Aðsent efni

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.
Meira

Hafnargarður á Eyrinni :: Lífæð Sauðárkróks forsenda sjósóknar viðskipta og framfara

Kosin var hafnarnefnd 1935 í Sauðárkrókshreppi, Friðrik Hansen formaður og jafnframt oddviti (1934-1946), Pétur Hannesson gjaldkeri sparisjóðsstjóri, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, kosinn af sýslunefnd en Steindór Jónsson smiður tók fljótlega við af Sigurði. Friðrik og Pétur fóru til Reykjavíkur vorið 1935 og fengu því framgengt að hafin yrði gerð Eyrarvegar sem var forsenda fyrir aðkomu að gerð hafnargarðs á Eyrinni. Sjórinn gekk upp í „Eyrarbrekkuna“ sem nú heita Gránumóar og nagaði sig inn í brekkuræturnar. Steyptur var 120 metra langur garður í framhaldi gamla sjóvarnargarðsins sumarið 1935 síðan fyllt upp milli brekkurótanna og garðsins, Steindór smiður stóð fyrir verkinu. Þar með var kominn akfær vegur út á Eyrina.
Meira

Móðir allra hátíða :: Jólapistill Byggðasafns Skagfirðinga

Jólin hafa verið kölluð móðir allra hátíða. Þá var eins og nú ekki lítið um dýrðir fyrir börn, sem hlakkaði svo til að sjá öll ljósin tendruð, bæði í torfbæjum og kirkjum – en eins og þið hafið tekið eftir þá var ansi dimmt í gömlu bæjunum á veturna, það mætti segja að veturinn hafi verið eins og ein stór rökkurganga.
Meira

Íþróttamaður ársins 2021 í Skagafirði

Á síðasta ári gat Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagið Skagafjörður ekki haldið sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt er hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins, árið 2020. Á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira

Pílufélag Hvammstanga - Áskorandapenni Patrekur Óli Gústafsson – Formaður Pílufélags Hvammstanga

Það hafði verið í umræðunni í þó nokkurn tíma hjá okkur félögunum að það væri gaman að stofna pílufélag á Hvammstanga. Áhuginn var til staðar en það eina sem þurfti var spark í rassinn til að hefjast handa.
Meira

Framtíðin er komin - Áskorandi Þorgrímur Guðni Björnsson Hvammstanga

Takk Ármann! Takk fyrir áskorunina. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Nú þegar styttist í komu erfingjans á Neðri-Torfustöðum þá fannst mér tilvalið að ræða við verðandi foreldrana um upptöku eftirnafnsins Ármann, það var hlustað en ég veit ekki hvort samtalið hafi skilað ætluðum árangri og hugmyndin sé gleymd.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Þröm, austan Sæmundarár

Ekki tel jeg rjett, að setja nafnið í upphaflega mynd, Þrömr, því kynsbreytingin Þröm er búin að ná festu í málinu, sem ýms önnur orð er líkt stendur á fyrir. Hjer norðanlands virðist kk. beygingin Þrömr vera horfin um 1500.
Meira

Leyfir illa upplýstum vinnufélögum bara að pústa :: Liðið mitt Alex Már Sigurbjörnsson Liverpool

Alex Már Sigurbjörnsson, veitukall hjá Skagafjarðarveitum, er fæddur og uppalinn á Króknum en flutti sig fram í Varmahlíð og býr þar í dag með fyrirliða meistaraflokksliðs Tindastóls. Ekki fer miklum sögum af afrekum Alex á völlum fótboltans á síðu KSÍ annað en að hann hafi skipt úr Tindastól í Drangey og fengið leikheimild um miðjan júlí 2017. Alex er þekktari fyrir fimi sína á bassagítarinn þar sem hann er m.a. meðlimur Hljómsveitar kvöldsins. Hann vill þakka Halldóru frænku sinni fyrir þessa áskorun og dembir sér í spurningarnar.
Meira