Greinar

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira

Sumarvæll í g-moll | Leiðari 23. tölublaðs Feykis

Í tvígang hefur Feykir birt sama textann ofan á forsíðumynd blaðsins síðustu vikurnar. Fyrst Sumarið er tíminn og stuttu síðar, örlítið kaldhæðnislegra, Sumarið er tíminn... yfir mynd af sumarhretinu mikla í byrjun júní.
Meira

Réttindabarátta strandveiðimanna og sjávarbyggða – rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.
Meira

Sameinuð erum við sterkari heild.

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa ákveðið að boða til íbúakosninga núna í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að baki þeirri ákvörðun liggur niðurstaða samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Sú niðurstaða er að það sé framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag og með því verði það öflugt, með sterkari rekstrargrundvöll til að bæta þjónustu við íbúa og hafi aukinn slagkraft. Ég get tekið heilshugar undir þá niðurstöðu. En hvers vegna?
Meira

Umhverfisdagar í Skagafirði | Sigurjón Þórðarson skrifar

Heilbrigðiseftirlitið fagnar komandi umhverfisdögum Skagafjarðar 7. – 14. júní nk. og vill um leið þakka vel fyrir umhverfisdag FISK sem haldinn var í maí. Hvatt er til þátttöku í dögunum með því að fara nú um umhverfi og hreinsa það sem ekki verður nýtt og verður aldrei til gagns. Það sem á að geyma er rétt að koma í hvarf og raða upp með skipulegum hætti, til þess að koma í veg fyrir sjónmengun.
Meira

Að lokinni leikskólagöngu: Takk! | Lára Halla Sigurðardóttir skrifar

Í mínum huga er það afrek að ljúka leikskóla. Það er meira en að segja það að mæta á hverjum degi og dvelja í rými með hópi annarra barna á þínum aldri og sýna þeim vinsemd og virðingu þó að sumir séu alltaf með leiðindi og hávaða.
Meira

Hér sé stuð!

Gleði og skemmtun eru grundvallaratriði fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í hraða og álagi nútímasamfélagsins getur verið auðvelt að gleymast í streitunni og skyldunum, en að gefa sér tíma til að njóta lífsins getur haft djúpstæð áhrif á heilsu okkar og hamingju. Þegar við leyfum okkur að skemmta okkur, losum við um streitu, aukum sköpunargleði og styrkjum félagsleg tengsl. Skemmtun er ekki bara lúxus heldur nauðsynlegur þáttur í að viðhalda jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi.
Meira

Ein með öllu – nú eða einn... | Leiðari 20. tölublaðs Feykis

Það er ekkert víst að allir séu sammála en flestir taka sennilega undir að Guðni Jóhannesson forseti hefur verið forseti fólksins. Vingjarnlegur, grínaktugur og sanngjarn, hreinn og beinn, staðið við bakið á landsmönnum í blíðu og stríðu og virtist nær alltaf til í spjall. Já og eldklár.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Skagfirskar rætur | Magnús Óskarsson skrifar

Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni.
Meira