Greinar

Fasteignagjöld á Sauðárkróki 2024

Þriðjudaginn 13. febrúar sl. birtist grein á Feykir.is undir nafninu ,,Álagningarseðill fasteigna". Einhver umræða um þennan álagningarseðil virðist hafa átt sér stað og í ljósi þess telur formaður byggðaráðs Einar E. Einarsson sig þurfa að gera nánari grein fyrir þessum lið í rekstri Sveitarfélagsins.
Meira

Spurning um forgangsröðun - þarf eitt að útiloka annað?

Hvers vegna þarf að forgangsraða einu umfram annað og stilla upp tveimur valkostum um hvort sé mikilvægara fyrir samfélagið – menntastofnanirnar eða menningarstofnanirnar? Getum við ekki sammælst um að starfsemi beggja sé mikilvæg og hlúa þurfi að hvoru tveggja? Jafnvel væri ráð að fagna þeirri meðgjöf sem framkvæmdir munu hljóta frá stjórnvöldum í stað þess að stilla þeim upp á móti hvorri annarri og afþakka það fjármagn sem ríkið mun leggja fram til nauðsynlegra framkvæmda. Ljóst er að annað hvort þarf sveitarfélagið að standa straum af öllum kostnaði við varðveislurými eða fá til þess stuðning frá ríkinu í formi framlags til menningarhúss.
Meira

Spurning um forgangsröðun?

Þarf eitt að útiloka annað? Nei, það vil ég ekki meina, en að mínu mati eiga framkvæmdir við leik- og grunnskóla samt að vera ofar í forgangsröðinni en framkvæmdir við menningarhús á Sauðárkróki. Mikil þörf er á endurbótum og framkvæmdum við grunnskólabyggingar í Skagafirði svo þær standist þarfir og kröfur nútímans, auk þess sem fullyrða má að aðstöðu til kennslu list- og verkgreina er meira og minna ábótavant. Það eru oft á tíðum þessar námsgreinar sem lúta lægra haldi þegar kemur að skipulagi húsnæðis og skólastarfs, sem er miður því þetta eru þær námsgreinar sem gefa nemendum tækifæri á að efla nýsköpunargáfu sína sem mikil eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í nútímasamfélagi.
Meira

Endurskoða örorkulífeyriskerfið

Drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi – sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu.
Meira

Tökum samtalið og kveikjum neistann

Fræðslunefnd Skagafjarðar bókaði á fundi sínum í gær, miðvikudaginn 14. febrúar, að skipa tvo vinnuhópa sem snúa að starfsemi leik- og grunnskóla í Skagafirði og að skipuleggja kynningu á verkefninu Kveikjum neistann. Með þessari grein viljum við kynna forsendur nánar fyrir íbúum.
Meira

Ágætu Skagfirðingar

Þið sem eitthvað þekkið til mín vitið eflaust að mér eru málefni fatlaðra svolítið hugleikin, ekki síst aðgengismál. Ég hef svo sem reynt það á eigin skinni hvað lítið þrep getur verið mikil hindrun fyrir manneskju með göngugrind sem á erfitt með að lyfta fótunum. Í mörgum tilfellum er svo einfalt að sleppa tröppum og hafa þetta bara hallandi. Vissulega höfum við unnið mikið í því að bæta aðgengi og erum enn að. Ég vitna stundum í hana Önnu Pálínu Þórðardóttur þegar rætt er um málefni fatlaðra. Hún komst ekki á bókasafnið fyrr en um sjötugt þegar farið var að bera hana á milli hæða. Mikið sem hún var glöð þegar lyftan kom í Safnahúsið. Hún var fædd árið 1935 og á þeim tíma áttu fatlaðir einstaklingar helst ekki að vera sýnilegir. Síðan þá hefur sem betur fer margt breyst.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira

Hvað VG hefur gert í loftslagsmálum?

Kópernikusar miðstöðin - loftslagsmiðstöð Evrópusambandsins gaf á dögunum út frétt um ástand lofthjúpsins árið 2023. Skemmst er frá því að segja að árið var það hlýjasta frá upphafi mælinga og mældist meðalhiti jarðar 1.48°C umfram meðaltals hitastigs jarðar fyrir iðnbyltingu. Þessar fréttir koma því miður ekki á óvart og segja okkur að þrátt fyrir fögur fyrirheit þjóða heims, sem síðast ályktuðu á COP28 í Dubaí í desember, ganga aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum allt of hægt. Of lítið er að gert til að koma í veg fyrir það mikla tjón sem viðbúið er að verði á öllu lífhvolfinu ef fram fer sem horfir.
Meira

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi

Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Verður ekki keppt í parís í París? | Leiðari 03/24

Íþróttir hafa merkilega mikil áhrif á líf okkar mannfólksins. Kannski ekki allra en ótrúlega margra. Okkur dreymir um sigra, vera partur af hópi, fjölskyldu, þar sem draumarnir rætast. Þeir sem þykjast ekki láta íþróttir hafa áhrif á líf sitt prísa sig sæla, hlæja jafnvel að þeim sem ganga dauflega til móts við nýja viku eftir erfiða helgi í boltanum, langstökki án atrennu eða pílu. Þeir eru ekki alveg að fatta þetta....
Meira