björg Magnúsdóttir skrifar

Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Meira

Samfylkingin og ég ... | Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir skrifar

Ég trúi því að Samfylkingin sé með gott plan og ætli að fylgja því eftir komist hún í ríkisstjórn. Samfylkingin sem slík gerir þó ekki marga hluti, heldur fólkið sem hefur ákveðið að starfa undir hennar hatti. Þessi hópur, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hefur sett sér markmið um ýmsa málaflokka sem sjá má á heimasíðu flokksins. Skoðum örfá alvöru dæmi.
Meira