Fréttir

Tengill nýr umboðsaðili Vodafone

Tengill hefur tekið við umboði Vodafone á Sauðárkróki. Framvegis geta viðskiptavinir Vodafone á Sauðárkróki sótt alla þjónustu, jafnt tækni sem fjarskiptaþjónustu, í verslun Tengils í Kjarnanum.
Meira

Kjóstu!

Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta.
Meira

Samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra

Í gær hófst tilraunaverkefni um samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra þegar þrír listamenn sem dvelja í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd heimsóttu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Tilraunverkefnið er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins á Blönduósi, Nes listamiðstöðvar og Textílseturs Íslands og felst það í heimsóknum listamanna í skóla á Norðurlandi vestra. Markmið verkefnisins er að efla samstarf milli listamiðstöðva við skólastofnanir á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika í listum frá ólíkum menningarheimum.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu

Á morgun, fimmtudaginn 26. október, bjóða listamenn októbermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi til textílsýningar í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann. Sýningin nefnist „far a way“ og eru það listamennirnir Laura Hegarty frá Írlandi, Ingela Nielson frá Svíþjóð, Caroline Forde frá Kanada og Kristine Woods og Maggie Dimmick frá Bandaríkjunum sem standa að henni.
Meira

Ofbeldi er samfélagsmein

Ofbeldi er stórt samfélagsmein á Íslandi og stærra er marga grunar. Við verðum að horfast í augum við meinið og takast á við það. 22% kvenna hafa upplifað kynferðis og/eða heimilisofbeldi í nánu sambandi. Ein af hverjum fjórum til fimm! Flestar konur og margir karlar hafa upplifað kynferðislega áreitni. Á fyrstu 6 mánuðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, komu tæplega 200 manns og leituðu ásjár. 130 konur og 79 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra, en ekkert slíkt athvarf er til fyrir karla og börn þeirra. Árlega leita um 120 einstaklingar á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Meirihluti þeirra eru ungir þolendur sem eru 25 ára og yngri. Konur eru um 97% brotaþola. Alvarleiki brota mikill en um 70% þeirra er nauðgun og ekki er nema helmingur brotanna kærður.
Meira

Lengri afgreiðslutími hjá Sýslumanni

Fimmtudaginn 26. október nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017.
Meira

Landbúnaður í sókn- Gerum betur

Heilsuprótín er ný verksmiðja við Mjólkurstöðina á Sauðárkróki, sem vinnur prótin efni úr allri þeirri mysu sem fellur til við ostagerð í mjólkurvinnslunum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar er um 350 tonn af prótínefni og framleiðslan fer á markað bæði hér innanlands og erlendis m.a. til stórra kaupenda í Bandaríkjunum. Verksmiðjan var opnuð formlega við hátíðlega athöfn sl.laugardag.
Meira

Breyting á útsendingu hitaveitureikninga hjá Skagafjarðarveitum

Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að hætta að senda út hitaveitureikningana á pappírsformi og einnig rafrænni birtingu í heimabanka. Í stað þess munu Skagafjarðarveitur birta alla hitaveitureikninga á „Mínum síðum“ sem eru aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðarveitna „skv.is“ og í íbúagátt Svf. Skagafjarðar á heimasíðunni „skagafjordur.is“ ásamt því að krafa stofnast í heimabanka.
Meira

Byggðamál

Byggðamál snúast fyrst og fremst um að byggja upp innviði í landsbyggðunum. Gott vegasamband tryggir vöru og þjónustu að og frá landsbyggðunum og treystir atvinnuuppbyggingu. Samgöngur í lofti og á sjó tryggir enn betur öryggi íbúa landsbyggðanna. Öruggt raforkukerfi treystir viðgang atvinnulífsins. Gott fjarskiptakerfi stuðlar að jafnari stöðu allra íbúa til orðs og æðis. Traust heilbrigðis- og velferðakerfi er öllum nauðsynlegt sem og aðgengi að góðu menntakerfi. Sauðfjár- og hrossabúskapur skapar festu í mörgum byggðum.
Meira

Framtíð sauðfjárbænda

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.
Meira