Forsætisráðherra heimsækir Skagafjörð
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
28.04.2025
kl. 02.41
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra býður til opins fundar í Skagafirði mánudaginn 28. apríl. Ráðherra verður einnig með erindi á kirkjukvöldi á Sauðárkróki sama dag í tilefni Sæluviku. „Það hefur gefið mér mikið síðustu misseri að halda opna fundi með fólki um allt land og ég vil halda því áfram eins og ég get í nýju embætti. Ég hlakka til að koma í Skagafjörðinn og eiga opið og milliliðalaust samtal um það sem brennur helst á heimamönnum,“ segir Kristrún.
Meira