Greinar

Sumarið er tíminn – Áskorendapenninn, Sigrún Eva Helgadóttir Reynistað

Nú er farið að líða á sumarið og sumarfríin hægt og rólega að klárast hjá fólki. Lífið fer að komast í fastar skorður aftur eftir leikskólafrí og betri helmingurinn mættur til vinnu aftur. En það var nú nóg um að vera á meðan fríinu stóð. Það ber fyrst að nefna óteljandi sundferðir í Varmahlíð, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá börnunum. Útilegur og sumarbústaðaferðir komu þar á eftir, margir sunnudagsbíltúrar og svo bara endalaust brall heima við.
Meira

Dýrmæt viðskipti fyrir Skagafjörð

Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað.
Meira

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum

Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?
Meira

Hvaðan kemur skáldskapurinn?

Oddvitar meirihluta lögðu fyrir mig spurningu í grein sinni á Feyki.is þann 12. september síðastliðinn. Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að svara spurningunni sem þó virðist hafa það helsta hlutverk að beina umræðunni frá kjarna málsins.
Meira

Góða og gáfaða fólkið - Áskorendapenninn Helga Rún Jóhannsdóttir Bessastöðum

Það er til fullt af fólki í heiminum, og enginn eins. En nánast allir eiga eitthvað eitt sameiginlegt, þó ekki endilega það sama. Það var mörgum sem fannst „Game of thrones“ skemmtilegt, aðrir sem finnst gólf skemmtilegt og einhverjir eru með blá augu. En það er til hópur af fólki (og örugglega nokkrir) sem kallar sig ekki hóp því þau auglýsa sig ekki og hafa ekkert sameiginlegt áhugamál.
Meira

Að vera með „vitlausar skoðanir“

Á tímum samfélagsmiðla og stöðugrar tækniþróunar hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar ætti það að vera orðið auðveldara að ná til ungs fólks, og vekja áhuga þeirra á stjórnmálum og pólitískri umræðu. Ég efast ekki um að fjöldi ungmenna hafi áhuga, myndar sér skoðanir og hafi kröftugan vilja til þess að taka þátt í flokksstarfi af einhverju tagi, eða vera virkt í félagsstarfi utan stjórnmálaflokka.
Meira

Látum tækifærin ekki fara framhjá okkur

Þann 8. september sl. birti Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar grein á feykir.is þar sem farið var yfir stöðu mála er varðar framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, húsnæði sem nú hýsir glæsilega sýningu 1238.
Meira

Ráðherra – engin teikn á lofti?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.
Meira

Kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Aðalgötu 21

Í liðinni viku fékk ég loks svör við fyrirspurnum mínum varðandi kostnað sveitarfélagins við endurbætur húsanna við Aðalgötu 21. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdir húsanna er nú tæpar 318 milljónir króna. Verkið er því komið 118 milljónir fram yfir upphaflega áætlun sem hljóðaði upp á 200 milljónir króna og er þó enn ekki lokið. Stærsti kostnaðarliðurinn eru iðnaðarmenn á tímakaupi, ásamt kostnaði við uppihald þeirra hér þar sem þeir komu annarsstaðar frá.
Meira

Saltfiskviðskipti við Spánverja - Fimmtánda Bakkabræðrasagan

Á Félagsleikum Fljótamanna, sem haldnir voru um verslunarmannahelgina, var efnt til ýmissa viðburða, m.a. morgunverðarfundar um félagssögu Fljóta. Meðal þeirra sem þar töluðu var Örlygur Kristfinnsson, oft kenndur við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Erindi hans nefndist Bakkabræður og áhrif þeirra í nútímanum. Þar fjallaði hann um þá bræður sem Fljótamenn og sagði nokkrar sögur af mögulegum afkomendum þeirra. Í pokahorninu geymdi hann magnaða sögu sem fáir, ef nokkur í salnum, hafði áður heyrt. Þar segir frá því að Bakkabræður hafi verið frumkvöðlar í saltfiskviðskiptum við Spánverja og annað óvænt leynist í sögunni.
Meira