Aðsent efni

Kristján Eiríksson áttræður og stórvirki um Drangey í prentun

Skagfirðingurinn Kristján Eiríksson fræðimaður fagnar nú á haustmánuðum áttræðisafmæli en hann er fæddur á Fagranesi á Reykjaströnd 19. nóvember 1945. Kristján hefur á langri ævi dregið saman efni til Drangeyjarsögu sem kemur út á komandi vetri.
Meira

Við skulum ganga suður með sjá

Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar kom út. Bókin heitir því yfirlætislausa nafni Kvæðabók og kom út árið 1955. Hún var gefin út í 1.000 eintökum í upphafi og þau eintök ruku út og það var prentað annað upplag í snatri en fjöldi þeirra eintaka var aldrei gefinn upp.
Meira

Það sem afi minn vildi aldrei tala um | Eyþór Árnason skrifar

Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því má svara með annarri spurningu: Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.
Meira

Spjall um spjöll á spjalli | Leiðari 37. tölublaðs Feykis

Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Meira

Sigríður Ellen Arnardóttir tekur við starfi Mannauðs- og fjármálastjóra hjá Steinull hf.

Sigríður Ellen er með B.Sc. próf í viðskiptafræði, frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með Cand. Oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og löggildingu í endurskoðun frá 2022.
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sendir frá sér nýja ljóðabók

Komin er út hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Hugurinn á sín heimalönd eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Hér er um ljóðabók að ræða sem jafnframt er áttunda kveðskaparbók Rúnars. Bókin er kilja, 194 blaðsíður að stærð.
Meira

Örnám, einstakt tækifæri | Aðsend grein

Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Meira

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira