Greinar

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira

Lækkun sorpgjalda í Skagafirði

Á fundi sveitarstjórnar 15. maí sl., var staðfest fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. maí þar sem lagt var til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,8%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024. Sé þessi lækkun skoðuð með hliðsjón af áætlaðri verðlagshækkun milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta verið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila sveitarfélagsins árið 2024, frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir miðað við þá verðbólgu sem er í landinu.
Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Kurteisi kostar ekkert | Leiðari 18. tölublaðs Feykis

Flokkspólitísk dagblöð voru lenskan framan af síðustu öld. Stjórnmálaflokkarnir voru lengi vel fjórir og hver og einn hafði sína málpípu þar sem réttu skoðanirnar voru predikaðar – í raun bergmálshellir þeirra tíma. Framsóknarmenn lásu Tímann, kratar Alþýðublaðið, kommar Þjóðviljann og íhaldið Moggann.
Meira

Þörfin fyrir heimilislækna | Bjarni Jónsson skrifar

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Auðlindirnar okkar

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppi­legt það er.
Meira

Skatastaðavirkjun í Skagafirði | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Skatastaðavirkjun er hugsuð til þess að virkja Austari Jökulsá í Skagafirði. Uppsett afl virkjunar er 156 MW, orkugeta 1090 GWh/ár. Til þess að svo megi verða þarf að skapa uppistöðulón á hálendinu í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta lón kæmi til með að verða um það bil 26,3 km2eða um það bil helmingi minna en Blöndulón. Öll aðrennslisgöng að og frá stöðvarhúsi eru fyrirhuguð neðanjarðar þannig að með góðum frágangi ættu ekki að verða mikil náttúruspjöll.
Meira

Að pissa eða ekki pissa | Leiðari 16. tölublaðs Feykis

...Í bíó á þessum tímum voru mögulega myndir á borð við Cannonball Run, Grease og Superman. Ekki var óvanalegt að Mundi hitaði upp með einum RoadRunner áður en stjörnunar birtust á tjaldinu. Klassískar Sæluvikumyndir voru Áfram-myndirnar (Carry On) og Trinity-myndirnar með hinum óborganlegu Terence Hill og Bud Spencer. Risinn Bud rotaði menn miskunnarlaust með einu góðu höggi ofan á höfuðið – brosti aldrei og var frekar þreyttur á þessum aumingjum sem voru með vesen. Þessar myndir hafa pottþétt ekki elst eins vel og Chaplin myndirnar sem Mundi sýndi í Sæluviku – enda kvikmyndaklassík einstaks listamanns...
Meira

Úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 28. apríl sl. voru að venju birt úrslit í vísnasamkeppninni, okkar árlega viðburði, vonandi verður keppnin haldin um ókomin ár. Markmiðið er að fá fólk til að botna fyrirfram gefna fyrriparta og einnig að yrkja vísu eða vísur um líflegt og litríkt forsetaframboð, hafa aldrei fyrr verið jafn margir til kallaðir á þeim vettvangi mun það verðugt rannsóknarefni. Þátttaka í keppninni var nokkuð góð, alls bárust okkur svör frá tíu hagyrðingum.
Meira