Aðsent efni

Áfram veginn!

Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Meirihluti kjósenda í sveitarfélögunum tveimur samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í kosningum í júní 2021, en meirihluti íbúa Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar felldi tillöguna. Í kjölfarið ákváðu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps að gefa íbúunum sínum færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Meira

Umhverfisakademía? Hvað er það? :: Einar Kristján Jónsson skrifar

Í tengslum við sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur verið hrundið af stað verkefni til undirbúnings stofnunar umhverfisakademíu á Húnavöllum með fyrirhuguðum stuðningi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hugmyndin hafði áður verið rædd í tengslum við sameiningarviðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira

Samtakamáttur og samheldni á mikilvægum tímum

Eins og vitað er eru aðgerðir ríkisstjórnar vegna Covid-19 í stöðugri endurskoðun og taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. Í öllum ákvörðunum og umræðu af hálfu yfirvalda hefur verið lögð mikil áhersla á að reyna að halda úti órofinni starfsemi á sem flestum sviðum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur markað sér þá stefnu að fylgja leiðbeiningum yfirvalda hvað þetta varðar eins og hægt er og leitast við að þjónusta íbúa í stofnunum sveitarfélagsins hvar sem þeir eru, í skólum, í velferðarþjónustu og annars staðar.
Meira

Lionsklúbburinn Björk

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki hittist lítið sem ekkert síðasta vetur en hefur náð að hittast þrisvar sinnum það sem af er þessum vetri. Fundirnir hafa verið haldnir í Gránu og þar höfum við notið gestrisni og góðra veitinga og þökkum við fyrir það.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira