Aðsent efni

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira

Kjósum já – fyrir framtíðina

Í lok apríl 2021 hófust óformlegar viðræður milli sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarfélögin hafa alla tíð átt í umfangsmiklu samstarfi um ýmsa þjónustu og því þóttu viðræðurnar eðlilegt framhald á nánu og vaxandi samstarfi sveitarfélaganna undanfarin ár.
Meira

Fjársjóður í fólki :: Áskorandi Guðný Káradóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Þegar Hulda Jónasar Króksari og vinkona mín sendi mér áskorandapennann þá hugsaði ég: „Já ég er Skagfirðingur, ekki bara Króksari“. Ræturnar liggja nefnilega víða um Skagafjörðinn.
Meira

Kæru íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, tökum næsta skref inn í framtíðina

Nú er komið að því að kjósa um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar þann 19. febrúar nk. Aðdragandi þess er búinn að vera langur en í byrjun júní sl. var kosið um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Hún. eftir tæplega fjögurra ára viðræður/undirbúningstíma. Sú sameiningartillaga var samþykkt í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ en felld í hinum tveimur og því varð ekki af þeirri sameiningu. Sú ákvörðun var tekin í sveitarstjórn Húnavatnshrepps að kanna hug íbúa til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga og voru 2/3 kjósenda jákvæðir fyrir að skoða þessa sameiningu.
Meira

Áfram veginn!

Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Meirihluti kjósenda í sveitarfélögunum tveimur samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í kosningum í júní 2021, en meirihluti íbúa Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar felldi tillöguna. Í kjölfarið ákváðu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps að gefa íbúunum sínum færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Meira

Umhverfisakademía? Hvað er það? :: Einar Kristján Jónsson skrifar

Í tengslum við sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur verið hrundið af stað verkefni til undirbúnings stofnunar umhverfisakademíu á Húnavöllum með fyrirhuguðum stuðningi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hugmyndin hafði áður verið rædd í tengslum við sameiningarviðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira