Aðsent efni

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér

Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Meira

Saga hrossaræktar – sigið af stað :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni lauk ég umfjölluninni þar sem segir frá því að fyrsta hrossaræktarfélagið var stofnað. Þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Áður en ég vík nánar að því og uppbyggingu félagskerfis hrossaræktarinnar almennt séð ætla ég að rekja upphafssögu leiðbeiningarþjónustu í hrossarækt.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Bytta Björns „dasks“ :: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum

Byggðasafnið á Reykjum varðveitir töluvert marga báta en bátasmíði beggja vegna Húnaflóa var umfangsmikil á árum áður og margir rómaðir bátasmiðir sem létu eftir sig falleg og farsæl fley. Björn Guðmundsson (1830-1907) sem kallaður var daskari átti súðbyrtan smábát, gaflkænu, sem stundum voru kallaðar “byttur” vegna lögunar sinnar. Ekki er vitað um nafn, en hún var ævinlega kennd við eiganda sinn. Báturinn mun vera smíðaður á árunum 1870-78 og var gefinn safninu af Guðmundi Guðmundssyni í Grafarkoti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er lítil skekta, 4,82 metrar á lengd, breidd: 1,43 m og dýptin 71-77 sm.
Meira

Rokna fjör á Ronju :: Kíkt í leikhús

Þær eru orðnar ansi margar kynslóðirnar sem þekkja ævintýri sænska rithöfundarins Astrid Lindgren. Flestar núlifandi kynslóðir hafa lesið eða séð á sviði persónur á borð við Emil í Kattholti og Línu langsokk. Ronja nýtur líka vaxandi vinsælda. Það ríkti því mikil eftirvænting þegar börn, foreldrar og ömmur og afar mættu á frumsýningu á Ronju ræningjadóttur í Bifröst á sunnudaginn. Og eftirvæntingin hafði verið framlengd út af svolitlu sem við erum öll orðin ansi þreytt á. Svo ég noti nú orð ræningjaforingjans -sem reyndar bar það með sér að vera kominn með kulnun í starfi- „Dauði og drepsóttir-fari það í norður og niðurfallið.“
Meira

Óvænt uppákoma á bókarkynningu í Kakalaskála :: Geirmundur Valtýsson fékk glæsta hryssu að gjöf

Það var glatt á hjalla í Kakalaskálanum á sunnudaginn, þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíðar á messutíma til að kynna bók sína Guðni á ferð og flugi. Hins vegar var hátíðin tveir hálfleikir, Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng sem hann gerði. En hið óvænta var að í upphafi kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld.
Meira

Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis

Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?
Meira

Ó þú jörð :: Dagur íslenskrar tungu er í dag

Ó þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð sem ber blómstafi grunda sárt er að þú sekkur undir mér. Hef ég mér frá þér hér og hníg til þín aftur, mold sem mannsins er magngjafi skaptur sárt er að þú sekkur undir mér (Jónas Hallgrímsson, 1844)
Meira

Tryggingagjaldið er barn síns tíma!

Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði.
Meira

Fegurðin í ófullkomleikanum :: Áskorandapenninn Valgerður Erlingsdóttir brottfluttur Króksari

Ég er fædd á Sauðárkróki á því herrans ári 1977, telur það 44 ár og mætti þá kallast miðaldra. Ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu meirihluta ævinnar eða í 26 ár, þar sem ég hef komið mér upp fjölskyldu og eignast góða vini. Í gegnum tíðina hef ég gert margt misgáfulegt, eins og heima á Krók og á eflaust eftir að gera út lífið, því svo lengi lærir sem lifir, eða hvað?
Meira