Aðsent efni

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Við skuldum þeim að hlusta | Ólafur Adolfsson skrifar

Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur.
Meira

Tekin verði upp utanríkisstefna ESB| Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í gær ásamt utanríkisráðherrum hinna aðildarríkja EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregs og Liechtenstein, auk Evrópusambandsins, er að ríkin þrjú muni aðlaga sig að utanríkisstefnu sambandsins.
Meira

Félagsleg samheldni eða firring? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Félagsheimilin í Skagafirði eru ekki bara hús, þau eru minnisvarðar um samstöðu, sjálfboðavinnu, vilja og þrótt samfélagsins. Þau voru byggð upp af fólkinu fyrir fólkið. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti sölu á félagsheimilunum í Rípurhreppi og Skagaseli nýverið. Íbúar í Hegranesi hafa sýnt harða andstöðu við söluna, enda er þar vaxandi samfélag sem vill halda áfram að nota húsið sem fyrirrennarar þeirra byggðu í sjálfboðavinnu til að gleðjast og syrgja.
Meira

Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.
Meira

Norska leiðin, stóra leiðréttingin | Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Nú er alþingi undirlagt af umræðum um veiðigjöld, ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta veiðigjöldin með norskri nálgun og er það athyglivert og skiptar skoðanir eins og glöggt má sjá þessa dagana. Þessa stóru leiðréttingu er verið að keyra áfram svo hún nái fram að ganga sem allra fyrst, fyrir ríkiskassann og þjóðina að sjálfsögðu.
Meira

Ágrip af sögu Lionsklúbb Sauðárkróks í 60 ár

Þegar fara á yfir sögu Lionsklúbb Sauðárkróks s.l. 60 árin er af mörgu að taka og erfitt að velja og hafna. Á þessu tímamótum er fjöldi starfsfunda að nálgast 1000 og margt hefur drifið á daga klúbbsins á þessum tíma. Hér verður aðeins stiklað á stóru í þessu ágripi bæði í máli og myndum. Samkvæmt heimildum hafa 142 menn gengið í klúbbinn frá stofnun hans. Einn stofnfélagi hefur verið alla tíð í klúbbnum, hann Ingvar Gýgjar Jónsson, og það hlýtur að teljast einstakt. Í dag er 37 félagar skráðir í Lionsklúbb Sauðárkróks. Þegar best lét voru 53 félagar skráðir í klúbbnum, í maí 1994. En vindum okkur í upphafsár klúbbsins.
Meira

Atvinnufrelsi | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Meira