Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Aðsendar greinar
14.11.2021
kl. 08.35
Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira