Fréttir

Stólarnir bitu Grindvíkinga af sér og eru komnir í undanúrslit

Um 650 manns mættu í Síkið í kvöld til að sjá þriðju viðureign Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að senda Suðurnesjapiltana í snemmbúið sumarfrí en lið Tindastóls hafði unnið fyrri leiki liðanna. Það var því næsta víst að gestirnir kæmu baráttuglaðir til leiks, staðráðnir í að framlengja einvígið. Leikurinn var æsispennandi og jafn, gestirnir oftar en ekki með frumkvæðið, en þegar leið að lokum þá reyndust Stólarnir sleipari á svellinu og unnu frábæran sigur, 84-81, og eru því komnir í undanúrslitin.
Meira

Öflugt umferðareftirlit hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sem af er ári hafi mikil áhersla verið lögð á eftirlit með umferð í umdæminu. Frá áramótum hafa rúmlega 1000 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur sem er aukning um 650 mál en alls voru 350 ökumenn kærðir í umdæminu á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum fækkað um 18% í umdæminu sem skýrist að einhverju leyti af aukinni löggæslu í embættinu.
Meira

Myndlistarsýning í Sauðárkrókskirkju – Síðustu verk Ninna málara

Næstkomandi sunnudag, 25. mars, opnar sýning í Sauðárkrókskirkju á verkum Jónasar Þórs Pálssonar, Ninna málara, þar sem píslarsaga Jesú Krists er rakin. Um tíu myndir er að ræða, listilega vel gerðar og fallegar. Í síðasta Sjónhorni slæddist röng dagsetning með auglýsingu um sýninguna en þar stóð að hún hæfist 25. apríl, en hið rétta er 25. mars og hefst klukkan 13.
Meira

Rótgrónu og mikilvægu safnastarfi raskað fyrir skammtímagróða?

Stjórn Félags fornleifafræðinga harmar ákvörðun Sveitarfélags Skagafjarðar um að fórna aðsetri Byggðasafns Skagfirðinga fyrir einkarekna sýningu í hagnaðarskyni. Þessar tilfærslur sveitarfélagsins eru vanvirðing við starfsemi safnsins, rannsóknir þess, starfsmenn, sýningar og safnkost.
Meira

Krækjur unnu sig upp í aðra deild

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.
Meira

Vel heppnað æskulýðsmót hjá Neista

Æskulýðsmót Hestamannafélagsins Neista var haldið um síðustu helgi í reiðhöllinni Arnargerði. Þátttaka var góð og kepptu 14 börn í barnaflokki og níu í pollaflokki.
Meira

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018 en í honum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Meira

Styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í dag tilkynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.
Meira

Byggðasafn og Bardagi (Sýndarveruleiki) - bæði í boði

Í ljósi umræðu um málefni Byggðasafns Skagfirðinga og húsin við Aðalgötu 21 undanfarið fannst mér tímabært að sem formanni atvinnu-, menningar og kynningarnefndar að skýra málefni safnsins út eins og þau snúa að mér.
Meira

Lambakjötskynning í París - Reynt að ná inn á vel borgandi markaði

Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París og Friðrik Sigurðsson matreiðslumaður hjá Utanríkisráðuneytinu stóðu fyrir kynningu á íslensku lambakjöti í sendiráði Íslands í París fyrir skömmu og fengu Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga í lið með sér. Þangað var fólki stefnt sem hefur ýmislegt til málanna að leggja í matvælabransanum og heppnaðist kynningin mjög vel að sögn Óla Viðars Andréssonar sölustjóra Kjötafurðastöðvarinnar.
Meira