Fréttir

Flottir ísjakar á Húnaflóa

Brot úr borgarísjaka hafa verið á floti á Húnaflóa í nokkurn tíma og var einn vel sjáanlegur frá Blönduósi í vikunni. Annað brot úr jakanum er við Vatnsnesið. Hafa jakarnir að vonum vakið mikla athygli og orðið myndefni margra enda glæsilegir í alla staði.
Meira

Framhald sameiningarviðræðna samþykkt hjá öllum sveitarstjórnum

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þar með hafa öll fjögur sveitarfélögin í sýslunni ákveðið að halda viðræðum áfram.
Meira

Sveitarstjóri ráðinn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ráðið Alexöndru Jóhannesdóttur lögfræðing sem sveitarstjóra. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær miðvikudaginn 12. september með öllum greiddum atkvæðum.
Meira

Afhending umhverfisviðurkenninga í Skagafirði

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Meira

Kannabisræktun á Skagaströnd

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd í gær. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tækja til framleiðslu á landa. Þá var lagt hald á tunnur með gambra. Eins var lagt hald á önnur efni sem send verða til greiningar.
Meira

Þröstur Kárason á leið í EuroSkills Budapest 2018

Dagana 26. til 28. september nk. mætast í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hæfileikaríkustu ungmenni Evrópu sem unnið hafa þátttökurétt í sínum heimalöndum á sviði iðngreina og reyna með sér í EuroSkills Budapest 2018. Íslensku þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti iðngreina sem fram fór í mars 2017. Tveir Skagfirðingar eru á meðal þátttakenda, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi og Þröstur Kárason, nýútskrifaður smiður.
Meira

Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Meira

Kráarkvöld íbúa HSN á Sauðárkróki og Dagdvalar aldraðra

Annað kvöld, fimmtudaginn 13. september, verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung hjá Dagdvöl aldraðra í Skagafirði og íbúum á HSN en þá verður haldið kráarkvöld í húsnæði Dagdvalar. Þar er ætlunin að íbúar og notendur Dagdvalar geti átt notalega stund og boðið aðstandendum sínum að koma og njóta með sér.
Meira

Mikið tjón í eldsvoða á Víkum í nótt

Ljóst er að mikið tjón varð er skemma á bænum Víkum á Skaga brann til kaldra kola í eldsvoða í nótt. Skemman stóð skammt frá bænum en ekki var hætta á að eldurinn bærist í aðrar byggingar. Engan sakaði í eldsvoðanum.
Meira

Samskip kynna nýtt siglingakerfi til og frá Íslandi og Færeyjum

Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.
Meira