Greinar

Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.
Meira

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár.
Meira

AÐSENT - Jón Stefán Gíslason: Hrakfallabálkur af hálendinu, febrúar 1973

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Hún byggði á hugsjón heimamanna, fyrirmynd úr Reykjavík og að miklu leiti vegna áhuga Brynleifs Tobíassonar á flugi. Með aukinni umferð lítilla flugvéla blasti við að slys eða óhöpp gætu orðið tíðari og ekki alltaf á aðgengilegum stöðum. Mannkraftur var nógur og í góðu formi en tækjakostur enginn. Við fengum aðstöðu í Gamla Lundi sem þá stóð auður og var í eigu Sigurpáls Árnasonar.
Meira

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“ - Elínborg Sturludóttir skrifar

...Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg. Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum...
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Þegar lítill hundur lagði af stað í leiðangur…

Það að meðalstór íslenskur fjárhundur gæti troðið sér í gegnum kattarlúgu taldi ég vera líffræðilega ómögulegt. En “þar sem hausinn kemst…” segir hún mamma mín og hefur nú ævinlega rétt fyrir sér. Þannig hófst ferðalag Snúðs frá Smáragrundinni á Sauðárkrók að morgni til í mildu veðri. Fljótlega uppgötvaðist að hundurinn væri horfinn og að hann myndi líklega ekki rata til baka, enda ekki lengi átt lögheimili á Smáragrundinni þó tveggja ára væri. En svona loðboltar eru sennilega fljótari að eignast stað í hjarta heimilismanna en að kortleggja nágrenni sitt. Áhyggjurnar okkar fjölskyldunnar voru miklar, það var mikið leitað og óskaplega erfitt að leggjast á koddann tvö kvöld í röð án þess að vita um afdrif Snúðs.
Meira

Lulla fer í leikhús..

Síðastliðið föstudagskvöld brá ég mér í leikhús og sá uppfærslu Leikfélags Fjallabyggðar á farsanum Beint í æð eftir konung farsanna Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Gestir streymdu inn í salinn og greina mátti tilhlökkun gesta og á móti manni tók stílhrein og flott leikmynd. Eina sem mér fannst mögulega vanta upp á var að hafa smá tónlist í salnum áður en sýningin hófst.
Meira

Íslenskur matur

Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif.
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni

„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár.
Meira

Auknar veiðiheimildir til strandveiða

Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða. Matvælaráðherra verði falið „að efla félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með aukinni hlutdeild í heildarafla og með endurskoðun á skiptingu aflamagns innan kerfisins og á hlutverki hverrar aðgerðar innan þess.“
Meira