Aðsent efni

Norska leiðin, stóra leiðréttingin | Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Nú er alþingi undirlagt af umræðum um veiðigjöld, ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta veiðigjöldin með norskri nálgun og er það athyglivert og skiptar skoðanir eins og glöggt má sjá þessa dagana. Þessa stóru leiðréttingu er verið að keyra áfram svo hún nái fram að ganga sem allra fyrst, fyrir ríkiskassann og þjóðina að sjálfsögðu.
Meira

Ágrip af sögu Lionsklúbb Sauðárkróks í 60 ár

Þegar fara á yfir sögu Lionsklúbb Sauðárkróks s.l. 60 árin er af mörgu að taka og erfitt að velja og hafna. Á þessu tímamótum er fjöldi starfsfunda að nálgast 1000 og margt hefur drifið á daga klúbbsins á þessum tíma. Hér verður aðeins stiklað á stóru í þessu ágripi bæði í máli og myndum. Samkvæmt heimildum hafa 142 menn gengið í klúbbinn frá stofnun hans. Einn stofnfélagi hefur verið alla tíð í klúbbnum, hann Ingvar Gýgjar Jónsson, og það hlýtur að teljast einstakt. Í dag er 37 félagar skráðir í Lionsklúbb Sauðárkróks. Þegar best lét voru 53 félagar skráðir í klúbbnum, í maí 1994. En vindum okkur í upphafsár klúbbsins.
Meira

Atvinnufrelsi | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn hjá Byggðasafni Skagfirðinga á sunnudaginn

Í tilefni safnadagsins þann 18. maí n.k. verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými safnsins í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16.
Meira

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Meira

Kári Viðarsson handhafi Landstólpans 2025

Kári Viðarsson, Frystiklefanum á Rifi, er handhafi Landstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var afhentur í fjórtánda sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Breiðdalsvík 8. maí sl. en Landstólpinn er veittur árlega einstaklingum, fyrirtækjum og hópum sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum.
Meira

Húni 45. árgangur kominn út

Á heimasíðu USVH segir að Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, sé komið út, að þessu sinni 45. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Meira

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar.
Meira

Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.
Meira

Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Meira