Aðsent efni

Í vinnumennsku á Sjávarborg :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 1. hluti

Höfundur minningabrotanna frá Sjávarborg, Kristrún Örnólfsdóttir fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 1902 dáin 1978. Kristrún var elst 13 barna foreldra sinna. Nám aðeins í barnaskóla. Fór 16 ára að heiman sem vinnukona í sveit og bæ næstu 7 árin, m.a. vinnukona í Reykjavík frostaveturinn, spænskuveikina og fullveldisárið 1918, sem hún skrifaði minningar um.
Meira

Jökulárnar í Skagafirði | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Unnið hefur verið að áætlunum um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði í hartnær hálfa öld. Krafa um virkjun verður sífellt háværari, umræðan um orkuskort vex og virkjanaglöðum sveitarstjónarmönnum verður tíðrætt um glötuð tækifæri í héraði vegna orkuskorts. En þó eru ekki allir sveitarstjórnarmenn á þeim buxunum...
Meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Meira

Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis

Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vindhæli á Skagaströnd

Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upphaflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjetursmáldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“
Meira

Stríð í Evrópu :: Leiðari Feykis

Það er óhugnalegt til þess að hugsa, og jafnframt afar þungbært, að loks þegar við sjáum fyrir endann á þeim heimsfaraldri sem hefur haldið jarðarbúum í nokkurs konar heljargreipum í tvö ár með öllum þeim gríðarmiklu mannfórnum og efnahagsþrengingum sem honum fylgir, skuli heimsbyggðin svo vakna upp við þann vonda raunveruleika að stríð sé skollið á í Evrópu.
Meira

Öll orka Blönduvirkjunar tapast á ári hverju!

Um langt árabil hefur það verið baráttumál sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að orka sem framleidd er í Blönduvirkjun nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar heima í héraði. Alþingi veitti því sjónarmiði heimamanna viðurkenningu með samþykkt þingsályktunar um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar árið 2014.
Meira

Saga hrossaræktar – reiðhrossamarkaðir erlendis :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var gerð grein fyrir þróun hrossamarkaðanna innanlands og til útlanda fram á miðja síðustu öld, í greininni kom m.a. fram að á tímabilinu 1850 – 1949 fóru samtals 150.400 hross utan. Að stofni til var um að ræða unghross alin upp í stóði og af mjög breytilegum gæðum, flest voru nýtt sem vinnuhross; í námum Bretlandseyja, hjá dönskum smábændum m.a. og þá í fjölþættri vinnu eða sem lipur reiðhross, t.d. fyrir krakka á leið í skólann eða fyrir ráðsmenn og aðra verkstjórnendur á búgörðum. Sum náðu svo enn lengra og voru jafnvel seld af landinu sem úrtöku reiðhross. Enda var þá þegar orðin töluverð reiðhestaeign í landinu; hafði raunar alltaf verið nokkur en fór vaxandi, m.a. við það að velmegandi hestelskum borgurum fjölgaði.
Meira

Horft til framtíðar - Leiðari Feykis

Þá er það ljóst að Skagfirðingar eru sameinaðir í eitt sveitarfélag eftir kosningar helgarinnar og Húnvetningar til hálfs í Austursýslunni. Margir vilja meina að hér hafi verið stigið stórt framfaraskref fyrir viðkomandi samfélög íbúum öllum til heilla. Aðrir eru efins og óttast að þeirra hlutur muni skerðast í stærra sveitarfélagi.
Meira