Fréttir

Margt að gerast hjá Farskólanum

Nýlega hófst á vegum Farskólans námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru öll haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd og eru styrkt og niðurgreidd af SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna

Jafnréttisdagar háskólanna er árlegur viðburður sem haldinn er í öllum íslensku háskólunum samtímis. Að þessu sinni standa þeir yfir dagana 1.-5. október. Á jafnréttisdögum er markmiðið að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.
Meira

Blóðsöfnun í næstu viku

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki og á Blönduósi í næstu viku. Mikill skortur hefur verið á blóði hjá Blóðbankanum og á Facebooksíðu bankans í gær kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum, þó sérstaklega O mínus. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð.
Meira

Lýðheilsuganga að Þrístöpum og um Vatnsdalshóla

Ferðafélag Íslands stóð fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september sem mæltust vel fyrir. Tilgangur gönguferðanna var sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Farið var í skipulagðar gönguferðir í báðum Húnavatnssýslunum og á fréttavefnum Húni.is kemur fram að ágæt þátttaka hefur verið í göngunum í Austur-Húnavatnssýslu og þakkar ferðamálastjóri göngustjórum kærlega fyrir samvinnuna og öllum þátttakendum fyrir áhugann á verkefninu.
Meira

Öruggur sigur í æfingaleik gegn Hetti

Tindastóll og Höttur Egilsstöðum mættust í gær í síðasta æfingaleik Stólanna fyrir átökin í Dominos-deildinni í vetur. Stuðningsmenn fjölmenntu í Síkið og sáu kaflaskiptan leik liðanna en sigur Tindastóls var sannfærandi. Lokatölur 92-77.
Meira

Arnar Geir gerir gott mót í Missouri

Á heimasíðunni Kylfingur.is segir af því að þrír íslenskir kylfingar kepptu á Missouri Valley Fall Invitational á Marshall vellinum í Missouri dagana 24.-25. september en það vour þeir Arnar Geir Hjartarson, Birgir Björn Magnússon og Gunnar Blöndahl Guðmundsson.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð í dag

Í dag, fimmtudaginn 27. september, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar munu þeir listamenn sem dvalið hafa í listamiðstöðinni í september sýna vinnu sína. Opið verður frá klukkan 16:30 til 19:00.
Meira

Æfingaleikur í Síkinu í kvöld

Nú er aðeins vika í að Dominos-deildin í körfunni fari af stað á ný og því ekki seinna vænna að bjóða upp á æfingaleik í Síkinu fyrir körfuþyrsta stuðningsmenn Tindastóls. Það er lið Hattar frá Egilsstöðum sem brunar á Krókinn og hefst leikurinn kl. 19:15 í kvöld (fimmtudag).
Meira

Laufskálagleði framundan

Nú um helgina verður gleði og gaman í Skagafirði er Laufskálaréttir fara fram. Dagskráin tekur yfir þrjá dag og hefst á morgun föstudagskvöld þar sem stórsýning og skagfirsk gleði verður í reiðhöllinni á Sauðárkróki og ýmislegt verður í boði.
Meira

Bestu búsetuskilyrðin í Skagafirði - Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar

Nýlega heimsótti Vífill Karlsson, hagfræðingur, sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra og kynnti fyrir þeim niðurstöður íbúakönnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu að með Vífil í fararbroddi. Þrjár kynningar voru haldnar, ein á Hvammstanga þar sem fjallað var um niðurstöður könnunarinnar í Vestur-Húnavatnssýslu, á Blönduósi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og sú þriðja á Sauðárkróki þar sem niðurstöður fyrir Skagafjörð voru kynntar. Sagt er frá þessu á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira