Fréttir

Landbúnaður í sókn- Gerum betur

Heilsuprótín er ný verksmiðja við Mjólkurstöðina á Sauðárkróki, sem vinnur prótin efni úr allri þeirri mysu sem fellur til við ostagerð í mjólkurvinnslunum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar er um 350 tonn af prótínefni og framleiðslan fer á markað bæði hér innanlands og erlendis m.a. til stórra kaupenda í Bandaríkjunum. Verksmiðjan var opnuð formlega við hátíðlega athöfn sl.laugardag.
Meira

Breyting á útsendingu hitaveitureikninga hjá Skagafjarðarveitum

Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að hætta að senda út hitaveitureikningana á pappírsformi og einnig rafrænni birtingu í heimabanka. Í stað þess munu Skagafjarðarveitur birta alla hitaveitureikninga á „Mínum síðum“ sem eru aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðarveitna „skv.is“ og í íbúagátt Svf. Skagafjarðar á heimasíðunni „skagafjordur.is“ ásamt því að krafa stofnast í heimabanka.
Meira

Byggðamál

Byggðamál snúast fyrst og fremst um að byggja upp innviði í landsbyggðunum. Gott vegasamband tryggir vöru og þjónustu að og frá landsbyggðunum og treystir atvinnuuppbyggingu. Samgöngur í lofti og á sjó tryggir enn betur öryggi íbúa landsbyggðanna. Öruggt raforkukerfi treystir viðgang atvinnulífsins. Gott fjarskiptakerfi stuðlar að jafnari stöðu allra íbúa til orðs og æðis. Traust heilbrigðis- og velferðakerfi er öllum nauðsynlegt sem og aðgengi að góðu menntakerfi. Sauðfjár- og hrossabúskapur skapar festu í mörgum byggðum.
Meira

Framtíð sauðfjárbænda

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.
Meira

Skagfirðingabraut – kalda vatnið

Vegna tenginga verður lokað fyrir kalda vatnið við Skagfirðingabraut, frá Árskóla að kirkjunni milli 14 og 16 í dag. Einnig má búast við að vatnið fari af Víðigrund og Smáragrund á sama tíma.
Meira

Kastali risinn á Blönduósi

Unga fólkið á Blönduósi hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á föstudaginn var en þá var tekinn í notkun stórglæsilegur kastali á lóð Blöndskóla. Þess er skemmst að minnast að í sumar var stærsti ærslabelgur landsins settur upp á sömu lóð, við hlið sparkvallarins, og er því óhætt að segja að skólinn státi nú af myndarlegum leikvelli fyrir nemendur sína.
Meira

Forsendubrestur í sauðfjárrækt

Nú sér fyrir endann á annasömum tíma í sveitum landsins. Út um allt land hafa vaskir smalar hlaupið uppi fé og rekið heim og dilkar sjaldan verið vænni að hausti. En nú horfir svo við að afurðarstöðvar hafa lækkað verð umtalsvert, eða um það bil 35%, og hafa bændur miklar áhyggjur af lífsafkomu sinni. Þeir sem hafa lagt í fjárfestingar á tækjum og húsakosti sjá fram á að geta ekki greitt af lánum að öllu óbreyttu.
Meira

Prófessor Stefán Óli Steingrímsson

Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistaraprófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992.
Meira

Tsvetan með gull á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó

Haustmót Júdósambands Íslands, yngri flokka, var haldið í Grindavík sl. laugardag en þar átti Júdódeild Tindastóls fimm keppendur á meðal 46 annarra. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum og voru félögin alls átta sem áttu keppendur á mótinu.
Meira

Sjálfstæðismenn ánægðir með mætingu á opnun kosningaskrifstofu sinnar

Kosningaskrifstofa sjálfstæðisflokksins var opnuð formlega á Sauðárkróki sl. laugardag að Kaupangstorgi 1. Að sögn Bryndísar Lilju Hallsdóttur komu um hundrað gestir sem áttu saman mjög skemmtilega stund. Hún segir mikla samstöðu og jákvæðni hafa ríkt og mátti heyra á tali fólks að bjartsýni væri fyrir komandi kosningadegi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stutt ávarp og hvatti fólk til dáða.
Meira