Aðsent efni

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira

Áfram í sókn

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sérstöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjármagns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Úti-bliksstaðir í Miðfirði (Úti-Blígsstaðir)

Þetta er almennasti framburður á nafninu, en ýmsir rita þó Úti-bleiks-. Að hinu leytinu eru beztu gögn fyrir því að á 15. öld hefir bærinn verið nefndur Úti-bliks-, því þannig er nafnið ritað hvað eftir annað í brjelum (frumritum) frá árunum 1467 og 1474 (DI. V. 476 og 746). En Úti-Bleiks J. og Ný Jb. Framburðarmyndin Úti-bleiks-, hygg jeg að hafi myndast af munnmælasögu þeirri, að bleikur hestur hafi „gengið af“ á Heggstaðanesi, einhvern harðindavetur, og af honum eigi bærinn að draga nafnið.
Meira

Ljúfar minningar - Áskorandi Hulda Jónasdóttir, brottfluttur Króksari

,,Ég er Króksari” svara ég iðulega fólki sem spyr mig hvaðan ég sé, þrátt fyrir að hafa varið miklu lengri tíma í allt öðrum landshluta. Eitt sinn Króksari, ávallt Króksari.
Meira

Hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga :: Áskorandinn Jón Árni Magnússon, bóndi í Steinnesi og sveitarstjórnarmaður í Húnavatnshreppi

Að mörgu er að hyggja þegar að sameina á sveitarfélög til að þau standi sterkari saman. Oft hefur það reynst erfitt fyrir íbúana að sætta sig við breytingar og í mörgum tilfellum skiptist fólk upp í hópa líkt og var fyrir sameiningu. Það þýðir ekki að sitja fastur í fortíðinni heldur að taka þessu með opnum huga og hugsa dæmið upp á nýtt.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossafjöldi og afsetning :: Kristinn Hugason skrifar

Áður en lengra er haldið í skrifum þessum er ekki úr vegi að rekja hér nokkuð hrossafjöldann í landinu í gegnum tímann og átta sig ögn á nytjum og afsetningu hrossa. Hver hvatinn er til hrossaeignar á hinum ýmsu tímum og hagur manna af hrossunum.
Meira

Nú árið er liðið

Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er.
Meira

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.
Meira

Hafnargarður á Eyrinni :: Lífæð Sauðárkróks forsenda sjósóknar viðskipta og framfara

Kosin var hafnarnefnd 1935 í Sauðárkrókshreppi, Friðrik Hansen formaður og jafnframt oddviti (1934-1946), Pétur Hannesson gjaldkeri sparisjóðsstjóri, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, kosinn af sýslunefnd en Steindór Jónsson smiður tók fljótlega við af Sigurði. Friðrik og Pétur fóru til Reykjavíkur vorið 1935 og fengu því framgengt að hafin yrði gerð Eyrarvegar sem var forsenda fyrir aðkomu að gerð hafnargarðs á Eyrinni. Sjórinn gekk upp í „Eyrarbrekkuna“ sem nú heita Gránumóar og nagaði sig inn í brekkuræturnar. Steyptur var 120 metra langur garður í framhaldi gamla sjóvarnargarðsins sumarið 1935 síðan fyllt upp milli brekkurótanna og garðsins, Steindór smiður stóð fyrir verkinu. Þar með var kominn akfær vegur út á Eyrina.
Meira

Móðir allra hátíða :: Jólapistill Byggðasafns Skagfirðinga

Jólin hafa verið kölluð móðir allra hátíða. Þá var eins og nú ekki lítið um dýrðir fyrir börn, sem hlakkaði svo til að sjá öll ljósin tendruð, bæði í torfbæjum og kirkjum – en eins og þið hafið tekið eftir þá var ansi dimmt í gömlu bæjunum á veturna, það mætti segja að veturinn hafi verið eins og ein stór rökkurganga.
Meira