Fréttir

GLEÐILEGA PÁSKA

Feykir óskar öllum gleðilegra páska. Á Wikipedia segir að páskar, sem upphaflega kemur af hebreska orðinu pesaḥ eða pesach, þýði að „fara framhjá“, „ganga yfir“ en hafi komið inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Það er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð í kristnum sið. Þær eigi þó fátt annað sameiginlegt.
Meira

Pungar og pelastikk leggja frá landi í Höfðaborg í kvöld

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir hugverkið Pungar og pelastikk; raunir trillukarla í Höfðaborg í kvöld, laugardagskvöldið 31. mars. Sýningarnar eru tvær, sú fyrri klukkan 20:00 og 22:30. Löngu er uppselt á fyrri sýninguna en enn eru örfá sæti laus á þá síðari.
Meira

170 þátttakendur gengu á Skíðagöngumóti í Fljótum

Það er ekki laust við að það hafi orðið ansi hressileg fólksfjölgun í Fljótum í Skagafirði í gær þegar fram fór hið árlega skíðagöngumót Fljótamanna. Á Facebook-síðu mótsins segir að mótið hafi verið algerlega ótrúlegt en um 170 þátttakendur gengu í blíðu og gleði.
Meira

Algjör draumur að fá að spila fyrir landið sitt - Íþróttagarpurinn

Jón Gísli Eyland Gíslason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og náði að sanna sig, þrátt fyrir ungan aldur, sem meistaraflokksleikmann hjá Tindastóli en hann spilar sem hægri bakvörður. Jón Gísli, sem er á 16. aldursári, er enn skráður leikmaður í 3. flokki og er, eins og gefur að skilja, lykilmaður þar. Þá hefur hann verið leikið átta U17 landsleiki frá því í haust, fyrst í undankeppni EM og nú í janúar í umspili fyrir sömu keppni. Jón Gísli er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Lögreglan biður fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sinnt öflugu eftirlit með umferðinni sl. viku. Mikil umferð hefur verið í embættinu og allt of mikill hraðakstur að sögn lögreglu en hún hefur haft afskipti af 322 ökumönnum og kært vegna hraðaksturs. Þessi fjöldi hraðakstursmála er eitthvað sem ekki hefur sést áður á svo skömmum tíma og hvað þá þessum árstíma.
Meira

100 ár frá frostavetrinum mikla - Hörkugaddur, norðan stórviðri, fannkoma og hafís

Það er óhætt að segja að árið 1918 hafi verið viðburðaríkt, ekki einungis hjá íslensku þjóðinni heldur heimsbyggðinni allri. Heimstyrjöld með tilheyrandi mannfalli, farsótt sem lagði tugi milljóna um allan heim, októberbyltingin í Rússlandi þar sem Nikulás keisari var tekin af lífi ásamt konu sinni og fimm börnum, fimbulkuldi á Íslandi, hvítabirnir gengu á land, Kötlugos, stríðslok með uppgjöf Þjóðverja og fullveldi Íslands sem varð frjálst ríki í konungssambandi við Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Hér verður einungis forvitnast um frostakaflann sem hófst í upphafi ársins og stóð yfir í þrjár vikur.
Meira

Gott kvöld í kirkjunni

Í gærkvöldi fóru fram árlegir Skírnardagstónleikar í Sauðárkrókskirkju og að þessu sinni voru það tveir brottfluttir Króksarar, Kristján Gísla og Ellert Jóhanns, annálaðir raddtæknar í fullorðinsflokki, sem létu ljós sín skína og skemmtu kirkjugestum með góðum söng og nokkrum vel völdum orðum.
Meira

Það væsir ekki um skíðafólk í Skagafirði

Það er hið ágætasta veður á Norðurlandi vestra í dag, reyndar skýjað en vindur lítill og hiti yfir frostmarki. Það ætti því ekki að væsa um skíðakappa sem ýmist renna sér til ánægju á skíðasvæðinu í Tindastóli eða taka þátt í árlegu skíðagöngumóti í Fljótum sem hófst nú kl. 13:00.
Meira

Harry Potter og Anna í Grænuhlíð í miklu uppáhaldi

Helga Gunnarsdóttir, kennari á Skagaströnd, svaraði spurningum í Bók-haldinu í páskablaði Feykis árið 2017. Helga bjó í Kaupmannahöfn fyrstu sjö árin en síðan á Hvanneyri og Selfossi þar til hún flutti að Akri í Austur-Húnavatnssýslu þar sem foreldrar hennar búa nú. Helga hefur gaman af ýmiss konar bókum, ekki síst ævintýrabókum, og tekur oft miklu ástfóstri við persónur þeirra.
Meira

Skemmtileg ferð um hálendi Skagafjarðar - Myndband

Föstudagsmorguninn 16. mars mætti stór hópur jeppamanna í Skagafjörðinn á landsmót 4x4 klúbbsins á Íslandi. Farnir voru bíltúrar á fjöll bæði föstudag og laugardag og á laugardagskvöld var svo boðið upp á sameiginlegan kvöldmat í Miðgarði. Skagafjarðardeild 4x4 klúbbsins stóð að undirbúningi heimsóknarinnar og skipulagði bíltúrana. Undirrituðum var boðið með í föstudagstúrinn sem hófst við Hótel Varmahlíð en þar gisti stór hópur gestanna. Ferðasöguna er hægt að nálgast í 12. tbl. Feykis ásamt myndir en einnig var vídeóvélin á lofti og hér fyrir neðan er hægt að sjá afraksturinn.
Meira