Frumkvöðlakonur samtíðar hittast á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.04.2018
kl. 16.43
Ráðstefna fyrir frumkvöðlakonur samtíðar og framtíðar verður haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki 18. apríl nk. en þar verður boðið upp á fyrirtækjakynningar, fyrirlestra og örvinnustofur fyrir frumkvöðlakonur. Árangur FREE Evrópuverkefnisins verður kynntur og Sirrý Arnarsdóttir, fjölmiðlakona gefur góð ráð til frumkvöðla til að koma sér og fyrirtækinu á framfæri. Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur leitt verkefnið sem er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum. Auk Vinnumálastofnunar tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Feykir sendi Ásdísi spurningar og forvitnaðist um verkefnið.
Meira