Í Austurdal í Framhéraði Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
31.03.2022
kl. 13.12
Á dögunum leitaði hugurinn til myndarinnar Í Austurdal þar sem Stefáni Hrólfssyni á Keldulandi á Kjálka er fylgt um Austurdal bæði í ferðum og léttu spjalli. Fjallaunnandinn og hestamaðurinn Stefán fer á kostum í myndinni með léttleik sínum og virðingu fyrir umhverfinu. Myndin sýnir ekki bara heillandi og mikilfenglegt umhverfi heldur ekki síður væntumþykju og ást á dalnum fagra. Menn bókstaflega ljóma þegar þeir ríða um sléttar grundir dalsins og virða fyrir sér umhverfið, frjálsir frá erli hversdagslífsins og ekkert annað kemst að en að njóta stundarinnar. Í svona dal getur ekkert slæmt leynst, allir eru jafnir og ekki möguleiki fyrir nokkurn mann að vera í vondu skapi. Sannarlega frábær mynd og eftirminnileg og ekki hægt annað en að hrífast með.
Meira
