Aðsent efni

Grásleppan úr kvóta! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni.
Meira

Stöndum með Blönduósi | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Það voru alvarleg tíðindi sem bárust út atvinnulífi Blönduós og nærsveita fyrir helgi þar sem Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti að ekki yrði slátrað á Blönduósi næsta haust og að 23 af 28 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp.
Meira

Englar Skagafjarðar – vertu engill! | Árni Björn Björnsson skrifar

Ég hef búið í Skagafirði í að verða 18 ár. Við fluttum frá Grindavík, ég og Skagfirðingurinn minn með gríslingana okkar fimm, á Hofsós árið 2007. Fyrsta árið áttum við rúmlega 10% af börnunum í grunnskólanum. Okkur þótti dásæmlegt að búa á Hofsósi, samfélagið þar tók vægast sagt vel á móti okkur. Ári eftir að við komum í Skagafjörðinn blessaði Haarde Ísland og róður fjölskyldunar þyngdist verulega. Það var þá sem ég varð fyrst var við skagfirsku englana sem mig langar aðeins að tala um.
Meira

Takk fyrir okkur Norðurland vestra | María Rut Kristinsdóttir skrifar

Vetur konungur fer brátt að kveðja þó að snjó kyngi enn niður og hylur holur í vegum víða um land. Við urðum þess vör í liðinni viku þegar nýr og stærri þingflokkur Viðreisnar lagði land undir fót í rútu um Norðvesturkjördæmi. Við höfðum það að leiðarljósi að hlusta á landsmenn, eiga samtal í augnhæð og kynnast því sem liggur fólki á hjarta.
Meira

Hvað vilja bændur sjálfir? | Sigurjón Þórðarson skrifar

Landbúnaður er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein og því áríðandi að skapa skilning og víðtæka sátt um greinina. Í umræðunni fer hátt að reyna eigi til þrautar á lögmæti umdeildra laga sem fólu það í sér að fella úr gildi samkeppnislög um kjötafurðastöðvar. Lögin voru dæmd ólögleg í héraði enda voru þau ekki sett með réttum stjórnskipulegum hætti. Engu að síður þá eru enn háværar raddir þess efnis að það eigi láta reyna á niðurstöðu Hæstaréttar í málinu vegna nauðsynjar þess að ná fram verkaskiptingu og hagræðingu við slátrun búfjár.
Meira

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira

Digur- og látúnsbarkar | Leiðari 8. tbl. Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Donald John Trump hefur að nýju tekið við völdum í Bandaríkjunum enda virðist það vera eitt helsta markmið hans að allir, hvort sem það eru nú andstæðingar hans í Demókrataflokknum, stríðshrjáðir Úkraínumenn, allir þeir sem ekki telja sig karl eða konu að ógleymd-um Grænlendingum, viti að það er kominn nýr sópur í Hvíta húsið og hann gerir það sem honum dettur í hug – sama hversu fjarstæðukennt, ólýðræðislegt og grunnhyggið það er.
Meira

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni | Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar

Dagur einstakra barna minnir okkur á mikilvægi þess að skapa jöfn tækifæri fyrir öll börn, óháð búsetu. Málefnið er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á sjálf einstaka stelpu sem hefur kennt mér ómetanlega mikið og gefið mér tækifæri til að sjá lífið frá nýju sjónarhorni.
Meira

Blómlegt samfélag eða krónur í kassann? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Ákvörðun meirihluta byggðarráðs um sölu flestra félagsheimila í dreifðum byggðum Skagafjarðar hefur nú verið tekin með stuðningi Byggðalista eins og sjá má í fundargerð Byggðarráðs hér. Á sama tíma og stefnt er að byggingu menningarhúss á Sauðárkróki vakna margar spurningar um bæði forgangsröðun og skilning þeirra á menningu.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira