Fréttir

Varmahlíðarskóli sigraði í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli var rétt í þessu að tryggja sér sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri og í öðru sæti varð Grunnskólinn austan Vatna. Varmahlíðarskóli fékk 57,5 stig í keppninni en Grunnskólinn austan Vatna 47. Í þriðja sæti varð Grunnskóli Fjallabyggðar með 38,5 stig.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar ályktar um nýtt strandveiðafrumvarp

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur sent frá sér ályktun þar sem tilkomu nýs frumvarps atvinnuveganefndar um strandveiðar er fagnað. Í ályktuninni segir að með frumvarpinu sé leitast við að að auka öryggi, jafnræði og efla strandveiðikerfið í heild og að jákvætt sé að þar sé gert ráð fyrir auknum aflaheimildum í kerfið og litið til aukins frjálsræðis varðandi val á veiðidögum. Báðir þessir þættir muni styrkja samfélögin við Húnaflóa.
Meira

Jón Gísli lagði upp seinna mark Íslands

Jón Gísli Eyland leikmaður Tindastóls er þessa dagana erlendis með U16 ára landsliði Íslands en í gær lék liðið gegn Eistlandi. Jón Gísli var í byrjunarliðin, lék á miðjunni og lagði upp seinna mark Íslands í 2-1 sigri. Næsti leikur er gegn Litháen á morgun en leikið er í Gargzdai í Litháen.
Meira

Vorboðinn ljúfi – Kvennakóramót í Miðgarði

Næstkomandi laugardag, klukkan 16, munu norðlenskar konur í þremur kvennakórum, koma saman í Menningarhúsin Miðgarði og syngja inn vorið.
Meira

Opnir fundir um sameiningarmál

Undanfarnar vikur hafa ráðgjafar frá fyrirtækinu Ráðrík ehf. fundað með ýmsum félagasamtökum í Austur-Húnavatnssýslu og heimsótt fyrirtæki á svæðinu í því skyni að fá fram viðhorf íbúanna til sameiningar sveitarfélaganna. Í þessari viku verða haldnir opnir fundir í sýslunni þar sem farið verður yfir stöðu sveitarfélaganna og þá málaflokka sem virðast mikilvægastir hjá íbúum. Fundirnir eru haldnir með það að markmiði að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika.
Meira

Fjölmennt kvennatölt Skagfirðings

Kvennadeild Hestamannafélagsins Skagfirðings stóð fyrir stórviðburði 29. mars sl. í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki - Lífland Kvennatölt Norðurlands. Mótið var óvenju fjölmennt eða yfir 90 skráningar og þar með eitt af stærstu mótum sem haldin hafa verið í Svaðastaðahöllinni. Úrslitin voru eftirfarandi:
Meira

Ekkert Sjónhorn né Feykir í dag

Rétt er að vekja athygli á því að hvorki Sjónhorn né Feykir kemur út í þessari viku. Frétta og tilkynningaþyrstir verða því að bíða fram í næstu viku. Auglýsingar í næstu blöð þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 9. apríl.
Meira

Hörku spenna í einstaklingskeppni KS-deildarinnar – Fjórgangskeppni í kvöld

Fjórgangskeppni Meistaradeildar KS fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 4. apríl. Húsið opnar kl 18:00 en mótið hefst kl 19:00. „Við lofum skemmtilegu kvöldi og er ráslistinn athyglisverður þar sem mörg hross eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni ásamt reyndari hrossum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar KS.
Meira

Frumkvöðlakonur samtíðar hittast á Króknum

Ráðstefna fyrir frumkvöðlakonur samtíðar og framtíðar verður haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki 18. apríl nk. en þar verður boðið upp á fyrirtækjakynningar, fyrirlestra og örvinnustofur fyrir frumkvöðlakonur. Árangur FREE Evrópuverkefnisins verður kynntur og Sirrý Arnarsdóttir, fjölmiðlakona gefur góð ráð til frumkvöðla til að koma sér og fyrirtækinu á framfæri. Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur leitt verkefnið sem er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum. Auk Vinnumálastofnunar tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Feykir sendi Ásdísi spurningar og forvitnaðist um verkefnið.
Meira

Þingsályktunartillaga um heilsársveg yfir Kjöl

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson hafa lagt fram til Alþingis þingsályktunartillögu þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að hefja undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd. Mælst er til að ráðherra láti gera forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Stefnt skuli að því að undirbúningi framkvæmda ljúki fyrir 1. febrúar 2019 og framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi.
Meira