Fréttir

Góð mæting á opna fundi um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Góð aðsókn var á opna fundi sem ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf. efndi til í Austur-Húnavatnssýslu í síðustu viku í því skyni að ræða framtíðarskipan sveitarfélaganna í sýslunni og til að kanna viðhorf íbúanna til sameiningar. Á þriðja hundrað manns sóttu fundina sem haldnir voru á sex stöðum á svæðinu.
Meira

Óslistinn á Blönduósi kynnir nýtt framboð

Óslistinn hefur tilkynnt um framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga á Blönduósi í vor. Óslistinn er nýtt framboð sem skipaður er hópi áhugafólks um málefni sveitarfélagsins og mun hann óska eftir listabókstafnum Ó. Oddviti listans er Anna Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Gunnar Tr. Halldórsson skipar annað sætið og í þriðja sæti er Birna Ágústsdóttir.
Meira

María Finnboga hreppti tvenn gullverðlaun

Skíðakonan úr Tindastól, María Finnbogadóttir, tók þátt í skíðalandsmóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum og Skálafelli um helgina. Vel gekk hjá Maríu sem krækti í gullverðlaun í svigi og alpatvíkeppni.
Meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.
Meira

ÍR jafnaði rimmuna í hörku leik

Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Meira

Á Þveráreyrum 1954 - Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn

Yfirskrift greinarinnar er raunar fengin úr öðru bindi rits Gunnars Bjarnasonar; Ættbók og saga íslenzka hestsins á 20. öld. Gunnar birti í bókaflokki þessum sem var 7 bindi, starfssögu auk ættbókar BÍ. Bókasamningin var einkaframtak Gunnars, en útgefandi var Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri.
Meira

Að elda handahófskennt

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira

Tindastóll í æfingaferð til Spánar

Snemma í morgun héldu meistaraflokkar karla og kvenna Tindastóls í fótbolta til Spánar í æfingaferð. Báðir hópar hafa, frá því í nóvember, unnið að því hörðum höndum að fjármagna ferðina, sem iðkendur greiða úr eigin vasa og má í því sambandi nefna fjáraflanir allt frá bílaþvotti til kleinusölu.
Meira

Af flutningum til Danmerkur - Áskorandapenninn Turid Rós

Nú sit ég fyrir framan arineldinn með tölvuna í kjöltunni og velti því fyrir mér hvernig Þóra náði að plata mig til þess að taka áskoruninni um að setjast niður og skrifa í blaðið. Það brýst um í huga mínum hvað ég eigi nú að skrifa tek svo ákvörðun um að skrifa um nýlega flutninga fjölskyldunnar til Danmerkur. Það er nú ekki langt síðan að við fjölskyldan tókum þá ákvörðun um að svala ævintýraþránni og flytja til annars lands. Við fórum nú svo sem ekkert mjög langt í burtu.
Meira

Skemmtileg hvatning til lestrar

Mikið hefur verið rætt um lestur og læsi undanfarin misseri og hafa margir áhyggjur af minnkandi færni þjóðarinnar á því sviði. Kennarar eru margri hverjir duglegir við að hvetja nemendur sína til lestrar og gera hann oft að skemmtilegum leik.
Meira