Greinar

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Hugsanlega fyrsta slíka aðgerðin hér á landi

Á föstudaginn var lenti Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og eigandi Dýrin mín stór og smá á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra í útkalli á bæinn Bessastaði þar sem hryssan Gáfa hafði farið úr bóglið á hægri framfæti eftir að hafa lent í áflogum við aðra hesta.
Meira

Ályktun um loftgæði í þéttbýli

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var 17. – 19. mars 2023 krefst þess að sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsu almennings og ekki hefur tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning og yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma. Þá hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að tryggja að nægar heimildir séu í lögum og reglum svo ávallt séu góð loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um.
Meira

Auglýst eftir efni fyrir „Upplestur“

Leikfélag Blönduóss auglýsir eftir efni fyrir viðburðinn „Upplestur“ sem fyrirhugaður er nú í vetur. Um er að ræða viðburð þar sem leikhópurinn mun lesa upp með leikrænum tilþrifum frásagnir, bréf, dagbókafærslur og annað í þeim dúr sem lífga upp á tilveruna. Takið eftir, sagnafólk og unnendur leyndarmála! Leikfélag Blönduóss býður ykkur ad leggja til kærkomnustu, vandræðalegustu eða áhugaverðustu frásagnir ykkar fyrir næsta viðburð okkar „Upplestur“
Meira

Kverkatak : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög.
Meira

Burt með sjálftöku og spillingu : Sigurjón Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.
Meira

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira