Aðsent efni

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna | Clara Ganslandt skrifar

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku.
Meira

Frelsið til þess að ráða eigin málum | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði að lokum 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út.
Meira

Strandveiðar | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Laust eftir síðustu aldamót fékk ég þá flugu í höfuðið að láta byggja fyrir mig bát sem ég og gerði. Þessi bátur átti að vera skemmtibátur þar sem ekki var leyft að hefja nýsmíði fiskibáta nema úrelding kæmi á móti. Svo kom Valdimarsdómurinn sem öllu breytti og þá lét ég breyta smíðinni þannig að um fisikibát væri að ræða. Þennann bát gerði eg út til ársins 2018 að ég seldi hann.
Meira

Fer rentan í rétt hérað ? Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Nú fyrir helgi skrifaði Arna Lára Jónsdóttir þingmaður grein undir yfirskriftinni “Auðlindarentan heim í hérað”. Þar fer hún m.a. yfir stefnu og væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar varðandi auðlindagjöld og að þau renni að hluta til nærsamfélagsins. Ég vil þakka Örnu Láru fyrir þessi skrif og þó sérstaklega fyrir að nota ekki orðið leiðréttingu um veiðigjöldin.
Meira

Héraðs­vötn og Kjalöldu­veitu í nýtingar­flokk

Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Meira

Auðlindarentan heim í hérað | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Meira

Schengen er sannarlega vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt var í grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu á dögunum að aðild Íslands að Schengen-svæðinu ætti ekki sök á því ófremdarástandi sem verið hefur viðvarandi á landamærum landsins að öðrum aðildarríkjum svæðisins. Sú fullyrðing stenzt hins vegar enga skoðun. Til að mynda er engin tilviljun að vandamálin í þeim efnum eru svo gott sem eingöngu gagnvart Schengen-svæðinu en ekki ríkjum utan þess.
Meira

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.
Meira

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira