Guðlaugur Þór fundaði með efnahagsmálaráðherra Tyrklands
feykir.is
Skagafjörður
25.06.2018
kl. 11.39
Mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar voru á meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, ræddu á fundi á Hofsstöðum í Skagafirði í morgun. Guðlaugur Þór kom ennfremur á framfæri gagnrýni á hernað Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Zeybekci er staddur hér á landi í tengslum við ráðherrafund EFTA sem nú stendur yfir á Sauðárkróki en í morgun var skrifað undir uppfærðan fríverslunarsamning EFTA og Tyrklands á Hólum í Hjaltadal. Áður en samningurinn var undirritaður áttu þeir Guðlaugur Þór stuttan fund.
Meira
