Greinar

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Dagur íslenskrar tungu - Jónas Hallgrímsson 1807-1845 :: 215 ára fæðingarafmæli skáldsins að norðan

In aquilonem nocturnum eða Í norðanvindi að næturlagi Þegi þú vindur! Þú kunnir aldregi hófs á hvers manns hag, langar eru nætur þars þú hinn leiðsvali þýtur í þakstráum.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira

Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum

Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð.
Meira

Tíminn er hraðfleygur fugl Sauðárkrókskirkja á tímamótum

Fyrir um þrem áratugum kom Bragi Skúlason, byggingameistari, að máli við mig og spurði hvort ég ætti mynd af kirkjunni þar sem að kúlurnar þrjár á turni kirkjunnar kæmu skýrt og afdráttarlaust fram. Svo fór að engin mynd fannst í fórum mínum.
Meira

Bætt bráðaþjónusta á heilsugæslustöðvum

Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum.
Meira

Fullnýttur hælisleitendaleiðari :: Leiðari Feykis

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og reglum, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næst versta falli af hluttektarleysi valdhafa.
Meira

Strjúgur í Langadal :: Torskilin bæjarnöfn

Strjúgur í Langadal sem svo er nú skrifað og framborið, nálega af hverjum manni. Landnáma varpar ljósi yfir nafnið. Einn af sonum Evars, er „bjó í Evarskarði“ (ekki vita menn nú hvar Evarsskarð er, en líkur má færa fyrir því, að það muni vera það sem nú er kallað Litla-Vatnsskarð), var „Þorbjörn strúgr“ ; . . . Véfröðr sonur Evars „gerði bú at Móbergi enn Þorbjörn strúgr á Strúgsstöðum“ (Ldn. bls. 136).
Meira

Unglingadeildin Trölli :: Hafdís Einarsdóttir skrifar

Unglingadeildin okkar, Trölli, var stofnuð árið 1992 og hefur því verið starfrækt í þrjátíu ár. Í upphafi starfsins var unglingadeildin Trölli sér eining innan SVFÍ (Slysavarnarfélags Íslands). Undanfarin ár hefur hún hins vegar verið rekin sem hluti af björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.
Meira