Fréttir

Gerum betur í heilbrigðismálum

Eitt af því sem þarf að taka fastari tökum eftir komandi kosningar eru heilbrigðismál. Það er ekki síst mikilvægt fyrir dreifðar byggðir landsins. Skilgreina þarf vandlega hvaða heilbrigðisþjónusta á að vera í boði að lágmarki í öllum byggðarlögum og finna leiðir til að veita þá grunnþjónustu og bæta hana síðan jafnt og þétt. Aðgengi að heilsugæslu og læknum verður að vera tryggt alls staðar á landinu. Það er mikilvægt byggðamál.
Meira

Flug hefst á Sauðárkrók 1. desember

Það kom fólki skemmtilega á óvart er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, upplýsti í ræðu sinni við vígslu Heilsupróteins sl. laugardag að áætlunarflug myndi hefjast á ný til Sauðárkróks. Flugfélagið Ernir mun því hefja flug á Sauðárkrók þann 1. desember nk. og verður áætlun kynnt og sala á flugi hefjast í vikunni, eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu Arna.
Meira

Myndband frá opnun Heilsupróteins

Það var mikið um að vera í salarkynnum mjólkursamlags KS þegar fyrri hluti próteinverksmiðjunnar var vígð með pompi og prakt en sögur segja að á annað þúsund manns hafi mætti í veisluna. Skotta Film var á staðnum og fangaði stemninguna sem var innblásin af gleði og bjartsýni.
Meira

Bananakaka Georgs og Laugardagspítsan okkar

„Við þökkum góðvinum okkar Valdísi og Baldri fyrir áskorunina. Georg er með mjólkuróþol svo uppskriftirnar taka mið af því. Ég er agalegur slumpari og það er því talsverð áskorun að skrifa niður þessar uppskriftir þar sem ég kann þær orðið utan að og nota því nokkurs konar „bakara-auga“ við baksturinn,“ segir Sigurlaug Ingimundardóttir frá Skagaströnd en hún og Georg sonur hennar voru matgæðingar vikunnar í 40. tbl. Feykis árið 2015.
Meira

Fjöldi við opnun próteinverksmiðju á Króknum - Myndir

Í dag var hin nýja próteinverksmiðja, Heilsuprótein, á Sauðárkróki vígð sem Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga tóku höndum saman um að stofna. Fyrirtækinu er ætlað að framleiða verðmætar afurðir úr mysu sem áður hefur verið fargað. Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem nú var vígð, verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi en í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt ethanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð.
Meira

Holóttir vegir – hol loforð

Holóttir þröngir malarvegir í rigningu og haustmyrkri eru stórhættulegir yfirferðar. Þessu kynnist maður vel nú á ferðum um kjördæmið í aðdraganda enn einna kosninganna. Þessir holóttu vegir bera gott vitni um hinn hola hljóm sem hefur verið í loforðum fyrir hverja kosningu á síðustu árum og áratugum. Það skiptir víst litlu máli þótt kosningar sé haldnar árlega, jafnvel oftar. Vegirnir eru áfram holóttir og áfram hljóma hol kosningaloforð.
Meira

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar og framkvæmdastjóri Nýprents á Sauðárkróki, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Þuríður Harpa fékk 68 atkvæði í formannskjörinu en mótframbjóðandi hennar, Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, fékk 58 atkvæði.
Meira

Besta skólaferðin að sjá Ísland vinna Holland 2-0 --- Liðið mitt Hannes Ingi Másson

Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi í Tindastól, kemur frá Hvammstanga en er búsettur á Sauðárkróki. Auk þess að æfa og leika með Stólunum stundar hann nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Varnarjaxlinn, Viðar Ágústsson, skoraði í vor á samherja sinn að svara spurningum í Liðinu mínu og Hannes skorast að sjálfsögðu ekki undan þeirri áskorun.
Meira

Verksmiðja Heilsupróteins tekin í gagnið

Húsakynni Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki verða opin á morgun laugardag en þá verður hin nýja verksmiðja formlega vígð. Verksmiðjan er í eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga. Öllum er boðið að koma og skoða og þiggja léttar veitingar. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekin í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi, en unnið verður hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til í ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.
Meira

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira