Stólarnir bitu Grindvíkinga af sér og eru komnir í undanúrslit
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.03.2018
kl. 01.04
Um 650 manns mættu í Síkið í kvöld til að sjá þriðju viðureign Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að senda Suðurnesjapiltana í snemmbúið sumarfrí en lið Tindastóls hafði unnið fyrri leiki liðanna. Það var því næsta víst að gestirnir kæmu baráttuglaðir til leiks, staðráðnir í að framlengja einvígið. Leikurinn var æsispennandi og jafn, gestirnir oftar en ekki með frumkvæðið, en þegar leið að lokum þá reyndust Stólarnir sleipari á svellinu og unnu frábæran sigur, 84-81, og eru því komnir í undanúrslitin.
Meira