Bletturinn 60 ára í sumar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2018
kl. 09.35
Hjónin Sigurður H. Eiríksson og Ingibjörg Pálsdóttir á Hvammstanga eiga 60 ára skógræktarafmæli í ár en árið 1958 gróðursettu þau sín fyrstu tré á grýttu og ómerkilegu túni sem nú er fullt af lífi og þakið hinum ýmsum tegundum trjáa. Í tilefni þess hefur hópfjármögnun verið sett af stað fyrir komandi verkefnum sumarsins og nú þegar tæpur mánuður er til stefnu hafa safnast 25% af áætluðu markmiði.
Meira
