Fréttir

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Frá þessu er sagt á vef SSNV . Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 17. október, sá fyrri á Hótel Laugarbakka klukkan 10:30 – 12:00 og síðari fundurinn verður haldinn á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Súrsætur sigur að Hlíðarenda

Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Meira

Hefur þú smakkað BBQ grísasamloku?

Í dag er alþjóðlegi rifinn grís dagurinn eða Pulled pork day, hljómar mikið betur á ensku en íslensku, og því um að gera að prufa þessa uppskrift á næstunni en munið að gefa ykkur góðan tíma í þetta því þetta er smá dúll.
Meira

Ókeypis heilsufarsmæling á Norðurlandi vestra

Í næstu viku verður íbúum Norðurlands vestra boðið upp á ókeypis heilsufarsmælingu á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa. Það er SÍBS ásamt Hjartaheill, Samtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra sem standa að verkefninu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðin þátttaka í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Meira

Ýkt elding klikkar ekki sem lokadansinn – Myndir og myndband

Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið. Dansmaraþonið er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkinga en hefð hefur skapast að fara til Danmerkur á vormánuðum. Krakkarnir dansa sleitulaust í sólarhring og mikil keppni þeirra á milli hverjir ná að klára án þess að sofna.
Meira

Bændadagar hefjast í dag

Hinir árlegu bændadagar hefjast í dag í Skagfirðingabúð en þá verður boðið upp á ýmis tilboð á kjöt- og mjólkurvörum. Eiður Baldursson mun sjá um að elda dýrindis prufur fyrir gesti og gangandi.
Meira

Heimilt að fjarlægja bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar, sem kveðinn var upp þann 3. október síðastliðinn, komi það skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Þar segir að úrskurðað hafi verið í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægt hafi númerslausan, ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð.
Meira

Framtíð Vestfjarða er björt

Líf okkar sem búum á Vestfjörðum er eftirsóknarvert og mörg tækifæri eru í farvatninu til að efla samfélagið. Tækifærin felast fyrst og fremst í auðugri náttúru okkar í bland við hugvit og sköpun fólksins sem hér býr. Ég fullyrði að það sé ansi langt síðan svo bjart hafi verið yfir samfélaginu okkar. Við upplifum nú vaxandi þrótt eftir mörg mögur ár sjávarbyggða í tilvistarkreppu, gjaldþrot fiskvinnsla, kvóta sem seldur var hæstbjóðanda og fólksflótta. Nú er staðan önnur víðast hvar á Vestfjörðum, þó enn séu fámennustu byggðirnar í vanda. Ný tækifæri í ferðaþjónustu, menntun og fiskeldi hafa gjörbreytt trú fólks á samfélagið.
Meira

Skoðanakönnun um sameiningarmál í Skagabyggð

Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur í Skagabyggð þar sem sameiningarmál voru til umfjöllunar en eins og kunnugt er hefur sveitarstjórn Skagabyggðar átt í viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um sameiningu. Jafnframt hafa þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu, að því gefnu að Skagabyggð taki þátt í þeim.
Meira

Íbúafundur um verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Í dag, miðvikudaginn 11. október, kl. 17:00 verður haldinn almennur íbúafundur á Blönduósi um verndarsvæði í byggð. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og verður þar kynnt tillaga og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarkjarninn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð. Fulltrúar frá Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur munu kynna verkefnið og ræða málin við íbúa og aðra hlutaðeigandi aðila, að því er segir í tilkynningu um fundinn á heimasíðu Blönduósbæjar.
Meira