Aðsent efni

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Bókakynning og upplestur | Prezentacja oraz czytanie fragmentów

Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Meira

Roðagyllum heiminn – alþjóðlegt átak gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar á Íslandi sameinast nú í alþjóðlegu átaki gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga vitundarvakning sem stendur til 10. desember, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál – stafrænt ofbeldi gegn konum – sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.
Meira

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir | Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum. Einnig bætist við gisti og uppihaldskostnaður hjá þeim félögum og einstaklingum sem þurfa að leggja á sig þessi ferðlög.
Meira

Starfsemi 1238 á Sauðárkróki kveður | Freyja Rut Emilisdóttir skrifar

Eftir sex ára ólgusjó í ferðaþjónustu, áskorunum tengdum heimsfaraldri og afleiðingum þess, eftir sex ár af velgengni í stöðugu mótlæti, ótrúlegum árangri og verulegu framlagi til menningartengdrar ferðaþjónustu, ekki bara í Skagafirði heldur víða um lönd stöndum við á krossgötum og tilkynnum lokun sýningarinnar 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Bleikt boð Krabbameinsfélags Skagafjarðar

„Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini.” Þannig var Bleiki dagurinn í ár kynntur. Við í Skagafirði tókum undir þessi orð og héldum, að vanda, Bleika daginn hátíðlegan á Löngumýri, 29. október.
Meira

Sterkari saman - sameiningin skiptir máli | Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Undirritaður hefur setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá árinu 2018 og var oddviti til ársins 2024. Fyrir þann tíma var ég varamaður í sveitarstjórn og þekki því ágætlega til reksturs og áskorana sveitarfélagsins síðasta áratuginn.
Meira

Aðventan og JólaFeykir framundan | Leiðari 45. tölublaðs Feykis

Árið hefur flogið hjá á ógnarhraða og nú þegar 45. tölublað Feykis kemur út eru rétt tæpar fjórar vikur til jóla. Nú er það auðvitað þannig að margir þurfa að keyra sig í jólagírinn löngu áður en aðventan hefst eins og t.d. kaupmenn og verslunarfólk. Þannig er það líka á Feyki.
Meira

Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? | Björn Snæbjörnsson skrifar

Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Meira

Breytt þjónusta – lækkað verð | Frá Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar

Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Meira