Fréttir

Ellert og Kristján í Sauðárkrókskirkju

Í kvöld munu þeir frændur og brottfluttu Króksarar, Ellert Heiðar Jóhannsson og Kristján Gíslason, syngja fyrir gesti Sauðárkrókskirkju. Það er Sauðárkrókssöfnuður sem býður á þessa skírdagstónleika sem ætlaðir eru allri fjölskyldunni. Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst og gengið að borði Drottins, þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á vínberjum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira

Mikill áhugamaður um íþróttir

Þingmaðurinn - Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki Ásmundur Einar Daðason kom á ný inn í þingflokk Framsóknarflokksins í síðustu kosningum eftir árs fjarveru og er nú oddviti flokksins og 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Ásamt þingstörfum gegnir hann starfi ráðherra félags- og jafnréttismála í velferðarráðuneytinu. Ásmundur býr, ásamt konu sinni, Sunnu Birnu Helgadóttur í Borgarnesi og saman eiga þau þrjár dætur. Ásmundur Einar er þingmaðurinn í Feyki þessa vikuna.
Meira

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, segir í tilkynningu frá Fuglavernd. Helsti vorboði Íslendinga kom á tilsettum tíma nú rétt fyrir páska en fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Aðeins tvisvar sinnum hafa lóurnar komið seinna en 28. mars, 1999 og 2001, en meðalkomudagur þeirra 1998-2017 hefur verið 23. mars.
Meira

Síðustu forvöð að tilkynna viðburði í Sæluviku

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn upplýsingum um viðburði í Sæluvikudagskrá 2018 en hún verður að þessu sinni haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Sem fyrr boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um Skagafjörð. Þeir sem eiga eftir að tilkynna viðburðinn sinn eru hvattir til að senda upplýsingar á bryndisl@skagafjordur.is eða hafa samband við Bryndísi Lilju í síma 455-6000.
Meira

Afkoma jökla á Tröllaskaga neikvæð jökulárið 2016–2017

Ársafkoma jökla á Tröllaskaga var neikvæð jökulárið 2016–2017 og er ástæðan einkum hlýtt sumar og haust árið 2017 og lítil vetrarákoma á jöklana. Um nokkurra ára skeið hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með og mælt afkomu skálar- og hvilftarjökla í Svarfaðardal á Tröllaskaga, með dyggri aðstoð heimamanna.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir tillögu um verndarsvæði í byggð á Botrðeyrartanga

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt að leggja tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan Borðeyrar í Hrútafirði. Þannig vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Svæðið sem um ræðir er 14.771 m2 á stærð eða tæplega 1,5 hektarar og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi og gekk undirviðurnefninu Plássið.
Meira

Messað í Ketukirkju annan páskadag

Í Sjónhorni stendur að messað verði í Hvammskirkju í Hvamms- og Ketusókn í Skagafirði á páskadag. Það mun ekki vera rétt. Rétt er að messað verður í Ketukirkju annan páskadag, 2. apríl, klukkan 14. Prestur er sr. Hjálmar Jónsson en hann þjónar einnig í Sauðárkrókskirkju.
Meira

Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú eru páskarnir framundan og margt fólk á faraldsfæti. Sundlaugarnar eru alltaf vinsælar til afþreyingar og hafa margar þeirra opið lengur þessa daga en gengur og gerist. Hér að neðan má sjá opnunartíma sundlauganna á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði:
Meira

Ljósfari með Sigvalda í framlínunni tók þátt í Músíktilraunum

Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Norðurljósasal Hörpu. Meðal þeirra sem náðu í úrslit var hljómsveitin Ljósfari en þar í fararbroddi var Sigvaldi Helgi Gunnarsson frá Löngumýri í Skagafirði. Það er auðvitað löngu vitað að drengurinn getur sungið flestum betur og fór það svo að Ljósfari, sem spilaði laglegt melódískt popprokk, hafnaði í þriðja sæti.
Meira