Korter í kosningu! - Áskorendapenninn Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
18.02.2022
kl. 08.05
Tek við áskorun frá Jóni Erni, félaga mínum í sveitarstjórn á Blönduósi, og skora svo á Ragnhildi Haraldsdóttir í sveitarstjórn Húnavatnshrepps. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar nú um komandi helgi, laugardaginn 19. febrúar. Þar sem ég er einn af nefndarmönnum Blönduósbæjar hef ég fyrir mitt leyti sterka skoðun á því hvort eigi að sameina eður ei. Í nefndarstörfum þessarar nefndar hefur verið góður samhljómur að ég tel og allir með sama markmið: Hvernig getum við styrkt samfélagið okkar og hvernig getum við unnið að uppbyggingu þess áfram?
Meira