Aðsendar geinar

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla | Margrét Gísladóttir skrifar

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær [8. ágúst]. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar.
Meira

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er.
Meira

Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga

Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Meira

Flemming-púttmót á Hvammstanga

Föstudaginn 26. júlí á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi - fór fram í fjórtánda sinn púttmót Flemming Jessen sem hefur staðið að þessu móti með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur alls 36.
Meira

Gefum pólitíkinni frí | Leiðari 29. tölublaðs Feykis

Þá eru Olympíuleikarnir í París komnir í gang og á meðan fellur hanaslagurinn um bandaríska forsetaeimbættið örlítið í skuggann. Sem er alveg ágætt því það getur vart talist mannbætandi að fylgjast með töktum Trumps sem seint getur talist okkur Íslendingum að skapi.
Meira

Orð að lokum | Erla Jónsdóttir skrifar

Kæru íbúar, það eru blendnar tilfinningar á þessum tímamótum þegar staðfest hefur verið að Skagabyggð mun sameinast Húnabyggð 1. ágúst 2024.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Réttsælis eða rangsælis | Leiðari 27. tölublaðs Feykis

Tröllaskagahringinn fór undirritaður sl. sunnudag í sumarveðri. Þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum fjögur göng þá er alla jafna gaman að fara þennan rúnt – ekki síst í góðu veðri. Það er margt að skoða og leiðin stútfull af bröttum fjöllum og grösugum dölum, söfnum og sjoppum. Á leiðinni er rennt í gegnum Hofsós, Sigló, Ólafsfjörð og Dalvík og hægt að teygja rúntinn með viðkomu á Hólum, í Glaumbæ, Varmahlíð, á Króknum og á Akureyri. Og svo ekki sé talað um að uppgötva útvegsbæina Árskógs-strönd, Hauganes, Hjalteyri og Dagverðareyri og hvað þeir nú heita allir þarna í Eyjafirðinum.
Meira

Hver er maðurinn og hvað hefur hann sagt? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Það var stórkostleg stemning í Laugardalnum í dag þar sem stelpurnar okkar sýndu okkur framúrskarandi fótbolta og sigruðu Þýskaland 3-0 til að tryggja sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Það sem gerði leikinn enn betri var stórbrotinn stuðningur þúsunda stelpna af Símamótinu sem létu vel í sér heyra á vellinum og ætla sér væntanlega margar að komast í landsliðið seinna á ferlinum. Eftir leik sá ég að síminn hafði verið í yfirvinnu við að taka á móti símtölum og skilaboðum og ég hitti nokkra Skagfirðinga sem stöppuðu í mig stálinu. Það hafði birst grein á Feyki kl. 16 sem ég hafði ekki séð, ber hún nafnið „Af tveimur skáldum”. Hana má finna í fyrstu athugasemd.
Meira