Aðsent efni

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira

Mjög skiljanleg umræða um EES | Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Meira

Einokun að eilífu, amen | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði.
Meira

Er kristinfræði úrelt? | Ólafur Hallgrímsson skrifar

Kristinfræði er ekki lengur á námsskrá grunnskólans. Undirritaður kenndi boblíusögur í grunnskóla um árabil, 2-3 stundir á viku hverri, en þá var kristinfræðin ein af höfuðnámsgreinum skólans. Síðan var kristinfræðikennslu hætt að boði fræðsluyfirvalda en greinin sett undir samfélagsfræði. Í aðalnámskrá grunnskóla var í staðinn gert ráð fyrir einhverri fræðslu um helstu trúarbrögð heims, og þar með talinni kristinni trú, en skólum líklega nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu slíkri fræðslu. Oft önnuðust prestar kennslu í kristnum fræðum.
Meira

Allt er breytingum háð | Leiðari 40. tölublaðs Feykis

Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Meira

Frá oddvita lýðræðisflokksins í Norðvestur | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta.
Meira

Hver er maðurinn og hvað vill hann upp á dekk? | Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Á fjölmennu kjördæmisþingi Sjálfstæðismanna sunnudaginn 20. október sl. hlaut undirritaður kosningu í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara þann 30. nóvember 2024. Fyrir þann stuðning er ég afar þakklátur og mun nálgast komandi verkefni bæði af auðmýkt en ekki síður metnaði fyrir hönd kjördæmisins alls.
Meira

Þrælfyndin sýning þrátt fyrir alvarleika boðskaparins | Hanna Bryndís Þórisdóttir skrifar

Undirrituð brá sér af bæ og tók stefnuna á Bifröst til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur með tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.
Meira