Aðsent efni

Áfram gakk!!!! :: Áskorendapenninn Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti Húnavatnshrepps

Þann 19. febrúar síðastliðin var ákveðið af íbúum tveggja sveitarfélaga að stíga mikilvægt skref, skref sem þótti af mörgum íbúum of stórt og ekki tímabært að stíga, ekki fyrir svo mörgum árum. Sameining sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og hins vegar Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar mun verða að veruleika og sjálfsagt, eins og með margt annað, sýnist sitt hverjum.
Meira

Frábær leikhússkemmtun á Shrek!

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu á fimmtudagskvöldið í Bifröst leikritið Shrek. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Silla og Eysteinn eru jafnframt handritshöfundar en þau skrifuðu handritið upp úr fyrstu tveimur myndunum.
Meira

Horfum til framtíðar - Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035

Á vordögum 2019 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, en aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins. Í aðalskipulaginu er mótuð stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar ásamt því að sett er fram stefna sveitarstjórnar um byggðaþróun, samgöngur, reiðleiðir, gönguleiðir og margt annað sem snýr að gerð og þjónustu sveitarfélagsins.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Hélt upp á sextugs afmælið á Elland Road í íslenskum norðanbyl - Liðið mitt Hólmgeir Einarsson, sjávardýrasali - Leeds

Hólmgeir Einarsson þekkja margir og tengja við Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni í Reykjavíkinni og titlar sig sjávardýrasala. Hann er fæddur og uppalinn á Hofsósi, vann þar mest við fisk, fiskverkun og var lengi til sjós ásamt því að hafa verið verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi. Þá lá leiðin suður fyrir rúmum 34 árum síðan og þar er hann enn. Guðmundur Sigurbjörnsson, sveitungi hans frá Hofsósi, skoraði á hann að svara spurningum í Liðinu mínu hér í Feyki.
Meira

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira

Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands

Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu.
Meira

Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða.
Meira

Í vinnumennsku á Sjávarborg :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 1. hluti

Höfundur minningabrotanna frá Sjávarborg, Kristrún Örnólfsdóttir fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 1902 dáin 1978. Kristrún var elst 13 barna foreldra sinna. Nám aðeins í barnaskóla. Fór 16 ára að heiman sem vinnukona í sveit og bæ næstu 7 árin, m.a. vinnukona í Reykjavík frostaveturinn, spænskuveikina og fullveldisárið 1918, sem hún skrifaði minningar um.
Meira