Framsókn og framfarasinnaðir í Húnaþingi vestra kynna lista sinn
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Sveitarstjórnarkosningar
06.04.2018
kl. 11.24
B-listi Framsóknar og annarra framfararsinna í Húnaþingi vestra fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018 hefur verið birtur. Listinn, sem er skipaður sjö konum og sjö körlum, er talsvert breyttur frá síðustu kosningum og er þar mörg ný nöfn að finna. Elín R. Líndal sem lengi hefur skipað fyrsta sætið er nú í því 14. eða heiðurssæti listans. Oddviti listans nú er Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður, sem áður var í 14. sæti. Þrjú næstu sæti eru öll skipuð nýjum liðsmönnum, í öðru sæti er Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi í því þriðja og í fjórða sætinu er Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur.
Meira