Aðsent efni

Ég vil gjarnan að sveitarfélögin sameinist – Feykir spyr

Þyrey Hlífarsdóttir, grunnskólakennari, starfar í Varmahlíðarskóla, gift Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra Skagafjarðarhafna, og saman eiga þau þrjú börn. Síðasta sumar fluttu þau Dagur á æskuslóðir Þyreyjar í Víðiholt og segir hún þau því orðin sveitafólk, þó svo eitthvað fari minna fyrir búskapnum hjá þeim, a.m.k. enn sem komið er.
Meira

Akrahreppur verður áfram kallaður Akrahreppur – Feykir spyr

Berglind Þorsteinsdóttir á Glóðeyri í Akrahreppi starfar sem safnstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gift Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni, minjaverði MÍ á Norðurlandi vestra, og eiga þau þrjú börn sem öll eru í Varmahlíðarskóla; Jónu Karítas 14 ára, Matthías 11 ára og Katrínu 8 ára.
Meira

Sé ekkert jákvætt við sameiningu - Feykir spyr

Helgi Fannar Gestsson er búsettur á Höskuldsstöðum í „fríríkinu Akrahreppi“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar býr hann ásamt bróður sínum með 100 vetrarfóðraðar ær og nokkur hross. Þá starfar hann einnig sem alhliða landbúnaðarverktaki, við afleysingar á búum ásamt rúning og hin ýmsu sveitastörf, og í haust hóf hann búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Meira

Hvetur alla til að flykkjast á kjörstað - Feykir spyr

Klara Helgadóttir er fædd og uppalin á Úlfsstöðum í Blönduhlíð en flutti 19 ára gömul út í Viðvíkursveit þar sem hún hefur búið síðan á Syðri-Hofdölum. Þar býr hún blönduðu búi ásamt manni sínum Atla Má Traustasyni en saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn.
Meira

Verðum sterkari sem heild - Feykir spyr

Friðrik Þór Jónsson býr í Skriðu í Akrahreppi, ásamt Sigríði Skarphéðinsdóttir og dætrum þeirra Silju Rún og Sunnu Sif sem nú eru í skóla á Akureyri. Sjálfur vinnur Friðrik í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð.
Meira

Uppbygging skólamannvirkja í Varmahlíð

Í liðinni viku voru kynntar tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað. Tillögurnar eru afrakstur vinnu sem hófst í árslok 2019 þegar sveitarfélögin tvö í Skagafirði samþykktu að vinna að ofangreindu markmiði og skipuðu sérstaka verkefnisstjórn um framkvæmdina með það að leiðarljósi að þær breytingar sem gerðar yrðu á húsnæðinu og umhverfi þess myndu uppfylla þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Meira

Samkeppnishæfara sveitarfélag

Fátt skiptir meira máli en skólamál þegar fólk stendur frammi fyrir vali á búsetu. Í framsæknum samfélögum þarf að vera góð aðstaða í skólum, gott og umhyggjusamt starfsfólk, ekki löng bið eftir leikskólaplássum o.s.frv., annars sest fólk einfaldlega annars staðar að. Nú standa íbúar í Skagafirði frammi fyrir kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef sameining verður samþykkt verður til fjölmennasta dreifbýlissveitarfélag landsins með þriðjung íbúa héraðsins í dreifbýli.
Meira

Undskyld, danske venner :: Leiðari Feykis

Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira