Aðsent efni

Skemmtileg kvöldstund í Bifröst | Kíkt í leikhús

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
Meira

Skörungur í sögu verkalýðsbaráttunnar | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Meira

Slökkviliðsstjórar landsins sameinuðust á Akureyri

Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) var haldinn á Akureyri helgina 11. – 12. apríl síðastliðinn. Félagið vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða um land allt og er fundurinn mikilvægur vettvangur þar sem slökkviliðsstjórar landsins koma saman til að ræða málefni brunavarna, áskoranir í starfi slökkviliða og miðla reynslu sinni á því sviði. Undirritaður var samstarfssamningur um áframhaldandi þróun og rekstur Brunavarðar. Nýr samstarfshópur stofnaður um uppbyggingu æfingasvæða fyrir slökkvilið landsins og HMS kynnti tvær nýjar leiðbeiningar um heimildir slökkviliða til eftirlits og aðgangs að húsnæði og hins vegar beitingu stjórnvaldssekta
Meira

Setning Sæluviku Skagfirðinga 2025 og endurgerð Faxa | Einar E. Einarsson skrifar

Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars á þessum fallega degi sem jafnframt er síðasti sunnudagur aprílmánaðar, en hann hefur verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga í um 30 ár. Sæluvika Skagfirðinga á sér hins vegar mun lengri sögu, en heimildir herma að Sæluvikan hafi orðið til í framhaldi af svokölluðum sýslunefndarfundum sem haldnir voru einu sinni á ári með Sýslumanni og helstu forsvarsmönnum allra hreppa í Skagafirði.
Meira

Opið hús í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn

Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Meira

Geta ærsladraugar gengið of langt? | Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir kíkti í leikhús

Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Meira

Góð byrjun á árinu hjá Júdódeild Tindastóls

Loka undirbúningur fyrir mótin á vorönninni hófst á fyrstu æfingu ársins 6. janúar.
Meira

Miklu stærra en Icesave-málið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Meira

Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar

Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
Meira

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira