Greinar

Snjalltæki og skólastarf :: Áskorandinn Sólveig Zophoníasdóttir brottfluttur Blönduósingur

Síðastliðinn vetur sótti ég námskeið í orðræðugreiningu. Markmið orðræðugreiningar er, líkt og annarra rannsóknaaðferða, að varpa ljósi á og/eða skapa nýja þekkingu, auka og dýpka og jafnvel breyta skilningi fólks á fyrirbærum. Mig langar í þessum pistli að segja stuttlega frá æfingu í orðræðugreiningu sem ég gerði á námskeiðinu og helstu niðurstöðum.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Hringver í Viðvikursveit

Á landinu þekkjast þrír bæir með þessu nafni. Og það er dálítið skrítið, að allir skuli þeir vera í Norðlendingafjórðungi. Olavius telur Hringver í Ólafsfirði í eyðijarðaskrá sinni við Eyjafjarðarsýslu (O. Olavius: Oekonomiske Reise, bls. 328). Í rekaskrá Hólastóls frá árinu 1296 er sagt, að stóllinn eigi þrjá hluti hvals og viðar í „Hringverzreka“ á Tjörnesi (Dipl. Ísl. II. b., bls. 318). Vafalaust er þetta elzta heimild fyrir Hringversnafninu.
Meira

Skjáskot :: Sunna Ingimundardóttir - brottfluttur Króksari

Jón Kalmann skrifaði eitt sinn um höfuðáttirnar þrjár, vindinn, hafið og eilífðina. Hann skrifaði líka um aflið sem engin getur staðist. Aflið sem togar í okkur öll. Ástina. Aflið mitt er í Skagafirði, vindurinn, hafið og eilífðin. Aflið er Skagafjörður.
Meira

Vefur keppnissögunnar ofinn - Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í blaðinu sagði m.a. frá merkilegum kappreiðum í Bolabás; hinum svokölluðu konungskappreiðum sem fram fóru sem hluti af dagskrá Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stóð fyrir kappreiðunum þar sem bæði var keppt í stökki og skeiði. Mikill stórhugur ríkti við undirbúninginn. Heildarupphæð verðlaunafjár var sú hæsta sem þekkst hafði á Íslandi eða kr. 3.700,- sem er að núvirði rétt rúm ein milljón króna. Útmældur var 400 m langur og 25 m breiður skeiðvöllur og veðbanki starfaði. Margt kom þó upp á við framkvæmd kappreiðanna – sumt svo innilega íslenskt ef svo má segja.
Meira

Stórkostleg stund í Miðgarði - Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið

Í þessum mánuði munu vera 32 ár síðan fjórir bræður frá bænum Álftagerði í Skagafirði sungu yfir moldum föður síns lagið Álftirnar kvaka, er útför hans var gerð frá Víðimýrarkirkju. Síðan hafa þeir átt samleið með Skagfirðingum og raunar landsmönnum öllum, í gleði sem sorg. Nú hafa þeir ákveðið að kveðja stóra sviðið, eins og yfirskrift tónleikaraðar þeirra ber með sér. Aðdáendum er þó nokkur huggun í því að þeir hafa gefið í skyn að heimavöllurinn, Miðgarður, falli ekki endilega undir þá skilgreiningu.
Meira

Að brosa og brosa, er það, það sama? :: Áskorendapenni Guðrún Helga Magnúsdóttir Lækjarbakka Miðfirði

Hvernig við komum fram við hvert annað er mismunandi en með góðum, skilningsríkum og eflandi samskiptum getum við hjálpað fólki í gegnum daginn. Við nefnilega könnumst flest við það að eiga góða daga og svo einnig slæma daga.
Meira