Aðsent efni

Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson

Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira

Bárukliður frá Blönduósi

Þessar fyrstu vetrarvikur njóta orlofsdaga við Blönduós, hjón komin sunnan af Selfossi, áttu sumarið sitt uppi á Skeiðum, einnig orðin amma og afi en sú kynslóð notar síður þetta vinnutengda orð, orlof.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Athugasemdir við vinnulag undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Við undirrituð, öll kærendur vegna alþingiskosninga þann 25. september, viljum vekja athygli á því hversu mikil og ónauðsynleg leynd hvílir yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Nefndin hefur starfað í einn mánuð og haldið amk. 22 fundi. Einungis tveir af þessum fundum hafa verið opnir, hvor tveggja fundir með sérfræðingum frá lagadeildum háskólanna. Allir aðrir fundir hafa verið lokaðir og engar efnislegar upplýsingar að finna í fundargerðum. Fjölmargir hafa verið boðaðir til funda með nefndinni, þ.m.t. allir kærendurnir sextán og fjölmargir málsaðilar. Þar má helst telja meðlimi í landskjörstjórn, meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, starfsmenn Hótel Borgarness, fjölmarga umboðsmenn stjórnmálasamtaka auk fleira fólks.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Undornfell í Vatnsdal

Landnáma minnist á bæinn: „Þórir (Ingimundarson) hafði goðorð ok bjó at Undurnfelli“ (132). Vatnsdæla (66) veit betur: „Þórir hafrsþjó bjó at Nautabúi; þat heitir nú at Undunfelli.“ Þar hefir því verið nautabú Ingimundar goða. Forliður nafnsins brenglast svo á ýmsa vegu, en bendir þó furðumikið á upprunanafnið: Árin 1344: Undon- (DI. IV. B.). 1360: Undan- (DI. III. B.). 1394: Unden- og Undin- (DI. III. B.). Á 16. öld mun fyrst fara að votta fyrir Undir- en fyrri ekki (sbr. DI. II. 477, 489 [l429] o. v.). Undorn (eða undurn) var eyktamarksheiti í fornmáli.
Meira

Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis

Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Meira

Saga hrossaræktar – samantekt og fyrstu skrefin :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í Feyki, þeirri fyrstu í haust og í nýjum greinaflokki um sögu hrossakynbóta hér á landi, ræddi ég um uppruna hrossanna hér á landi – landkynsins sem eitt er til í landinu, hefur varðveist hér hreinræktað með svo gott sem náttúruúrvalið eitt sem ræktunarafl lengi vel en nú síðustu hundrað árin eða svo notið stigvaxandi skipulegrar ræktunar.
Meira

Sundabraut og ný Breiðafjarðarferja í forgang

Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband, góð heilbrigðisþjónusta og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3000 vinnustundir á dag. Það munar um minna.
Meira

Íslensk kjötsúpa?

Um nýliðna helgi fögnuðum við Kjötsúpudeginum hér á landi, en hefð er komin fyrir því að bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í höfuðborginni á þeim degi. Það er gert til þess að halda á lofti merkjum íslensks landbúnaðar, íslenskrar framleiðslu og íslenskrar menningar.
Meira

Að vera kostnaðarliður

Á tyllidögum erum við kennarar framlínustarfsfólk sem gegnir mikilvægasta starfi í heimi. Aðra daga erum við langstærsti kostnaðarliður vinnuveitenda okkar. Um áramót renna kjarasamningar fimm aðildarfélaga KÍ við sveitarfélögin út og skilaboðin úr þeirri átt eru skýr, það er enginn peningur til. Ekki frekar en fyrri daginn.
Meira