Aðsent efni

Plægjum jarðveg tækifæranna

Áhersla Sjálfstæðisflokksins á athafnafrelsi og einstaklingsframtak er grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem öll markmið samfélagsins um kröftugt velferðarkerfi hvíla á. Þetta er sérstaða Sjálfstæðisflokksins. Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verkefni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Við viljum plægja jarðveg tækifæranna með sterkara velferðarkerfi, betri innviðum og samkeppnishæfara umhverfi sem styður við verðmætasköpun.
Meira

Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.
Meira

Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur.
Meira

Fjölbreytt störf – Jöfn tækifæri, jöfnuður og réttlæti

Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt atvinnutækifæri. Ef byggðirnar eiga að hafa einhverja möguleika til að vera eftirsóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. Ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira

Lífskjör og velsæld!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.
Meira

Styrkjum liðið í NV-kjördæmi!

Góðu vinir mínir í (fyrrum) Alþýðuflokknum í Norðvesturkjördæmi nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrrum félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum.
Meira

Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað?

Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferðarsamfélag. Til að slíkur búskapur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum landsmönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til.
Meira

Úlfagil í Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Rjetta nafnið er Úfagil, og fyrir því tel jeg þessar heimildir: Í sölubrjefi frá 1391 stendur: Vfagil (DI. III. 457). Í „Geitaskarðsbrjefi“, árfært 1405: Vuagil, en í kvittunarbrjefinu, sem á við sama kaupbrjef, og ritað er sama ár: Vfagil (DI. IX. 26 og 28). Og árið 1536 finst: Wfagil (DI. IX. 766). Stafirnir v og u eru notaðir jöfnum höndum yfir u eða ú hljóð, og sjezt því að sama nafnið, Úfa-, er í öllum brjefunum.
Meira