Aðsent efni

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Meira

Vorverkin í Brimnesskógum

Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.
Meira

Verið velkomin á Sturluhátíð 12. júlí í Tjarnarlundi

Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla, Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl 14 á Staðarhóli, þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik sem í senn tengist sögu staðarins en umfram allt auðvitað Sturlungu.
Meira

Fiskeldi og samfélagsábyrgð | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára.
Meira

Drangey djásn Skagafjarðar | Guðni Ágústsson skrifar

Drangey rís upp af miðjum Skagafirði þverhníft og fögur. Drangey gekk undir nafninu ,,Snemmbæra Skagfirðinga,” en þeir sóttu til hennar bæði egg og fugl á hverju vori. Ennfremur var verstöð þar og gerðir út bátar og róið til fugls og fiskjar. Í gamalli þjóðsögu segir að tvö nátttröll hafi verið á ferð með kú sína yfir fjörðinn þegar lýsti af degi. Urðu þau og kýrin þá að steini. Er Drangey kýrin og stendur kerling sunnan hennar. Karlinn var fyrir norðan eyna og féll í jarðskjálfta á þeim örlagadegi 11. september 1755.
Meira

Að sækja gullið (okkar): grein 2 | Þröstur Friðfinnsson skrifar

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd.
Meira

Komið að skuldadögum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.
Meira

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Meira

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna | Clara Ganslandt skrifar

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku.
Meira

Frelsið til þess að ráða eigin málum | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði að lokum 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út.
Meira