Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
09.03.2022
kl. 09.01
Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira