Greinar

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira

Ótímabærar ákvarðanir um Blöndulínu 3

Í grein frá fulltrúum meirihluta framsóknar- og sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd, sem birtist á vef Feykis 22. febrúar, er ástæða þess að Blöndulína 3 er nú sett á aðalskipulag Skagafjarðar sögð að frestur um ákvörðun línunnar hafi runnið út árið 2016. Staðreyndin er sú að Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á aðalskipulag er því algjörlega ótímabær ákvörðun. Meirihluti sveitarstjórnar er tilbúinn að binda sig við aðeins 3 km í jörðu og restina í möstur, þegar ljóst er að framkvæmdin kemur ekki til með að eiga sér stað á næstunni. Tækninni fleygir fram og getur gjörbreytt forsendum jarðstrengjalagna í millitíðinni.
Meira

Verndum Tungudal!

Undanfarin ár hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína á Tungudal í Fljótum. Með í för hafa ýmist verið ferðamenn, skólakrakkar eða góðir vinir. Lengi hafði ég vitað af þessari lítt þekktu perlu áður en ég lagði leið mína þangað fyrst og varð ekki fyrir vonbrigðum. Dalurinn er ægifagur og þar er ýmislegt sem hrífur þá sem hann heimsækja. Í þessum ferðum hef ég sagt samferðafólki mínu frá Guðrúnu frá Lundi og ýmsu öðru sem tengist svæðinu og sögu þess. Frásögnin er gjarnan á þessa leið: „Í þessu umhverfi var Guðrún Baldvina Árnadóttir fædd á Lundi í Stíflu í Fljótum 3. júní árið 1887. Um það leyti sem bækur hennar fóru að koma út var þeirri sveit að stórum hluta sökkt undir vatn, vegna virkjanaframkvæmda, sem seint yrðu leyfðar í dag.“
Meira

Stór fiskur í lítilli tjörn eða lítill fiskur í stórri tjörn? - Áskorandi Ragnheiður Hlín Símonardóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Ég vil byrja á að þakka gömlu vinkonu minni, Elísabetu Kjartansdóttur fyrir að hafa trú á mér með pennann - það var fallegt af henni. Nú eru orðin rúmlega 12 ár síðan ég fluttist burt úr Skagafirði að Kálfafelli í Skaftárhreppi, ásamt manni mínum og þremur börnum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og börnunum fjölgað um tvö.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Djúpidalur í Blönduhlíð

Djúpidalur í Blönduhlíð hefir án efa heitið Djúpárdalur til forna. „Þórir dúfunef nam land á milli Glóðafeykisár og Djúpár,“ segir í Landnámu (Landnáma, bls. 143). Dalurinn hefir svo verið kendur við ána og kallaður Djúpárdalur. Af dalnum hefir bærinn dregið nafn. En snemma hefir Djúpadalsnafnið myndast; þannig t.d. í Sigurðarregistri 1525 (dipl. Ísl. IX. b., bls. 301).
Meira

Flutningskerfi raforku til Skagafjarðar og um Skagafjörð

Fyrir liggja sjö tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Af þeim tillögum er lega Blöndulínu 3 um Sveitarfélagið Skagafjörð umfangsmest, en einnig eru þar mikilvægar tillögur t.d. um lagningu á jarðstreng frá spennivirkinu í Varmahlíð til Sauðárkróks ásamt breytingum á staðsetningu núverandi spennuvirkis. Einnig mætti nefna tillögur um að fella út af skipulagi urðunnarsvæðið við Brimnes og stækkun á iðnaðarlóð í Varmahlíð. Hér að neðan verður þó eingöngu fjallað um tillögur vegna legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð og reynt að skýra sem best allar hliðar þess máls.
Meira

Bóndi, býður þú þorra í garð? - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur.
Meira

Ferðast með Guðrúnu frá Lundi - Áskorendapenninn Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Hofsósi

Í þessum rituðum orðum er ég enn á ný að leggja upp í ferðalag með skáldkonunni góðu Guðrúnu frá Lundi. Undanfarin misserin höfum við stöllur ferðast víða, ásamt langömmubarni hennar, Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Líklega víðar en Guðrún gerði nokkurn tímann í lifanda lífi. Hefur það verið ánægjulegt að leggja lóð á vogaskálarnar til að halda á lofti nafni þessarar merku konu.
Meira

Fasteignaskattar og fráveitugjöld

Ágætur félagi okkar og varamaður áheyrnarfulltrúa Byggðalistans í umhverfis- og samgöngunefnd skrifar grein í Feyki í síðustu viku þar sem hann setur út á að lækkun fráveitugjalda í Skagafirði um sl. áramót leiði ekki til lækkunar fasteignagjalda almennt í Skagafirði. Þessu er því til að svara að fráveitugjald er reiknað út sem ákveðið hlutfall af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna. Gildir þetta þar sem fráveita er til staðar, þ.e. í þéttbýli í Skagafirði og er því gjaldi ætlað að standa straum af kostnaði fráveitunnar.
Meira