Aðsent efni

Sókn til framtíðar

Þann 14. maí næstkomandi verða sveitarstjórnarkosningar haldnar um land allt. Þá ákveðum við hverja við veljum til þess að stjórna nærsamfélögum okkar næstu fjögur árin. Í ljósi eftirfarandi lagatexta er gott og rétt að við íhugum vandlega hverja við viljum sjá við stjórnvölin. Í Sveitarstjórnarlögum segir meðal annars: “Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal tekinn upp þráðurinn þar sem honum var sleppt í 38. tbl., 6. október 2021 en þar var svo komist að orði í niðurlagi greinarinnar: „Fyrsta hrossaræktarfélagið: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja var stofnað 1904, þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Er hér um að ræða upphaf mikillar sögu, enda runninn upp ný öld. Öld umbrota og framfara, eða eins og stórskáldið, athafna- og hestamaðurinn Einar Benediktsson orðaði það í lokaorðum kvæðis síns Aldamót; „Lát snúast tímans tafl, / tuttugasta´öld.““. Verður nú þessari sögu framhaldið.
Meira

Takk haus! :: Áskorandinn Hrafnhildur Víglundsdóttir, frá Dæli í Víðidal

Hæ, ég heiti Hrafnhildur. Ég er með ADHD. Hausinn á mér er gerður til að finna endalausar lausnir við vandamálum. Búa til ferla sem láta hlutina ganga betur og hraðar fyrir sig. Ég er, já eða var brjálæðislega góð í að gera marga hluti í einu. Ég finn mjög sterkt, ekki bara mínar tilfinningar heldur allra annarra líka.
Meira

Úreltir kynjakvótar :: Leiðari Feykis

Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið.
Meira

Í Austurdal í Framhéraði Skagafjarðar

Á dögunum leitaði hugurinn til myndarinnar Í Austurdal þar sem Stefáni Hrólfssyni á Keldulandi á Kjálka er fylgt um Austurdal bæði í ferðum og léttu spjalli. Fjallaunnandinn og hestamaðurinn Stefán fer á kostum í myndinni með léttleik sínum og virðingu fyrir umhverfinu. Myndin sýnir ekki bara heillandi og mikilfenglegt umhverfi heldur ekki síður væntumþykju og ást á dalnum fagra. Menn bókstaflega ljóma þegar þeir ríða um sléttar grundir dalsins og virða fyrir sér umhverfið, frjálsir frá erli hversdagslífsins og ekkert annað kemst að en að njóta stundarinnar. Í svona dal getur ekkert slæmt leynst, allir eru jafnir og ekki möguleiki fyrir nokkurn mann að vera í vondu skapi. Sannarlega frábær mynd og eftirminnileg og ekki hægt annað en að hrífast með.
Meira

Áfram gakk!!!! :: Áskorendapenninn Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti Húnavatnshrepps

Þann 19. febrúar síðastliðin var ákveðið af íbúum tveggja sveitarfélaga að stíga mikilvægt skref, skref sem þótti af mörgum íbúum of stórt og ekki tímabært að stíga, ekki fyrir svo mörgum árum. Sameining sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og hins vegar Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar mun verða að veruleika og sjálfsagt, eins og með margt annað, sýnist sitt hverjum.
Meira

Frábær leikhússkemmtun á Shrek!

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu á fimmtudagskvöldið í Bifröst leikritið Shrek. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Silla og Eysteinn eru jafnframt handritshöfundar en þau skrifuðu handritið upp úr fyrstu tveimur myndunum.
Meira