Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi
feykir.is
Skagafjörður
12.12.2018
kl. 10.51
Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi úr verkefninu WiFi4EU, en verkefnið WiFi4EU gerir sveitarfélögum innan Evrópu kleift að sækja um styrk að upphæð 15.000 evrum. Styrkurinn er ætlaður í uppsetningu á þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga og voru það þrjú íslensk sveitarfélög sem hlutu styrkinn að þessu sinni eða Sveitarfélagið Skagafjörður, Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg.
Meira
