Horfum til framtíðar - Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
24.03.2022
kl. 09.39
Á vordögum 2019 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, en aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins. Í aðalskipulaginu er mótuð stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar ásamt því að sett er fram stefna sveitarstjórnar um byggðaþróun, samgöngur, reiðleiðir, gönguleiðir og margt annað sem snýr að gerð og þjónustu sveitarfélagsins.
Meira