Sé ekkert jákvætt við sameiningu - Feykir spyr
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
05.02.2022
kl. 10.13
Helgi Fannar Gestsson er búsettur á Höskuldsstöðum í „fríríkinu Akrahreppi“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar býr hann ásamt bróður sínum með 100 vetrarfóðraðar ær og nokkur hross. Þá starfar hann einnig sem alhliða landbúnaðarverktaki, við afleysingar á búum ásamt rúning og hin ýmsu sveitastörf, og í haust hóf hann búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Meira