Æfingaferðirnar með Keflavík standa upp úr ;; Liðið mitt Halldóra Andrésdóttir Cuyler
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2021
kl. 08.28
„Best að byrja á því að þakka Baldri vini mínum kærlega fyrir þetta!“ segir Halldóra Andrésdóttir Cuyler en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, skoraði á hana að svara í Liðinu mínu áður en þátturinn og enska úrvalsdeildin fór í frí seinasta vor. Halldóru er auðvelt að staðsetja á Bergstöðum í Borgarsveit í Skagafirði en sjálf segist hún vera ótrúlega heppin að eiga marga staði sem hún geti kallað heimili sitt. „Nánast alveg sama hvert ég er að ferðast þá er ég ansi oft á leiðinni heim. En ég er skráð til heimilis í Virginia Beach, USA, en alltaf á ferðalagi í Skagafirðinum og með hugann í Keflavík,“ segir Halldóra en glæstan feril á hún með liði Keflavíkur í körfuboltanum hér áður fyrr. Starfstitill Halldóru er Business Development Consultant eða fyrirtækja þróunar ráðgjafi ef hann er færður upp á bjagaða íslensku! „Já, og svo auðvitað hobby sauðfjárbóndi í íhlaupum,“ áréttar hún.
Meira