Aðsent efni

Land tækifæranna – fyrir hverja?

Er Ísland land tækifæranna fyrir.. ....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?
Meira

Framtíð íslensks landbúnaðar

Nú þegar hyllir undir að þjóðin sé að komast út úr kófinu eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar er tímabært að fara huga að stóru málunum. Stóru málunum sem núverandi ríkisstjórn gleymdi meðan faraldurinn stóð sem hæst.
Meira

Öruggt húsnæði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum.
Meira

Nokkur orð um Samband stjórnendafélaga, STF

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Meira

Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi - Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju

Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Sundbraut styttir mikið tímann sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni.
Meira

Laugavegur í Varmahlíð

Þann 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni þar sem hann skrifaði um að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd.
Meira

Beggja vegna

Ég vil byrja á því að þakka henni Lillu minni fyrir að skora á mig þótt það sé nú ekki auðvelt að feta í hennar fótspor. Eftir að hafa velt fyrir mér hvað ég hefði mögulega að segja benti systir mín mér á að ég gæti skrifað um Drangey en sú perla (eyjan og systirin) er mér mjög kær. Þar að auki finnst mér áhugavert að skoða hvernig mannskepnan tekst á við breytingar og hvernig við lögum okkur að nýjum aðstæðum.
Meira

Opið bréf til frambjóðenda í kosningum til Alþingis 25. september 2021

Nú líður að þingkosningum og kjördagur nálgast. Við kjósendur þurfum að skoða og meta hverja skal kjósa úr þeim fjölda framboða sem í boði eru. Stefnumálin virðast svipuð hjá mörgum flokkanna, þótt ekki sé samhljómur um alla hluti. Ég tilheyri þeim ört stækkandi hópi eldra fólks sem eru ýmist kallaðir eldri borgarar, lífeyrisþegar eða jafnvel bótaþegar. Mér hugnast ekki þessi miðamerking, við erum eldra fólk. Við viljum hafa áhrif á eigið líf og framtíð og teljum okkur hafa margt fram að færa.
Meira

Traust forysta VG!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er.
Meira

Fjarskipti og öryggi landsmanna

Á undangengnum árum hafa orðið mikla breytingar í fjarskiptamálum Íslendinga. Tækninni hefur fleygt fram og sífellt fleiri þættir mannlífsins eru nú háðir net- og símatengingum. Eftir að ákveðið var fyrir allmörgum árum að selja Símann frá íslenska ríkinu með manni og mús, ef svo má að orði komast, hefur samkeppnisstaða landsbyggðarinnar versnað gagnvart þéttbýlinu.
Meira