Aðsent efni

Kjósum öflugan leiðtoga | Frá stuðningsmönnum Ólafs Adolfssonar

Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Meira

Réttindabarátta sjávarbyggðanna | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

Á ferð um Norðvestur kjördæmi | Frá efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Meira

Ykkar fulltrúar | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins.
Meira

Við þorum að taka ákvarðanir | Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Kjördæmið okkar hefur verið afskipt um of langan tíma um leið og tækifærin eru um allt. Við þurfum að fá að nýta þessi tækifæri og fá til þess stuðning þar sem við á.
Meira

Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur.
Meira

Öflugur landbúnaður er lykill að kröftugri byggð

Til að stuðla að farsæld og heilbrigðum vexti landbúnaðar og fæðutengdrar starfsemi þurfum við að hugsa fyrir framtíðinni í stærra samhengi en mér sýnist hafa verið gert hingað til. Opinber stuðningur skiptir augljóslega máli, en fleiri þurfa að leggja lóð sitt á vogaskálarnar.
Meira

Tækifærin í Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi er einstakt, þar sem stórbrotin náttúra, rík saga og menning mætast. Til að byggja upp öflugt samfélag og skapa jákvæðar framtíðarhorfur, verðum við að nýta þau tækifæri er hér felast. Við í Vinstri grænum leggjum áherslu á vel mannaða heilsugæslu, bættar samgöngur, fjölbreytta atvinnu og verndun náttúrunnar, því þannig leggjum við grunninn að öflugu samfélagi til langframa.
Meira

Ég vil vera sterkur málsvari fyrir ykkur

Meira

Geymt en ekki gleymt | Leiðari 45. tbl. Feykis

Það er búið að gjósa en nú á að kjósa. Já, það styttist í kjördag, hann er á laugardaginn ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, og nú verða allir sem vettlingi geta valdið að nýta atkvæðisréttinn.
Meira