Fréttir

Framsókn og framfarasinnaðir í Húnaþingi vestra kynna lista sinn

B-listi Framsóknar og annarra framfararsinna í Húnaþingi vestra fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018 hefur verið birtur. Listinn, sem er skipaður sjö konum og sjö körlum, er talsvert breyttur frá síðustu kosningum og er þar mörg ný nöfn að finna. Elín R. Líndal sem lengi hefur skipað fyrsta sætið er nú í því 14. eða heiðurssæti listans. Oddviti listans nú er Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður, sem áður var í 14. sæti. Þrjú næstu sæti eru öll skipuð nýjum liðsmönnum, í öðru sæti er Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi í því þriðja og í fjórða sætinu er Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur.
Meira

Þrjár skagfirskar í æfingahóp U20 í körfuboltanum

U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.
Meira

Gestakennsla kennara Ferðamáladeildar í Háskólanum í Suðaustur-Noregi í Bø

Guðrún Helgadóttir, prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, gegnir einnig um þessar mundir prófessorsstöðu í ferðamálafræði við Háskólann í Suðaustur-Noregi, (University College of Southeast Norway) í bænum Bø i Telemark, um 150 km frá Osló. Eitt af námskeiðunum sem Guðrún kennir þetta vorið heitir Nature, Culture and Guiding og fékk hún samstarfsfólk sitt á Hólum til að taka þátt í því með sér.
Meira

Fornminjasjóður styrkir Byggðasafn Skagfirðinga og Þingeyraklaustur

Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir frá því að á árinu hafi safnið sótt um styrki til margvíslegra verkefna s.s. úrvinnslu byggðasögu- og kirkjurannsókna síðasta áratugar, til ljósmyndunar og varðveislu safnmuna, innréttingar í geymslu, til útgáfu rits um torfrannsóknir, um Tyrfingsstaðaverkefnið/Fornverkaskólann, til fornleifarannsókna á fornum görðum í Fljótum og fleiri verkefna.
Meira

Lilja Pálma og Mói sigurvegarar fjórgangsins

Fjórgangur fór fram í Meistaradeild KS í gærkvöldi þar sem ung og spennandi hross í bland við mikið reynd keppnishross öttu kappi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Forkeppnin var jöfn og skemmtileg en eftir hana voru þær efstar og jafnar Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum og Helga Una Björnsdóttir á Þoku frá Hamarsey.
Meira

Skagfirðingabók komin út

Út er komin 38. rit Skagfirðingabókar Sögufélags Skagfirðinga sem, líkt og allar götur frá árinu 1966, flytur lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Meðal efnis er heilmikil samantekt Ágústs Guðmundssonar um hernámsárin 1940-1942, Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum.
Meira

Vinnustofur um þróun á upplifun í tengslum við Norðurstrandarleið

Þriðja áfangaskýrslan um Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way kom út fyrr á þessu ári. Í henni er fjallað um þróun á upplifunum og er sú vinna unnin í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail.
Meira

Stólarnir sóttu sigur í Breiðholtið

Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi ÍR og Tindastóls fór fram í Breiðholtinu í gærkvöldi. Það var trú flestra spekinga að þetta væri gott tækifæri fyrir Stólana að stela heimavallarréttinum af vængbrotnu liði ÍR sem leikur fyrstu tvo leikina gegn Tindastóli án Ryan Taylor sem er í leikbanni. Þetta tókst strákunum, sem unnu mikilvægan sigur gegn baráttuglöðum ÍR-ingum, en þrátt fyrir að leiða nánast allan leikinn og hafa oft náð góðu forskoti þá hengu heimamenn inni í leiknum fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-89 og Stólarnir 1-0 yfir í einvíginu.
Meira

Engin skolpmengun í smábátahöfninni

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið fyrirspurnir frá íbúum Sauðárkróks um skolpmengun, annars vegar í smábátahöfninni á Sauðárkróki og hins vegar í tjörn (drullupytti) neðan við hesthúsahverfið á staðnum. Á heimasíðu eftirlitsins kemur fram að niðurstöður gefi skýrt til kynna að engin skolpmengun sé í smábátahöfninni en saurkólímengun í tjörn við hesthúsahverfið stafar að öllum líkindum af hrossaskít sem ekið er út í tjörnina.
Meira

Svipað veður og verið hefur - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. apríl komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í nýbyrjuðum mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn átta talsins. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að fundarmenn hafi verið nokkuð sáttir við hvernig síðasta spá gekk eftir. Páskahretið var þó öllu minna en ráð var fyrir gert. Það er að segja á okkar svæði.
Meira