Óhefðbundið sumar hjá Byggðasafninu
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
26.10.2020
kl. 08.17
Það hefur verið fremur óvenjulegt um að líta í Glaumbæ undanfarna mánuði, þar sem alla jafna má sjá margt um ferða-manninn og oftar en ekki fjöldinn af rútum á hlaðinu, en nú hefur verið heldur rólegra á safnsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tólf þúsund gestir hafa heimsótt Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er þessu ári og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra. Réði þar fækkun erlendra ferðamanna mestu um. Það var okkur þó gleðiefni að Íslendingar voru duglegir að heimsækja safnið í sumar en í fyrra voru Íslendingar um 7% gesta safnsins en í ár um 27%. Tíminn mun svo leiða það í ljós hver staðan verður í árslok.
Meira