Fréttir

Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla - Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2018

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku og telst umsjónarmanni til að nú sé komið að þeirri 43. en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Stólarnir hnykluðu vöðvana í Hellinum

ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa

Húnavatnshreppur hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshreppi. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Meginforsendur deiliskipulagsins eru allar í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022.
Meira

„Nú eru engar afsakanir,“ segir Helgi Rafn um leikinn í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino's deildar karla. Annars vegar tekur ÍR á móti okkar mönnum í Tindastóli í Hertz hellinum í Seljaskóla og hins vegar Haukar á móti -KR í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ekki vantar spennuna í keppninni þar sem liðin hafa unnið sinn leikinn hvert en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Meira

Sveitabakarí vill leigja Víðihlíð

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var tekið fyrir bréf frá Sveitabakaríi sf. með ósk um viðræður um leigu á Félagsheimilinu Víðihlíð undir starfsemi fyrirtækisins með möguleika á kaupum á húsinu til lengri tíma litið. Þrír aðilar eru eigendur að húsinu, Húnaþing vestra sem á 45%, Ungmennafélagið Víðir á 45% og Kvenfélagið Freyja á 10%. Erindinu var vísað til stjórnar félagsheimilisins í því skyni að kanna afstöðu eigenda hússins til málsins.
Meira

Bókin Trjáklippingar endurútgefin

Bókin Trjáklippingar, sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið, hefur nú verið gefin út í þriðja sinn. Með þessari bók Steins Kárasonar garðyrkjufræðings um trjáklippingar fá gróðurunnendur og trjáræktarfólk í hendur kærkomið heildstætt verk er lítur að þessum mikilvæga þætti í garðrækt og skógrækt. Í Trjáklippingabókinni er fjallað um klippingu á um 140 algengum trjá- og runnategundum, lítillega drepið á fáein blóm, auk þess sem nefnd eru um 50 rósaafbrigði sem vænleg eru til ræktunar hér á landi. Bókin sem er 111 blaðsíður er prýdd um 180 skýringarmyndum eftir Han Veltman.
Meira

Samstarfssamningur milli UMSS og Svf. Skagafjarðar - Áhersla lögð á barna- og unglingastarf

Klara Helgadóttir, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, undirrituðu sl. mánudag samstarfssamning sem ætlaður er að efla starf sambandsins og aðildarfélaga þess með megin áherslu á barna- og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi UMSS og sveitarfélagsins á sviði íþrótta- og forvarnamála.
Meira

Skrautlegir knapar á páskaleikum æskunnar og Freyju

Páskaleikar æskunnar og Freyju var haldið mánudaginn 2. apríl í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þátttakendur voru alls 20 á aldrinum þriggja ára til tíu ára og var áhersla lögð á að hestarnir yrðu skreyttir og krakkarnir mættu í búningum. Erfitt var fyrir dómarana að velja á milli skrautlegra þátttakenda, segir á Facebooksíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings.
Meira

Fyrirhugað fjárhundanámskeið á Blönduósi

Dagana 18. - 20 apríl nk. verður haldið fjárhundanámskeið á Blönduósi sem ætlað er sauðfjárbændum og smölum með Border Collie hunda. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái leiðsögn í þjálfun Border Collie hunda þannig að hundarnir geti sótt og rekið sauðfé og nýst almennt sem fjárhundar. Markmið margra er einnig að þjálfa hundana það vel að þeir geti smalað fé í keppnisbraut þar sem það er sótt, rekið í gegnum nokkur hlið og inn í rétt. Nú á tímum, þegar fólki fækkar til sveita, verða smalamennskur erfiðari viðfangs og er því ljóst að mikilvægi þess að hafa góðan smalahund eykst.
Meira

Vilja matráð við Blönduskóla

Fræðslunefnd Blönduósbæjar kom sama til fundar í gær og var farið yfir nokkur mál. M.a. var það lagt til við sveitastjórn að samið verði við Þuríði Þorláksdóttur, aðstoðarskólastjóra, að leysa Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóri Blönduskóla, af til eins árs en hún er að fara í árs námsleyfi. Nefndin leggur jafnframt til að, gangi sú ráðning eftir, verði auglýst staða aðstoðarskólastjóra til eins árs.
Meira