Fréttir

Byggðasafn og Bardagi (Sýndarveruleiki) - bæði í boði

Í ljósi umræðu um málefni Byggðasafns Skagfirðinga og húsin við Aðalgötu 21 undanfarið fannst mér tímabært að sem formanni atvinnu-, menningar og kynningarnefndar að skýra málefni safnsins út eins og þau snúa að mér.
Meira

Lambakjötskynning í París - Reynt að ná inn á vel borgandi markaði

Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París og Friðrik Sigurðsson matreiðslumaður hjá Utanríkisráðuneytinu stóðu fyrir kynningu á íslensku lambakjöti í sendiráði Íslands í París fyrir skömmu og fengu Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga í lið með sér. Þangað var fólki stefnt sem hefur ýmislegt til málanna að leggja í matvælabransanum og heppnaðist kynningin mjög vel að sögn Óla Viðars Andréssonar sölustjóra Kjötafurðastöðvarinnar.
Meira

Pungar og pelastikk aftur á svið

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir hugverkið Pungar og pelastikk; raunir trillukarla í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi laugardagskvöldið 31. mars kl. 20.00. Uppselt er á þá sýningu en vegna mikillar eftirspurnar verður önnur sýning sama kvöld kl. 22.30.
Meira

Árangursríkur sveitarstjórnarfundur í Skagafirði

Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga. Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti. Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég vonast til að jafni sig á næstunni.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings sigruðu í Vesturlandsriðli Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra, tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitum í Skólahreysti sem fram fer 2. maí. Skólinn er skráður í Vesturlandsriðilinn og stóð hann uppi sem sigurvegari í keppninni í gær sem fram fór í TM höllinni í Garðabæ. Fjórir aðrir skólar hafa komist áfram en það eru Holtaskóli, Súðavíkurskóli, Laugalækjarskóli og Varmárskóli. Miðvikudaginn 4. apríl munu svo skólar af Norðurlandi etja kappi í Íþróttahöllinni á Akureyri og er búist við um 16 skólum.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í gær í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þar áttu allir grunnskólar í firðinum glæsilega fulltrúa auk þess sem nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar úr Grunnskólanum austan Vatna fluttu tónlist milli atriða.
Meira

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?

Á dögunum hafði Helgi Ingólfsson heimspekingur samband við Dreifarann og sagðist fynna sig knúinn til að greina frá. „En ég er búinn að hugsa þetta fram og til baka og verð að viðurkenna að það er ekki við neinn að sakast í þessu máli, nema þá helst sjálfan mig, og ég vil fyrir alla muni taka fram að ég er alls ekki að álasa eða gagnrýna ritstjóra Feykis, þó svo hann hafi að sjálfsögðu spurt mig þessarar spurningar forðum,“ segir Helgi alvarlegur.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag en það var árið 2011 sem Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn þar sem hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukaeintaki í 21. litningi, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Rúnar Már sjóðheitur í svissneska boltanum og settann í sammarann

Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson var á dögunum ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni nú í landsliðsglugganum. Hann minnti þó á sig í kjölfarið því um helgina gerði hann glæsimark og lagði upp sigurmark í leik St. Gallen gegn fyrrverandi félögum hans í Grasshoppers í efstu deildinni í Sviss.
Meira

Rabb-a-babb 160: Arna Björg

Nafn: Arna Björg Bjarnadóttir. Búseta: Valþjófsstaður í Fljótsdal. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er alin upp í Ásgeirsbrekku í Skagafirði en er ½ Norður-Þingeyingur, ¼ Skagfirðingur og ¼ Svarfdælingur. Hver er uppáhalds bókin þín eða rithöfundur? Jón Kalman – bækurnar hans eru einfaldlega konfekt eða öllu heldur eins og bláber með sykri og rjóma. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er snilld.
Meira