Landsvirkjun gerir rafmagnssamning við dótturfélag Etix Everywhere Borealis fyrir gagnaver á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.12.2018
kl. 11.49
Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélag Etix Everywhere Borealis, hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu 25 MW til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa þegar yfir framkvæmdir við stækkun þess en gagnaverið verður fyrsti stórnotandi rafmagns sem tengist beint við tengivirki Landsnets við Laxárvatn í Blönduósbæ.
Meira
