Fréttir

Viktoría vann söngkeppni Friðar

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldin í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 12. desember sl og jólaball Friðar fyrir 8.-10. bekkinga í Skagafirði var svo haldið að balli loknu. Dj Kolli hélt uppi stuðinu á ballinu. 
Meira

Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Meira

Á heimavelli getum við sigrað hvaða lið sem er

„Já, ég er mjög ánægður með leikinn. Það er gott fyrir okkur að komast áfram í bikarkeppninni og ég hlakka til að sjá hver næsti andstæðingur okkar verður,“ sagði Israel Martín þjálfari kvennaliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun út í leikinn gegn Þór sem lið Tindastóls vann í gærdag. Næsti leikur, sem er síðasti leikur ársins, er gegn liði Njarðvíkur hér heima á miðvikudagskvöldið.
Meira

Hamarsmenn negldir niður í Síkinu

Tindastólsmenn voru áfram í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í VÍS bikarnum í gærkvöldi og sennilega hefur gestunum þótt nóg um. Staðan var 42-5 að loknum fyrsta leikhhluta og Arnar þjálfari gat að miklu leyti keyrt sitt lið á hinum svokölluðu minni spámönnum. Lokatölur 125-66 og því annar leikurinn í röð sem Stólarnir vinna með 59 stiga mun, sem er svosem ágætis kækur.
Meira

Stólastúlkur höfðu betur í grannaslagnum í VÍS bikarnum

Það var bikarsunnudagur í Síkinu í gær og það voru stelpurnar sem runnu á vaðið upp úr seinna kaffi. Gestirnir voru skærrauðir Þórsarar frá Akureyri en þær hafa verið að brillera í 1. deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Liðin buðu upp á spennandi leik en lið Tindastóls leiddi nánast allan tímann. Tapaðir boltar reynust gestunum dýrkeyptir og það fór svo að Stólastúlkur unnu leikinn 102-92 og já, Marta átti enn einn stórleikinn.
Meira

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira

Skagfirski Kammerkórinn heimsækir Blönduós

Þriðjudaginn 16.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Blönduóskirkju og hefjast tónleikarnir kl.20.
Meira

Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Meira

Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg

Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.
Meira

Bikarsunnudagur í Síkinu

Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Meira