Aðsent efni

Vindmyllur | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Nýlega birtist í Feyki grein eftir Bjarna Jónsson alþingismann og varaformann utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni fjallar um vindmyllur og vindmyllugarða sem koma til með að koma í andlit fólks. Ég get fallist á það að það verði að gæta mikils hófs varðandi uppsetningu á vindmyllum.
Meira

Fullkomlega óskiljanlegt|Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

Af blautu sumri | Hjalti Þórðarson skrifar

Sumarið (júní-ágúst) 2024 var sérstakt og einkenndist fyrst og fremst af bleytu, sólarleysi og kulda, meiri bleytu og að lokum enn meiri bleytu. En hvernig er samanburðurinn við önnur sumur á okkar svæði? Taka skal fram að úrkoma á Norðurlandi vestra er almennt mjög lítil og á ársgrundvelli víða á láglendi um og undir 500mm og undir 400mm þar sem þurrast er og með því þurrasta hér á landi. Nokkuð meiri úrkoma er í útsveitum og svo víða mun meiri á hálendinu.
Meira

Hljómar kunnuglega ekki satt? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira

Hvað segir það um málstaðinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við enda virtist hann hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.
Meira

Orkunýlendan Ísland? | Bjarni Jónsson skrifar

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum.
Meira

Formaður Framsóknar jaðarsetur Norðvestrið | Sigurjón Þórðarson skrifar

Ég kom inn á þingið í dag [í gær] sem varaþingmaður, en það sem ég rak augun fyrst í er að Sigurður Ingi virðist markvisst hafa jaðarsett þingmenn sína í Norðvesturkjördæminu.
Meira